Segir hann í sjónvarpsviðtali í þættinum The Wright Stuff að menn á borð við Nick Clegg, fyrrverandi formaður Frjálslyndra demókrata, og Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og áður formaður Verkamannaflokksins, muni aldrei hætta að væla yfir útgöngu ríkisins úr ESB.
Hann segist því nánast vera kominn á þá skoðun að kosið verði aftur í þjóðaratkvæðagreiðslu og kveðst hann handviss að fleiri myndu nú kjósa með útgöngu.
Eftir það geti Tony Blair „horfið inn í myrkrið“.
EXCLUSIVE - Nigel Farage says "just maybe I'm reaching the point of thinking that we should have a second referendum on EU membership".@Nigel_Farage | @Matthew_Wright | #wrightstuff pic.twitter.com/T0fROToskr
— The Wright Stuff (@5WrightStuff) January 11, 2018