Gekk á þjófinn og endurheimti pelsinn Jakob Bjarnar skrifar 11. janúar 2018 11:19 Margrét fann þjófinn eftir mikla leit, gekk á manninn sem sá sér þann kost vænstan í stöðunni að skila flíkinni. Útaf stendur sími og húslyklar sem Margrét ætlar sér að endurheimta. Margrét Bjarnadóttir hefur endurheimt pels sinn þann sem var stolið á nýársfagnaði fyrir rúmri viku. Vísir greindi frá þjófnaðinum. Margrét þurfti að sýna talsverða hugkvæmni, djörfung og dug við að endurheimta flíkina. Atburðarásin er reyndar æsispennandi. „Já, loksins. Eftir mikla vinnu, tíma sem ég lagði í þetta og símtöl þá fann ég manninn sem stal pelsinum,“ segir Margrét í samtali við Vísi. Hún fann vitni, eitt af öðru sem svo sáu manninn um kvöldið. Rakti sig áfram. „Það tók mig fjóra daga að finna út hver maðurinn er. Ég fékk aðstoð við að safna upplýsingum og fann hann loksins. Hann skilaði pelsinum og bíllyklum. Ég veit að hann er með restina af dótinu en hann vill ekki kannast við það. En, ég ætla mér að ná þessu öllu saman til baka. Vonandi kemst það í réttar hendur,“ segir Margrét en er þar einkum að vísa til síma og húslykla sem voru í pelsinum.Margrét ánægð að hafa endurheimt pelsinn. Hún rakti sig áfram þar til hún fann þjófinn og gekk á hann.Baldvin afi ánægður með sína stelpu Það er ljóst að Margrét gefst ekki svo auðveldlega upp þegar hún tekur sér eitthvað fyrir hendur. En, þess má geta að hún er dóttir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur hönnuðar. Baldvin Jónsson, sem að undanförnu hefur fengist við markaðssetningu íslensks lambakjöts í Bandaríkjunum, er þannig afi Margrétar og hann er ánægður með sína stelpu. Og segir á Facebooksíðu hennar, í tilefni af þessu, laggott: „Wonderwoman!“ „Já, þetta hefur verið ótrúlegt allt saman. Ég fékk smávægilega aðstoð frá lögreglu, til að sigta út hver hann væri. Ég vildi síst af öllu ganga á rangan mann,“ segir Margrét létt í bragði. „Jájá, ég lagði mig alla fram, er frekar þrjósk og það borgaði sig sannarlega í þetta skiptið.“Þjófurinn á fertugsaldri Aðspurð segir Margrét þjófinn ekki vera það sem heitir að vera góðkunningi lögreglunnar. „Nei. En, ef þetta skilar sér ekki allt aftur þá er ekki um annað að ræða í stöðunni en afhenda lögreglunni öll gögn í málinu.“ Margrét vildi ekki að svo stöddu máli upplýsa nánar um þjófinn. Hún telur það ekki rétt. Hún segist aðspurð ekki hafa verið hrædd, en þjófurinn var á fertugsaldri. Margrét telur að hann hafi metið það svo að ekki hafi verið annað í stöðunni fyrir sig en skila þýfinu.Ég efa að karlmaður vilji að það sé gert veður yfir því að hann hafi verið að ræna kvenmannspelsi af stelpu á þrítugsaldri. Þá fyrst yrði málið vandræðalegt fyrir hann. En, núna vona ég bara að húslyklar og sími skili sér.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Forláta pelsi, síma og lyklum stolið í gamlárgleði á Fiskislóð Glötuð byrjun á nýju ári. 2. janúar 2018 15:56 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losa sig við sig Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
Margrét Bjarnadóttir hefur endurheimt pels sinn þann sem var stolið á nýársfagnaði fyrir rúmri viku. Vísir greindi frá þjófnaðinum. Margrét þurfti að sýna talsverða hugkvæmni, djörfung og dug við að endurheimta flíkina. Atburðarásin er reyndar æsispennandi. „Já, loksins. Eftir mikla vinnu, tíma sem ég lagði í þetta og símtöl þá fann ég manninn sem stal pelsinum,“ segir Margrét í samtali við Vísi. Hún fann vitni, eitt af öðru sem svo sáu manninn um kvöldið. Rakti sig áfram. „Það tók mig fjóra daga að finna út hver maðurinn er. Ég fékk aðstoð við að safna upplýsingum og fann hann loksins. Hann skilaði pelsinum og bíllyklum. Ég veit að hann er með restina af dótinu en hann vill ekki kannast við það. En, ég ætla mér að ná þessu öllu saman til baka. Vonandi kemst það í réttar hendur,“ segir Margrét en er þar einkum að vísa til síma og húslykla sem voru í pelsinum.Margrét ánægð að hafa endurheimt pelsinn. Hún rakti sig áfram þar til hún fann þjófinn og gekk á hann.Baldvin afi ánægður með sína stelpu Það er ljóst að Margrét gefst ekki svo auðveldlega upp þegar hún tekur sér eitthvað fyrir hendur. En, þess má geta að hún er dóttir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur hönnuðar. Baldvin Jónsson, sem að undanförnu hefur fengist við markaðssetningu íslensks lambakjöts í Bandaríkjunum, er þannig afi Margrétar og hann er ánægður með sína stelpu. Og segir á Facebooksíðu hennar, í tilefni af þessu, laggott: „Wonderwoman!“ „Já, þetta hefur verið ótrúlegt allt saman. Ég fékk smávægilega aðstoð frá lögreglu, til að sigta út hver hann væri. Ég vildi síst af öllu ganga á rangan mann,“ segir Margrét létt í bragði. „Jájá, ég lagði mig alla fram, er frekar þrjósk og það borgaði sig sannarlega í þetta skiptið.“Þjófurinn á fertugsaldri Aðspurð segir Margrét þjófinn ekki vera það sem heitir að vera góðkunningi lögreglunnar. „Nei. En, ef þetta skilar sér ekki allt aftur þá er ekki um annað að ræða í stöðunni en afhenda lögreglunni öll gögn í málinu.“ Margrét vildi ekki að svo stöddu máli upplýsa nánar um þjófinn. Hún telur það ekki rétt. Hún segist aðspurð ekki hafa verið hrædd, en þjófurinn var á fertugsaldri. Margrét telur að hann hafi metið það svo að ekki hafi verið annað í stöðunni fyrir sig en skila þýfinu.Ég efa að karlmaður vilji að það sé gert veður yfir því að hann hafi verið að ræna kvenmannspelsi af stelpu á þrítugsaldri. Þá fyrst yrði málið vandræðalegt fyrir hann. En, núna vona ég bara að húslyklar og sími skili sér.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Forláta pelsi, síma og lyklum stolið í gamlárgleði á Fiskislóð Glötuð byrjun á nýju ári. 2. janúar 2018 15:56 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losa sig við sig Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Sjá meira
Forláta pelsi, síma og lyklum stolið í gamlárgleði á Fiskislóð Glötuð byrjun á nýju ári. 2. janúar 2018 15:56