New York stefnir olíufyrirtækjum vegna loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 11. janúar 2018 11:13 Hækkandi yfirborð sjávar ógnar New York og öðrum strandborgum. Yfirvöld þar hafa nú stefnt olíufyrirtækjum vegna ábyrgðar þeirra á hnattrænni hlýnun. Vísir/AFP Borgaryfirvöld í New York hafa stefnt fimm stærstu olíufyrirtækjum heims sem eru skráð á hlutabréfamarkað. Telja þau fyrirtækin ábyrg fyrir tjóni sem borgin verður fyrir af völdum loftslagsbreytinga í nútíð og framtíð. Losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með brennslu á jarðefnaeldsneyti, er orsök þeirrar hnattrænu hlýnunar sem á sér nú stað á jörðinni. Meðalhiti jarðar hefur hækkað í kringum 1°C frá iðnbyltingunni og spár gera ráð fyrir að hlýnunin gæti náð 3-4°C fyrir lok aldarinnar ef ekkert verður að gert. Loftslagsbreytingarnar hafa í för með sér auknar öfgar í veðurfari og hækkun yfirborðs sjávar svo eitthvað sé nefnt. Strandborgir eins og New York eru ekki síst viðkvæmar fyrir slíkum breytingum. Í stefnu New York-borgar gegn BP, Chevron, Conoco-Phillips, ExxonMobile og Royal Dutch Shell er því haldið fram að fyrirtækin hafi saman framleitt um 11% af þeim gróðurhúsalofttegundum sem verma nú jörðnia, að því er segir í frétt Washington Post. Eins er fullyrt að fyrirtækin hafi vitað af afleiðingum framleiðslu sinnar en þau hafi reynt að hylma yfir þær.Draga til baka fjárfestingar í jarðefnaeldsneytisiðnaðiBorgin segist verja milljörðum dollara í að verja strandlengjur sínar, innviði og borgara fyrir loftslagsbreytingum. Kostnaðurinn sé meiri en borgin ráði við. „Til að eiga við það sem framtíðin mun bera í skauti sér þarf borgin að reisa sjóvarnargarðar, flóðgarða, sandöldur og aðrar strandvarnir og hækka og tryggja fjölda bygginga í eigu borgarinnar, eignir og garða við strandlengjuna,“ segir í stefnunni. Auk málsóknarinnar ætlar borgin að draga til baka fjárfestingar sínar í 190 fyrirtækjum með tengsl við jarðefnaeldsneytisiðnaðinn upp á fimm milljarða dollara Loftslagsmál Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Borgaryfirvöld í New York hafa stefnt fimm stærstu olíufyrirtækjum heims sem eru skráð á hlutabréfamarkað. Telja þau fyrirtækin ábyrg fyrir tjóni sem borgin verður fyrir af völdum loftslagsbreytinga í nútíð og framtíð. Losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með brennslu á jarðefnaeldsneyti, er orsök þeirrar hnattrænu hlýnunar sem á sér nú stað á jörðinni. Meðalhiti jarðar hefur hækkað í kringum 1°C frá iðnbyltingunni og spár gera ráð fyrir að hlýnunin gæti náð 3-4°C fyrir lok aldarinnar ef ekkert verður að gert. Loftslagsbreytingarnar hafa í för með sér auknar öfgar í veðurfari og hækkun yfirborðs sjávar svo eitthvað sé nefnt. Strandborgir eins og New York eru ekki síst viðkvæmar fyrir slíkum breytingum. Í stefnu New York-borgar gegn BP, Chevron, Conoco-Phillips, ExxonMobile og Royal Dutch Shell er því haldið fram að fyrirtækin hafi saman framleitt um 11% af þeim gróðurhúsalofttegundum sem verma nú jörðnia, að því er segir í frétt Washington Post. Eins er fullyrt að fyrirtækin hafi vitað af afleiðingum framleiðslu sinnar en þau hafi reynt að hylma yfir þær.Draga til baka fjárfestingar í jarðefnaeldsneytisiðnaðiBorgin segist verja milljörðum dollara í að verja strandlengjur sínar, innviði og borgara fyrir loftslagsbreytingum. Kostnaðurinn sé meiri en borgin ráði við. „Til að eiga við það sem framtíðin mun bera í skauti sér þarf borgin að reisa sjóvarnargarðar, flóðgarða, sandöldur og aðrar strandvarnir og hækka og tryggja fjölda bygginga í eigu borgarinnar, eignir og garða við strandlengjuna,“ segir í stefnunni. Auk málsóknarinnar ætlar borgin að draga til baka fjárfestingar sínar í 190 fyrirtækjum með tengsl við jarðefnaeldsneytisiðnaðinn upp á fimm milljarða dollara
Loftslagsmál Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira