James Franco hafnar ásökunum um kynferðislega áreitni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. janúar 2018 18:18 Franco hefur áður verið sakaður um ósæmilega hegðun í garð 17 ára stúlku. Vísir/Getty Leikarinn og leikstjórinn James Franco segir ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni ekki réttar. Mikil umræða skapaðist um Franco í kjölfar Golden Globe verðlaunanna þar sem hann vann til verðlauna fyrir hlutverk sitt sem Tommy Wiseau í myndinni The Disaster Artist. Mörgum þótti óviðeigandi að Franco væri með „Time‘s Up“ nælu til að styðja herferð kvenna um að kynferðisleg áreitni muni ekki lengur líðast á vinnustöðum, þá sérstaklega í skemmtanaiðnaðinum. Leikkonan Ally Sheedy tók til Twitter og sagði að Franco væri skýrt dæmi um hvers vegna hún hafi ákveðið að hætta í kvikmynda og sjónvarpsiðnaðinum. Sheedy hefur síðan eytt tístum sínum um Franco en nokkur önnur standa enn. Til dæmis frásögn Sarah Tither-Kaplan sem sagði að Franco hefði fyrir örfáum vikum sagt henni að nektaratriði sem hún hafi þurft að leika í í tveimur myndum Franco fyrir 100 dollara á dal hafi ekki verið misnotkun á aðstæðum vegna þess að hún hafi skrifað undir samning þess efnis. Hey James Franco, nice #timesup pin at the #GoldenGlobes , remember a few weeks ago when you told me the full nudity you had me do in two of your movies for $100/day wasn't exploitative because I signed a contract to do it? Times up on that!— Sarah Tither-Kaplan (@sarahtk) January 8, 2018 Önnur kona, Violet Paley, segir að Franco hafi þrýst höfði sínu að getnaðarlim hans. Þá hafi hann einnig beðið vinkonu hennar að hitta sig á hótelherbergi þegar hún var 17 ára gömul. Þá hafði Franco verið sakaður um að gera hosur sínar grænar fyrir annarri 17 ára stúlku. Það vakti athygli fjölmiðla árið 2014 þegar Franco var 35 ára. Cute #TIMESUP pin James Franco. Remember the time you pushed my head down in a car towards your exposed penis & that other time you told my friend to come to your hotel when she was 17? After you had already been caught doing that to a different 17 year old?— Violet Paley (@VioletPaley) January 8, 2018 Franco ræddi þessar ásakanir í viðtali við Stephen Colbert í spjallþætti hins síðarnefnda. Þar sagðist hann ekki sjálfur hafa séð tístin þar sem hann er sakaður um ósæmilega hegðun en að honum hafi verið bent á þau. Hann segir þau ekki rétt og segist ekki vita hvers vegna Ally Sheedy sé honum reið, en þau unnu saman þegar Franco leikstýrði Sheedy í leikriti árið 2014. „Ég hef ekki hugmynd um af hverju hún var reið,“ sagði Franco. „Hinar, sjáðu til, ég er stoltur af því að taka ábyrgð á því sem ég geri. Ég verð að gera það til að viðhalda eigin geðheilsu. Ég geri það þegar ég veit að eitthvað er að eða að ég þarf að breyta einhverju. Ég er mjög meðvitaður um það.“ „Hlutirnir sem ég frétti að væru á Twitter eru ekki réttir, en ég styð fólk fullkomlega við að stíga fram og láta rödd sína heyrast því þessi hópur hefur verið raddlaus í svo langan tíma. Ég vil ekki þagga niður í þeim á neinn hátt. Þetta er að mínu mati af hinu góða og ég styð þetta.“ Franco átti að koma fram ásamt bróður sínum Dave Franco á viðburði á vegum The New York Times til að ræða kvikmyndina The Disaster Artist í dag en hætt var við viðburðinn eftir að umræða um athæfi Franco kom upp í vikunni. MeToo Bandaríkin Hollywood Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Leikarinn og leikstjórinn James Franco segir ásakanir á hendur honum um kynferðislega áreitni ekki réttar. Mikil umræða skapaðist um Franco í kjölfar Golden Globe verðlaunanna þar sem hann vann til verðlauna fyrir hlutverk sitt sem Tommy Wiseau í myndinni The Disaster Artist. Mörgum þótti óviðeigandi að Franco væri með „Time‘s Up“ nælu til að styðja herferð kvenna um að kynferðisleg áreitni muni ekki lengur líðast á vinnustöðum, þá sérstaklega í skemmtanaiðnaðinum. Leikkonan Ally Sheedy tók til Twitter og sagði að Franco væri skýrt dæmi um hvers vegna hún hafi ákveðið að hætta í kvikmynda og sjónvarpsiðnaðinum. Sheedy hefur síðan eytt tístum sínum um Franco en nokkur önnur standa enn. Til dæmis frásögn Sarah Tither-Kaplan sem sagði að Franco hefði fyrir örfáum vikum sagt henni að nektaratriði sem hún hafi þurft að leika í í tveimur myndum Franco fyrir 100 dollara á dal hafi ekki verið misnotkun á aðstæðum vegna þess að hún hafi skrifað undir samning þess efnis. Hey James Franco, nice #timesup pin at the #GoldenGlobes , remember a few weeks ago when you told me the full nudity you had me do in two of your movies for $100/day wasn't exploitative because I signed a contract to do it? Times up on that!— Sarah Tither-Kaplan (@sarahtk) January 8, 2018 Önnur kona, Violet Paley, segir að Franco hafi þrýst höfði sínu að getnaðarlim hans. Þá hafi hann einnig beðið vinkonu hennar að hitta sig á hótelherbergi þegar hún var 17 ára gömul. Þá hafði Franco verið sakaður um að gera hosur sínar grænar fyrir annarri 17 ára stúlku. Það vakti athygli fjölmiðla árið 2014 þegar Franco var 35 ára. Cute #TIMESUP pin James Franco. Remember the time you pushed my head down in a car towards your exposed penis & that other time you told my friend to come to your hotel when she was 17? After you had already been caught doing that to a different 17 year old?— Violet Paley (@VioletPaley) January 8, 2018 Franco ræddi þessar ásakanir í viðtali við Stephen Colbert í spjallþætti hins síðarnefnda. Þar sagðist hann ekki sjálfur hafa séð tístin þar sem hann er sakaður um ósæmilega hegðun en að honum hafi verið bent á þau. Hann segir þau ekki rétt og segist ekki vita hvers vegna Ally Sheedy sé honum reið, en þau unnu saman þegar Franco leikstýrði Sheedy í leikriti árið 2014. „Ég hef ekki hugmynd um af hverju hún var reið,“ sagði Franco. „Hinar, sjáðu til, ég er stoltur af því að taka ábyrgð á því sem ég geri. Ég verð að gera það til að viðhalda eigin geðheilsu. Ég geri það þegar ég veit að eitthvað er að eða að ég þarf að breyta einhverju. Ég er mjög meðvitaður um það.“ „Hlutirnir sem ég frétti að væru á Twitter eru ekki réttir, en ég styð fólk fullkomlega við að stíga fram og láta rödd sína heyrast því þessi hópur hefur verið raddlaus í svo langan tíma. Ég vil ekki þagga niður í þeim á neinn hátt. Þetta er að mínu mati af hinu góða og ég styð þetta.“ Franco átti að koma fram ásamt bróður sínum Dave Franco á viðburði á vegum The New York Times til að ræða kvikmyndina The Disaster Artist í dag en hætt var við viðburðinn eftir að umræða um athæfi Franco kom upp í vikunni.
MeToo Bandaríkin Hollywood Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira