Lögreglan þurfti að rjúka á vettvang vegna tannkremsdeilu samleigjenda Birgir Olgeirsson skrifar 10. janúar 2018 16:09 Maðurinn snöggreiddist þegar samleigjandinn vildi ekki lána honum tannkrem. Vísir/Eyþór Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var á dögunum kölluð út vegna tannkremsdeilu samleigjenda. Lögreglan greinir skilmerkilega frá málinu á Facebook-síðu sinni en þar segir að stundum sé erfitt að vita með fullkominni vissu um alvarleika mála fyrr en á vettvang er komið þegar kemur að fjölbreyttum verkefnum lögreglu. Í þessu tiltekna máli barst lögreglunni símtal úr heimahúsi þar sem tilkynnt var um ofbeldisverknað. Tveir lögreglumenn fóru á staðinn en á heimilinu hafði slegið í brýnu milli tveggja samleigjenda og annar slegið hinn tvívegis í öxlina. „Átökin voru yfirstaðin þegar lögreglan kom á vettvang og engir áverkar sjáanlegir, né var vilji til að leggja fram kæru í málinu. Ofbeldismaðurinn var fullur iðrunar og vildi biðjast afsökunar á gjörðum sínum og sagði að upphaf málsins mætti rekja til tannkremstúpu á baðherbergi heimilisins,“ segir í Facebook-færslu lögreglunnar. Við frekari spurningar lögreglumanna sagðist sá sem veittist að samleigjanda sínum hafa ætlað að bursta í sér tennurnar fyrir svefninn en þá uppgötvað að tannkremið var búið. Hann bað samleigjandann um að lána sér tannkrem en samleigjandi harðneitaði og vildi ekki láta tannkremstúpuna af hendi. Við það snöggreiddist sá sem bað um tannkremið með fyrrgreindum afleiðingum. „Eftir að verkefni lögreglumannanna var lokið á vettvangi hafði annar þeirra á orði við hinn að þetta hlyti nú að hafa verið mjög dýrt tannkrem fyrst að ekki var hægt að fá lánað smávegis af því, án þess þó að í því fælist einhver viðurkenning á viðbrögðum ofbeldismannsins enda voru þau það alls ekki,“ segir lögreglan í Facebook-færslunni. Lögreglumál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var á dögunum kölluð út vegna tannkremsdeilu samleigjenda. Lögreglan greinir skilmerkilega frá málinu á Facebook-síðu sinni en þar segir að stundum sé erfitt að vita með fullkominni vissu um alvarleika mála fyrr en á vettvang er komið þegar kemur að fjölbreyttum verkefnum lögreglu. Í þessu tiltekna máli barst lögreglunni símtal úr heimahúsi þar sem tilkynnt var um ofbeldisverknað. Tveir lögreglumenn fóru á staðinn en á heimilinu hafði slegið í brýnu milli tveggja samleigjenda og annar slegið hinn tvívegis í öxlina. „Átökin voru yfirstaðin þegar lögreglan kom á vettvang og engir áverkar sjáanlegir, né var vilji til að leggja fram kæru í málinu. Ofbeldismaðurinn var fullur iðrunar og vildi biðjast afsökunar á gjörðum sínum og sagði að upphaf málsins mætti rekja til tannkremstúpu á baðherbergi heimilisins,“ segir í Facebook-færslu lögreglunnar. Við frekari spurningar lögreglumanna sagðist sá sem veittist að samleigjanda sínum hafa ætlað að bursta í sér tennurnar fyrir svefninn en þá uppgötvað að tannkremið var búið. Hann bað samleigjandann um að lána sér tannkrem en samleigjandi harðneitaði og vildi ekki láta tannkremstúpuna af hendi. Við það snöggreiddist sá sem bað um tannkremið með fyrrgreindum afleiðingum. „Eftir að verkefni lögreglumannanna var lokið á vettvangi hafði annar þeirra á orði við hinn að þetta hlyti nú að hafa verið mjög dýrt tannkrem fyrst að ekki var hægt að fá lánað smávegis af því, án þess þó að í því fælist einhver viðurkenning á viðbrögðum ofbeldismannsins enda voru þau það alls ekki,“ segir lögreglan í Facebook-færslunni.
Lögreglumál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira