Samgöngur framtíðar Frosti Logason skrifar 11. janúar 2018 07:00 Nú eru ýmis teikn á lofti um að stærsta kosningamálið í komandi borgarstjórnarkosningum verði almenningssamgöngur. Borgarlína er fyrirbæri sem sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa komið sér saman um og hafa nú þegar lagt talsverða vinnu í að undirbúa. Sjálfur fagna ég öllum hugmyndum um bættar samgöngur. Helst vildi ég að undir Reykjavík allri væri almennilegt neðanjarðarlestakerfi því auðvitað væri langbest að þurfa ekki að eiga sína eigin bifreið. Bensín, tryggingar, viðhald og fleira. Það er bölvaður hausverkur að reka þetta drasl og botnlaus kostnaður. En lestakerfi verður víst aldrei að raunveruleika þar sem fámennið hér gæti aldrei staðið undir þeim kostnaði sem af því hlytist. Þess vegna verður borgarlínan keyrð áfram af hefðbundnum strætisvögnum, sem þó fá að keyra á sínum eigin akreinum sem ætti að koma í veg fyrir tafir vegna umferðarþunga. Einhverjir hafa bent á að þetta sé þó ekki eini valkosturinn. Þeir segja að líklega eigi eftir að eiga sér stað mikil bylting í samgöngum þegar sjálfakandi rafmagnsbílar verði komnir hér á götur innan fárra ára. Slíkir bílar yrðu samnýttir eins og leigubílar í dag og því myndi enginn þurfa að eiga bíl. Þetta væri auðvitað stórkostlegt ef satt reyndist. En þessi hugmynd er alls ekki vinsæl. Hvorki á Twitter né á öðrum kaffihúsum Reykjavíkur. Þar er allt svona tal fljótafgreitt sem fáfræði gamaldags karla sem ekkert vilja annað hraðbrautir og mislæg gatnamót fyrir einkabílinn. Ég velti fyrir mér hvort ekki sé hægt að færa þá umræðu upp á ögn hærra plan. Vonandi berum við gæfu til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Frosti Logason Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun
Nú eru ýmis teikn á lofti um að stærsta kosningamálið í komandi borgarstjórnarkosningum verði almenningssamgöngur. Borgarlína er fyrirbæri sem sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa komið sér saman um og hafa nú þegar lagt talsverða vinnu í að undirbúa. Sjálfur fagna ég öllum hugmyndum um bættar samgöngur. Helst vildi ég að undir Reykjavík allri væri almennilegt neðanjarðarlestakerfi því auðvitað væri langbest að þurfa ekki að eiga sína eigin bifreið. Bensín, tryggingar, viðhald og fleira. Það er bölvaður hausverkur að reka þetta drasl og botnlaus kostnaður. En lestakerfi verður víst aldrei að raunveruleika þar sem fámennið hér gæti aldrei staðið undir þeim kostnaði sem af því hlytist. Þess vegna verður borgarlínan keyrð áfram af hefðbundnum strætisvögnum, sem þó fá að keyra á sínum eigin akreinum sem ætti að koma í veg fyrir tafir vegna umferðarþunga. Einhverjir hafa bent á að þetta sé þó ekki eini valkosturinn. Þeir segja að líklega eigi eftir að eiga sér stað mikil bylting í samgöngum þegar sjálfakandi rafmagnsbílar verði komnir hér á götur innan fárra ára. Slíkir bílar yrðu samnýttir eins og leigubílar í dag og því myndi enginn þurfa að eiga bíl. Þetta væri auðvitað stórkostlegt ef satt reyndist. En þessi hugmynd er alls ekki vinsæl. Hvorki á Twitter né á öðrum kaffihúsum Reykjavíkur. Þar er allt svona tal fljótafgreitt sem fáfræði gamaldags karla sem ekkert vilja annað hraðbrautir og mislæg gatnamót fyrir einkabílinn. Ég velti fyrir mér hvort ekki sé hægt að færa þá umræðu upp á ögn hærra plan. Vonandi berum við gæfu til þess.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun