Brynjar Þór: Ætlum að sanna fyrir öllum að við erum ennþá besta liðið á landinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2018 13:15 Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR. Mynd/S2Sport KR og Breiðablik mætast í fyrri undanúrslitaleik Maltbikars karla í körfubolta í dag en Arnar Björnsson hitti fyrirliða liðanna þá Brynjar Þór Björnsson hjá KR og Halldór Halldórsson hjá Breiðabliki. Undanúrslitaleikur KR og Breiðabliks hefst klukkan 17.00 í Laugardalshöllinni en fylgst verður með honum hér á Vísi. „Við erum mættir til þess að sigra en ekki til þess að verja titilinn. Við ætum að vinna hann og sanna fyrir öllum að við erum ennþá besta liðið á landinu,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR. KR mætir 1. deildarliði Breiðabliks í undanúrslitunum. „Auðvitað á þetta að vera skyldusigur en eins og ég er búinn að segja við alla aðra þá hafa leikir á móti 1. deildarliðum reynst okkur ansi erfiðir. Við höfum verið í erfiðum leikjum og verið undir lungann úr leikjunum. Það smá segja að þetta sé skyldusigur en að sama skapi verðum við að virða andstæðinginn, mæta til leiks og sýna það að það sé munur á 1. deildinni og úrvalsdeildinni,“ sagði Brynjar. „Ég hef aldrei verið jafnstressaður og í undanúrslitaleiknum á móti Val í fyrra enda var ég á hliðalínunni og ekki að spila. Hjartslátturinn fór ansi hátt þegar við vorum sex stigum undir og bara fimm mínútur eftir. Mér leist ekkert á stöðuna en við náðum að kreista út sigurinn og við höfum verið góðir í því að ná í sigur þrátt fyrir að spila illa. Við erum með mikla reynslu og vitum hvernig á að bregðast við í svona leikjum. Að sama skapi vil ég helst vera búinn að vinna leikinn þegar komið er í fjórða leikhluta,“ sagði Brynjar. Það má sjá allt viðtalið við Brynjar hér fyrir neðan. Blikar eru komnir í Höllina í fyrsta sinn en þegar þeir fóru í undanúrslitin í fyrsta og eina skiptið þá voru undanúrslitaleikirnir ekki spilaðir í Laugardalshöllinni. „Auðvitað eigum við möguleika. Við ætlum að mæta í Höllina og gefa þeim leik. Við eigum alltaf möguleika því staðan er 0-0 eins og er,“ sagði Halldór Halldórssson, fyrirliði Breiðabliks. „Við erum fínt körfuboltalið og þegar við hittum á leiki þá erum við mjög góðir. Við erum ofarlega í 1. deildinni, erum fullir sjálfstrausts og mætum líka fullir sjálfstrausts í þennan leik líka,“ sagði Halldór. „Við leggum þennan leik þannig upp að við ætlum að byrja á því að loka vörninni og setja niður skotin sem við fáum. Við ætlum að mæta dýrvitlausir og þetta verður bara barátta,“ sagði Halldór. „Við þurfum bara að skora fleiri stig og stoppa þá oftar. Þetta verður mjög erfitt en þetta er hægt. Það er mikil tilhlökkun fyrir þessum leik. Það er mikil stemmning í félaginu og það er mikil viðurkenning fyrir félagið að vera eina 1. deildarliðið sem komst á bikarhelgina,“ sagði Halldór. Það má sjá allt viðtalið við Halldór hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
KR og Breiðablik mætast í fyrri undanúrslitaleik Maltbikars karla í körfubolta í dag en Arnar Björnsson hitti fyrirliða liðanna þá Brynjar Þór Björnsson hjá KR og Halldór Halldórsson hjá Breiðabliki. Undanúrslitaleikur KR og Breiðabliks hefst klukkan 17.00 í Laugardalshöllinni en fylgst verður með honum hér á Vísi. „Við erum mættir til þess að sigra en ekki til þess að verja titilinn. Við ætum að vinna hann og sanna fyrir öllum að við erum ennþá besta liðið á landinu,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR. KR mætir 1. deildarliði Breiðabliks í undanúrslitunum. „Auðvitað á þetta að vera skyldusigur en eins og ég er búinn að segja við alla aðra þá hafa leikir á móti 1. deildarliðum reynst okkur ansi erfiðir. Við höfum verið í erfiðum leikjum og verið undir lungann úr leikjunum. Það smá segja að þetta sé skyldusigur en að sama skapi verðum við að virða andstæðinginn, mæta til leiks og sýna það að það sé munur á 1. deildinni og úrvalsdeildinni,“ sagði Brynjar. „Ég hef aldrei verið jafnstressaður og í undanúrslitaleiknum á móti Val í fyrra enda var ég á hliðalínunni og ekki að spila. Hjartslátturinn fór ansi hátt þegar við vorum sex stigum undir og bara fimm mínútur eftir. Mér leist ekkert á stöðuna en við náðum að kreista út sigurinn og við höfum verið góðir í því að ná í sigur þrátt fyrir að spila illa. Við erum með mikla reynslu og vitum hvernig á að bregðast við í svona leikjum. Að sama skapi vil ég helst vera búinn að vinna leikinn þegar komið er í fjórða leikhluta,“ sagði Brynjar. Það má sjá allt viðtalið við Brynjar hér fyrir neðan. Blikar eru komnir í Höllina í fyrsta sinn en þegar þeir fóru í undanúrslitin í fyrsta og eina skiptið þá voru undanúrslitaleikirnir ekki spilaðir í Laugardalshöllinni. „Auðvitað eigum við möguleika. Við ætlum að mæta í Höllina og gefa þeim leik. Við eigum alltaf möguleika því staðan er 0-0 eins og er,“ sagði Halldór Halldórssson, fyrirliði Breiðabliks. „Við erum fínt körfuboltalið og þegar við hittum á leiki þá erum við mjög góðir. Við erum ofarlega í 1. deildinni, erum fullir sjálfstrausts og mætum líka fullir sjálfstrausts í þennan leik líka,“ sagði Halldór. „Við leggum þennan leik þannig upp að við ætlum að byrja á því að loka vörninni og setja niður skotin sem við fáum. Við ætlum að mæta dýrvitlausir og þetta verður bara barátta,“ sagði Halldór. „Við þurfum bara að skora fleiri stig og stoppa þá oftar. Þetta verður mjög erfitt en þetta er hægt. Það er mikil tilhlökkun fyrir þessum leik. Það er mikil stemmning í félaginu og það er mikil viðurkenning fyrir félagið að vera eina 1. deildarliðið sem komst á bikarhelgina,“ sagði Halldór. Það má sjá allt viðtalið við Halldór hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira