Prófuðu dísilreyk á öpum og mönnum Atli Ísleifsson skrifar 29. janúar 2018 14:45 Málið hefur vakið mikla athygli í Þýskalandi. Vísir/Getty Stjórnvöld í Þýskalandi hafa fordæmt tilraunir sem fjármagnaðar voru af þýskum bílarisum þar sem apar og menn voru fengnir til að anda að sér dísilreyk. Málið hefur vakið mikla athygli í Þýskalandi. Þýskir fjölmiðlar segja að rannsóknirnar hafi verið framkvæmdar af EUGT í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum og fjármagnaðar af Volkswagen, Daimler og BMW.BBC greinir frá því að talsmaður Angelu Merkel Þýskalandskanslara segi að aðferðirnar sem notast var við hafi að fullu verið óréttlætanlegar og hafi verið farið fram á frekari upplýsingar um málið. Daimler hefur sömuleiðis fordæmt rannsóknirnar.New York Times greindi nýlega frá því að þýsku fyrirtækin hafi fjarmagnað rannsóknir þar sem tíu apar hafi verið læstir inn í búri og látnir fylgjast með teiknimyndum á meðan þeir önduðu að sér dísilreyk. Þetta hafi verið gert árið 2014.Önduðu að sér niðuroxíð Nú hefur Stuttgarter Zeitung greint frá því að sambærilegar tilraunir hafi sömuleiðis verið gerðar á mönnum. Þetta hafi verið gert við Háskólann í Aachen þar sem tilraunir voru gerðar á 25 fullfrískum einstaklingum sem voru látnir anda að sér mismiklu magni nituroxíðs (NO2) í marga klukkutíma. Það var stofnunin EUGT (The European Research Group on Environment and Health in the Transport Sector), sem ábyrgð bar á tilraununum, en EUGT var stofnað árið 2007 af Volkswagen, Daimler og BMW. Var upprunalegt verkefni EUGT að afsanna meiningar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um að dísilgufur valdi krabbameini í mönnum. Bílaframleiðendurnir leystu upp EUGT á síðasta ári. Bílar Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Sjá meira
Stjórnvöld í Þýskalandi hafa fordæmt tilraunir sem fjármagnaðar voru af þýskum bílarisum þar sem apar og menn voru fengnir til að anda að sér dísilreyk. Málið hefur vakið mikla athygli í Þýskalandi. Þýskir fjölmiðlar segja að rannsóknirnar hafi verið framkvæmdar af EUGT í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum og fjármagnaðar af Volkswagen, Daimler og BMW.BBC greinir frá því að talsmaður Angelu Merkel Þýskalandskanslara segi að aðferðirnar sem notast var við hafi að fullu verið óréttlætanlegar og hafi verið farið fram á frekari upplýsingar um málið. Daimler hefur sömuleiðis fordæmt rannsóknirnar.New York Times greindi nýlega frá því að þýsku fyrirtækin hafi fjarmagnað rannsóknir þar sem tíu apar hafi verið læstir inn í búri og látnir fylgjast með teiknimyndum á meðan þeir önduðu að sér dísilreyk. Þetta hafi verið gert árið 2014.Önduðu að sér niðuroxíð Nú hefur Stuttgarter Zeitung greint frá því að sambærilegar tilraunir hafi sömuleiðis verið gerðar á mönnum. Þetta hafi verið gert við Háskólann í Aachen þar sem tilraunir voru gerðar á 25 fullfrískum einstaklingum sem voru látnir anda að sér mismiklu magni nituroxíðs (NO2) í marga klukkutíma. Það var stofnunin EUGT (The European Research Group on Environment and Health in the Transport Sector), sem ábyrgð bar á tilraununum, en EUGT var stofnað árið 2007 af Volkswagen, Daimler og BMW. Var upprunalegt verkefni EUGT að afsanna meiningar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um að dísilgufur valdi krabbameini í mönnum. Bílaframleiðendurnir leystu upp EUGT á síðasta ári.
Bílar Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Sjá meira