„Við erum að normalísera eiturlyf hægri vinstri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2018 10:45 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að efla þurfi lögreglu og tollgæslu til að takast á við innflutning á fíkniefnum hingað til lands. vísir/anton brink Magnús Stefánsson, meðferðarráðgjafi, tekur undir það sem fram kom í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gær um að Ísland sé troðið af fíkniefnum. Þá segir hann að verið sé að normalísera eiturlyf til dæmis með umræðu um lögleiðingu og um að stríðið gegn fíkniefnum sé tapað. Hann segir lögleiðingu ekki lausn á vímuefnavandanum. Það sem af er ári hafa minnst fjórir látist vegna ofneyslu fíkniefna. „Við erum að normalísera eiturlyf hægri vinstri. Það er umræða um lögleiðingu, það er umræða um tapað stríð, það er umræða um að það sé hallærislegt að við séum ekki búin að leyfa það og það geta salarnir og innflytjendur nýtt sér gagnvart venjulegu fólki. Samt sem áður held ég að venjulegt fólk sé ekki mikið að fara út [sem burðardýr], það eru þá einhver vandræði sem eru að toga fólkið út í þennan heim,“ sagði Magnús í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði jafnframt að það þyrfti að hugarfarsbreytingu gagnvart ólöglegum hlutum. „Þegar heildarmyndin er skoðuð þá er það ekki lausn að leyfa ólöglega hluti sem eru skaðlegar fyrir ungmenni þegar allar rannsóknir benda á að auðveldara aðgengi að ólöglegum og hættulegum efnum það eykst við lögleiðingu og normalíseringu. Og það er hættan sem við stöndum frammi fyrir núna, þessi normalísering í umræðunni. Við verðum að senda skýr skilaboð til ungmennanna, til fjölskyldunnar til fólks sem er ekki að hugsa um þetta dags daglega,“ sagði Magnús.Þarf að efla lögreglu og tollgæslu Einnig var rætt við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, í Bítinu í tengslum við frásögn viðmælanda í Burðardýrum. Hann sagði þáttinn hafa verið sláandi. „Það sem sló mig auðvitað mest þó að það hafi kannski ekki komið mér fullkomlega á óvart er hversu óskaplega ósvífnir menn eru í þessum innflutningi,“ sagði Ólafur Helgi. Aðspurður hvort að þátturinn hafi verið raunveruleg lýsing á fíkniefnaheiminum sagði lögreglustjórinn: „Við skulum orða það þannig að þó maður hafi haft grunsemdir um hvernig hlutirnir væru gerðir og annað slíkt þá var þetta mjög ýkt miðað við hugmyndirnar sem maður hafði fram að þessu en þó ekki þannig að mér hafi brugðið svo mikið að segja þetta getur ekki verið.“ Hann segir að styrkja þurfi lögregluna og tollgæslu og minntist einnig á breytt hugarfar. „Svo þarf að breyta ákveðnu hugarfari meðal þjóðarinnar þannig að menn líti ekki á það sem sjálfsagðan hlut að fíkniefnaneysla, hvort sem það eru unglingar eða aðrir sé bara eitthvað sem tíðkast. Hugsunarhátturinn hjá okkur þarf að breytast mjög mikið. Við þurfum líka að gera okkur grein fyrir því að aðalatriðið í sambandi við þetta stríð, eins og þú orðaðir það er að við höfum mannskap sem getur greint hvað er að gerast,“ sagði Ólafur Helgi. Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Regluverkið kemur stundum í veg fyrir að hægt sé að aðstoða unga fíkla Efla þarf samstarf stofnanna sem vinna að málum fíkniefnaneytenda 28. janúar 2018 18:45 Segir Ísland troðið af fíkniefnum Innflutningur á kannabisefnum heyrir nær sögunni til. 28. janúar 2018 18:30 Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Magnús Stefánsson, meðferðarráðgjafi, tekur undir það sem fram kom í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gær um að Ísland sé troðið af fíkniefnum. Þá segir hann að verið sé að normalísera eiturlyf til dæmis með umræðu um lögleiðingu og um að stríðið gegn fíkniefnum sé tapað. Hann segir lögleiðingu ekki lausn á vímuefnavandanum. Það sem af er ári hafa minnst fjórir látist vegna ofneyslu fíkniefna. „Við erum að normalísera eiturlyf hægri vinstri. Það er umræða um lögleiðingu, það er umræða um tapað stríð, það er umræða um að það sé hallærislegt að við séum ekki búin að leyfa það og það geta salarnir og innflytjendur nýtt sér gagnvart venjulegu fólki. Samt sem áður held ég að venjulegt fólk sé ekki mikið að fara út [sem burðardýr], það eru þá einhver vandræði sem eru að toga fólkið út í þennan heim,“ sagði Magnús í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði jafnframt að það þyrfti að hugarfarsbreytingu gagnvart ólöglegum hlutum. „Þegar heildarmyndin er skoðuð þá er það ekki lausn að leyfa ólöglega hluti sem eru skaðlegar fyrir ungmenni þegar allar rannsóknir benda á að auðveldara aðgengi að ólöglegum og hættulegum efnum það eykst við lögleiðingu og normalíseringu. Og það er hættan sem við stöndum frammi fyrir núna, þessi normalísering í umræðunni. Við verðum að senda skýr skilaboð til ungmennanna, til fjölskyldunnar til fólks sem er ekki að hugsa um þetta dags daglega,“ sagði Magnús.Þarf að efla lögreglu og tollgæslu Einnig var rætt við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, í Bítinu í tengslum við frásögn viðmælanda í Burðardýrum. Hann sagði þáttinn hafa verið sláandi. „Það sem sló mig auðvitað mest þó að það hafi kannski ekki komið mér fullkomlega á óvart er hversu óskaplega ósvífnir menn eru í þessum innflutningi,“ sagði Ólafur Helgi. Aðspurður hvort að þátturinn hafi verið raunveruleg lýsing á fíkniefnaheiminum sagði lögreglustjórinn: „Við skulum orða það þannig að þó maður hafi haft grunsemdir um hvernig hlutirnir væru gerðir og annað slíkt þá var þetta mjög ýkt miðað við hugmyndirnar sem maður hafði fram að þessu en þó ekki þannig að mér hafi brugðið svo mikið að segja þetta getur ekki verið.“ Hann segir að styrkja þurfi lögregluna og tollgæslu og minntist einnig á breytt hugarfar. „Svo þarf að breyta ákveðnu hugarfari meðal þjóðarinnar þannig að menn líti ekki á það sem sjálfsagðan hlut að fíkniefnaneysla, hvort sem það eru unglingar eða aðrir sé bara eitthvað sem tíðkast. Hugsunarhátturinn hjá okkur þarf að breytast mjög mikið. Við þurfum líka að gera okkur grein fyrir því að aðalatriðið í sambandi við þetta stríð, eins og þú orðaðir það er að við höfum mannskap sem getur greint hvað er að gerast,“ sagði Ólafur Helgi.
Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Regluverkið kemur stundum í veg fyrir að hægt sé að aðstoða unga fíkla Efla þarf samstarf stofnanna sem vinna að málum fíkniefnaneytenda 28. janúar 2018 18:45 Segir Ísland troðið af fíkniefnum Innflutningur á kannabisefnum heyrir nær sögunni til. 28. janúar 2018 18:30 Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Regluverkið kemur stundum í veg fyrir að hægt sé að aðstoða unga fíkla Efla þarf samstarf stofnanna sem vinna að málum fíkniefnaneytenda 28. janúar 2018 18:45
Segir Ísland troðið af fíkniefnum Innflutningur á kannabisefnum heyrir nær sögunni til. 28. janúar 2018 18:30
Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51