James gældi við þrefalda tvennu í leiknum gegn Detroit í nótt en hann var með 25 stig, 14 stoðsendingar og tók svo 8 fráköst. Kevin Love líka sterkur með 20 stig og 11 fráköst.
James Harden átti líka venju samkvæmt mjög góðan leik í liði Houston er liðið skellti Phoenix. Harden með 27 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar.
Sömu sögu var að segja af Russell Westbrook, leikmanni Oklahoma, en hann skoraði 37 stig, gaf 14 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Allir að glíma við þrefalda tvennu en enginn að ná henni.
Úrslit:
Cleveland-Detroit 121-104
Toronto-LA Lakers 123-111
Oklahoma-Philadelphia 122-112
San Antonio-Sacramento 113-98
Milwaukee-Chicago 110-96
Phoenix-Houston 102-113
New Orleans-LA Clippers 103-112