Holmes var síðast gift leikaranum Tom Cruise og eiga þau saman dótturina Suri Cruise. Hjónabandið var mikið í sviðljósinu og skilnaðurinn varð að miklu fjölmiðlafári árið 2012.
Fox og Holmes hafa verið vinir lengi en samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs þá breyttist vinskapurinn í rómans árið 2013. Það var því löngu orðið tímabært fyrir parið að opinbera ást sína - og af myndunum að dæma líður þeim svo sannarlega vel saman.
