Mega ekki líta til jákvæðra upplýsinga um skuldara Hersir Aron Ólafsson skrifar 28. janúar 2018 20:00 Þeir sem hafa einu sinni lent á vanskilaskrá geta átt erfitt með að fá lán og sanngjörn vaxtakjör, jafnvel þó staða þeirra hafi breyst til hins betra. Ástæðan er sú að þeim sem framkvæma sérstakt lánshæfismat er óheimilt að líta til jákvæðra upplýsinga um skuldara. Fyrirtækið Creditinfo safnar upplýsingum um Íslendinga 18 ára og eldri og gefur þeim sérstaka lánshæfiseinkunn. Einkunnir eru gefnar á kvarða frá A1 og niður í E3, en við matið lítur Creditinfo m.a. til aldurs, búsetu, hjúskaparstöðu og upplýsinga úr skattskrá. Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo, segir hins vegar að mest vægi hafi svokölluð vanskilaskrá sem fyrirtækið heldur úti. „Út frá henni þróum við lánshæfismat sem metur líkurnar á því hvort þú farir inn á þessa vanskilaskrá, hversu líklegur þú ert til að fara í vanskil. Þar eru langsterkustu upplýsingarnar hvort þú hafir einhvern tímann verið í vanskilum áður.“ Þannig eru gögn úr vanskilaskrá svokallaðar neikvæðar upplýsingar, enda fá þeir sem þar hafa verið að jafnaði mun lægri einkunn en aðrir. Færst hefur í aukana undanfarin ár að lántökum hér á landi bjóðist misgóð vaxtakjör eftir því hve öruggir borgunarmenn þeir þykja, en slíkt hefur tíðkast um árabil víða erlendis. Við mat á þessu líta lánveitendur í miklum mæli til lánshæfiseinkunnar lántakans hjá Creditinfo og getur því skipt sköpum að hvort einkunnin sé t.d. A, C eða E. Erfitt að komast upp um flokk aftur Aftur á móti hefur borið á því að afar erfitt sé að komast upp um flokk þegar fólk er á annað borð komið langt niður, þá sérstaklega hafi það lent á vanskilaskrá. Aðspurður segir Gunnar aftur á móti erfitt að gera greinarmun á einstaklingum að þessu leyti. Til þess að það væri hægt þyrfti að mega líta til svokallaðra jákvæðra upplýsinga. „Það væru t.d. upplýsingar um skuldir eða hvenær þú greiðir reikningana þína, svokölluð greiðsluhegðun. Vandamálið er að það eru engar almennar heimildir í íslenskum lögum fyrir því að safna slíkum gögnum." Þannig sé lítið sem ekkert útskýrt í lögum um neytendalán til hvaða upplýsinga skuli líta við lánshæfismat. Persónuverndarlög aftri því hins vegar að horft sé til upplýsinga sem ekki eru skýrlega heimilaðar í lögum. Gunnar segir því að lagaramminn þyrfti að vera umtalsvert skýrari, eigi kerfið raunverulega að vera sanngjarnt. „Allir gera lent í óhappi. Ef þú ert í grunninn góður skuldari sem misstir vinnuna eða veiktist eða eitthvað slíkt, en ert núna kominn með allt þitt á hreint þá gætirðu sýnt fram á það með því að miðla auka upplýsingum. Þeim búum við hins vegar ekki yfir í dag,“ segir Gunnar. Neytendur Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Þeir sem hafa einu sinni lent á vanskilaskrá geta átt erfitt með að fá lán og sanngjörn vaxtakjör, jafnvel þó staða þeirra hafi breyst til hins betra. Ástæðan er sú að þeim sem framkvæma sérstakt lánshæfismat er óheimilt að líta til jákvæðra upplýsinga um skuldara. Fyrirtækið Creditinfo safnar upplýsingum um Íslendinga 18 ára og eldri og gefur þeim sérstaka lánshæfiseinkunn. Einkunnir eru gefnar á kvarða frá A1 og niður í E3, en við matið lítur Creditinfo m.a. til aldurs, búsetu, hjúskaparstöðu og upplýsinga úr skattskrá. Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo, segir hins vegar að mest vægi hafi svokölluð vanskilaskrá sem fyrirtækið heldur úti. „Út frá henni þróum við lánshæfismat sem metur líkurnar á því hvort þú farir inn á þessa vanskilaskrá, hversu líklegur þú ert til að fara í vanskil. Þar eru langsterkustu upplýsingarnar hvort þú hafir einhvern tímann verið í vanskilum áður.“ Þannig eru gögn úr vanskilaskrá svokallaðar neikvæðar upplýsingar, enda fá þeir sem þar hafa verið að jafnaði mun lægri einkunn en aðrir. Færst hefur í aukana undanfarin ár að lántökum hér á landi bjóðist misgóð vaxtakjör eftir því hve öruggir borgunarmenn þeir þykja, en slíkt hefur tíðkast um árabil víða erlendis. Við mat á þessu líta lánveitendur í miklum mæli til lánshæfiseinkunnar lántakans hjá Creditinfo og getur því skipt sköpum að hvort einkunnin sé t.d. A, C eða E. Erfitt að komast upp um flokk aftur Aftur á móti hefur borið á því að afar erfitt sé að komast upp um flokk þegar fólk er á annað borð komið langt niður, þá sérstaklega hafi það lent á vanskilaskrá. Aðspurður segir Gunnar aftur á móti erfitt að gera greinarmun á einstaklingum að þessu leyti. Til þess að það væri hægt þyrfti að mega líta til svokallaðra jákvæðra upplýsinga. „Það væru t.d. upplýsingar um skuldir eða hvenær þú greiðir reikningana þína, svokölluð greiðsluhegðun. Vandamálið er að það eru engar almennar heimildir í íslenskum lögum fyrir því að safna slíkum gögnum." Þannig sé lítið sem ekkert útskýrt í lögum um neytendalán til hvaða upplýsinga skuli líta við lánshæfismat. Persónuverndarlög aftri því hins vegar að horft sé til upplýsinga sem ekki eru skýrlega heimilaðar í lögum. Gunnar segir því að lagaramminn þyrfti að vera umtalsvert skýrari, eigi kerfið raunverulega að vera sanngjarnt. „Allir gera lent í óhappi. Ef þú ert í grunninn góður skuldari sem misstir vinnuna eða veiktist eða eitthvað slíkt, en ert núna kominn með allt þitt á hreint þá gætirðu sýnt fram á það með því að miðla auka upplýsingum. Þeim búum við hins vegar ekki yfir í dag,“ segir Gunnar.
Neytendur Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira