Segir Ísland troðið af fíkniefnum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. janúar 2018 18:30 Burðardýr sem farið hefur í á sjötta tug ferða til útlanda til þess að smygla fíkniefnum til Íslands segir landið troðið af fíkniefnum. Innflutningur á hassi og marijúana heyrir nær sögunni og er nánast að öllu leyti framleitt hér á landi. „Fólkið sem er að fara út fyrir mig er bara fólk sem er í háskóla, mæður sem eiga börn og jú einn og einn dópisti sem er að fara út líka og þetta gengur bara miklu betur svona og ég er að taka minni áhættu fyrir sjálfan mig og ísland í dag er bara troðið af fíkniefnum,“ segir fyrrverandi burðardýr. Þetta er meðal þess sem kemur fram í þættinum Burðardýr sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, klukkan 21:10, en í þættinum er rætt við ungan mann sem segist hafa smyglað fíkniefnum til landsins í allt að sextíu skipti. Í dag segist hann halda utan um stjórnartaumanna og sendir fólk á sínum vegum til annarra landa í sömu erindagjörðum.Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/SigurjónÍ skýrslu Greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem kom út í október á síðasta ári segir að gríðarleg aukning sé í framboði og eftirspurn eftir sterkum fíkniefnum. Aukið framboð fíkniefna er staðreynd og líklega aldrei auðveldara að nálgast þau en sala í gegnum samfélagsmiðlar hefur aldrei verið meiri. „Við erum að sjá svona meiri aukningu á neyslu á sterkari efnum, svo sem eins og kókaíni og amfetamíni. Við erum bæði að taka stærri mál í sambandi við innflutning og svo í neysluskömmtum á götunni,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að innflutningur sterkari fíkniefna hafi aukist hins vegar er innflutningur kannabisefna þannig að hann heyri nær sögunni til. „Við erum ekki að sjá þennan innflutning eins og til að mynda hassi. Það hefur ekki verið í mörg mörg ár hér hjá okkur eða síðan 2009 eða fyrir það,“ segir Margeir.Er þá framleiðslan öll hér á landi? „Öll framleiðsla er bara hér á landi. Þessar ræktanir sem við erum að taka, þetta er bara hluti af því,“ segir Margeir. Þess ber þó að geta að um tuttugu kíló af kannabisefnum sem haldlögð voru í Polar Nanoq á síðasta ári voru ekki ætluð til sölu hér á landi en síðast í gærkvöld stöðvaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannabisræktun í Árbæ en þar var framleiðslan vel á veg komin. „Þetta var eitthvað um tvö hundruð plöntur og sextíu af þeim voru tilbúnar til afgreiðslu,“ segir Margeir. Lögreglumál Tengdar fréttir Regluverkið kemur stundum í veg fyrir að hægt sé að aðstoða unga fíkla Efla þarf samstarf stofnanna sem vinna að málum fíkniefnaneytenda 28. janúar 2018 18:45 Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Burðardýr sem farið hefur í á sjötta tug ferða til útlanda til þess að smygla fíkniefnum til Íslands segir landið troðið af fíkniefnum. Innflutningur á hassi og marijúana heyrir nær sögunni og er nánast að öllu leyti framleitt hér á landi. „Fólkið sem er að fara út fyrir mig er bara fólk sem er í háskóla, mæður sem eiga börn og jú einn og einn dópisti sem er að fara út líka og þetta gengur bara miklu betur svona og ég er að taka minni áhættu fyrir sjálfan mig og ísland í dag er bara troðið af fíkniefnum,“ segir fyrrverandi burðardýr. Þetta er meðal þess sem kemur fram í þættinum Burðardýr sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, klukkan 21:10, en í þættinum er rætt við ungan mann sem segist hafa smyglað fíkniefnum til landsins í allt að sextíu skipti. Í dag segist hann halda utan um stjórnartaumanna og sendir fólk á sínum vegum til annarra landa í sömu erindagjörðum.Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/SigurjónÍ skýrslu Greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem kom út í október á síðasta ári segir að gríðarleg aukning sé í framboði og eftirspurn eftir sterkum fíkniefnum. Aukið framboð fíkniefna er staðreynd og líklega aldrei auðveldara að nálgast þau en sala í gegnum samfélagsmiðlar hefur aldrei verið meiri. „Við erum að sjá svona meiri aukningu á neyslu á sterkari efnum, svo sem eins og kókaíni og amfetamíni. Við erum bæði að taka stærri mál í sambandi við innflutning og svo í neysluskömmtum á götunni,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að innflutningur sterkari fíkniefna hafi aukist hins vegar er innflutningur kannabisefna þannig að hann heyri nær sögunni til. „Við erum ekki að sjá þennan innflutning eins og til að mynda hassi. Það hefur ekki verið í mörg mörg ár hér hjá okkur eða síðan 2009 eða fyrir það,“ segir Margeir.Er þá framleiðslan öll hér á landi? „Öll framleiðsla er bara hér á landi. Þessar ræktanir sem við erum að taka, þetta er bara hluti af því,“ segir Margeir. Þess ber þó að geta að um tuttugu kíló af kannabisefnum sem haldlögð voru í Polar Nanoq á síðasta ári voru ekki ætluð til sölu hér á landi en síðast í gærkvöld stöðvaði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kannabisræktun í Árbæ en þar var framleiðslan vel á veg komin. „Þetta var eitthvað um tvö hundruð plöntur og sextíu af þeim voru tilbúnar til afgreiðslu,“ segir Margeir.
Lögreglumál Tengdar fréttir Regluverkið kemur stundum í veg fyrir að hægt sé að aðstoða unga fíkla Efla þarf samstarf stofnanna sem vinna að málum fíkniefnaneytenda 28. janúar 2018 18:45 Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Regluverkið kemur stundum í veg fyrir að hægt sé að aðstoða unga fíkla Efla þarf samstarf stofnanna sem vinna að málum fíkniefnaneytenda 28. janúar 2018 18:45
Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51