Domino's Körfuboltakvöld: Klókt bragð hjá Borche │Dómararnir eiga ekki að skipta sér af stúkunni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. janúar 2018 22:30 Ljónagryfjan í Njarðvík er lítið og þröngt íþróttahús sem stenst ekki stuðla FIBA. Borche Ilievski, þjálfari ÍR, nýtti sér það mjög vel í leik Njarðvíkur og ÍR þegar hann fiskaði innkast fyrir lið sitt. Á sjónvarpsupptökum af leiknum sést hvar Borche pressar Snjólf Marel Stefánsson í innkast, sem ýtir honum frá sér, og fær svo boltann dæmdan af Njarðvík því Snjólfur er dæmdur hafa stigið inn á völlinn í innkastinu. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi höfðu mjög gaman af þessu uppátæki Borche og tók Kristinn Geir Friðriksson hattinn ofan fyrir honum. „Þetta er bara mjög vel gert. Þetta er bara klókt,“ sagði Kristinn. Kjartan Atli Kjartansson reyndi að malda í móinn og segja að þetta væri nú ólöglegt hjá þjálfaranum, en dómararnir dæmdu ekkert. „Sem gamall þjálfari finnst mér þetta bara brilljant. Labbar í hann og leikur svo fórnarlambið. Dómararnir bara pappakassar að hafa ekki dæmt á þetta,“ sagði Kristinn. Stærð Ljónagryfjunnar hafði áhrif á annað atvik í leiknum, þegar Ísak Ernir Kristjánsson lætur stuðningsmann ÍR yfirgefa fremsta bekk og fara annað hvort efst í stúkuna eða út úr húsi fyrir það að kalla hann rasista. Mikið hefur verið fjallað um það mál í vikunni og þeir tóku þetta líka fyrir í Domino's Körfuboltakvöldi í gær.Sjá einnig: Stuðningsmaður ÍR kallaði dómarann rasista og var hent út úr húsi | Myndband „Á Ísak húsið eða?“ spyr Fannar Ólafsson. „Dómarinn hefur stjórn á allri framkvæmd innan ákveðis svæðis. Ef ég skil það rétt er það útlínur vallarins og aðeins fyrir utan það. Ég sé hvergi að hann ráði yfir stúkunni.“ Hann vildi þó taka það fram að hann væri að sjálfsögðu ekki að samþykkja hegðun stuðningsmannsins, hún sé ekki boðleg. Hins vegar ætti að einbeita sér að leiknum, ekki áhorfendunum. Umræðurnar um bæði atvik má sjá í spilurunum í fréttinni. Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Læt það ekki óátalið að vera kallaður rasisti“ Í leik Njarðvíkur og ÍR í gærkvöldi í Domino's deild karla var stuðningsmaður ÍR rekinn af fremsta bekk af Ísak Erni Kristinssyni, einum dómara leiksins, fyrir það að kalla hann rasista. 25. janúar 2018 20:00 Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Ljónagryfjan í Njarðvík er lítið og þröngt íþróttahús sem stenst ekki stuðla FIBA. Borche Ilievski, þjálfari ÍR, nýtti sér það mjög vel í leik Njarðvíkur og ÍR þegar hann fiskaði innkast fyrir lið sitt. Á sjónvarpsupptökum af leiknum sést hvar Borche pressar Snjólf Marel Stefánsson í innkast, sem ýtir honum frá sér, og fær svo boltann dæmdan af Njarðvík því Snjólfur er dæmdur hafa stigið inn á völlinn í innkastinu. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi höfðu mjög gaman af þessu uppátæki Borche og tók Kristinn Geir Friðriksson hattinn ofan fyrir honum. „Þetta er bara mjög vel gert. Þetta er bara klókt,“ sagði Kristinn. Kjartan Atli Kjartansson reyndi að malda í móinn og segja að þetta væri nú ólöglegt hjá þjálfaranum, en dómararnir dæmdu ekkert. „Sem gamall þjálfari finnst mér þetta bara brilljant. Labbar í hann og leikur svo fórnarlambið. Dómararnir bara pappakassar að hafa ekki dæmt á þetta,“ sagði Kristinn. Stærð Ljónagryfjunnar hafði áhrif á annað atvik í leiknum, þegar Ísak Ernir Kristjánsson lætur stuðningsmann ÍR yfirgefa fremsta bekk og fara annað hvort efst í stúkuna eða út úr húsi fyrir það að kalla hann rasista. Mikið hefur verið fjallað um það mál í vikunni og þeir tóku þetta líka fyrir í Domino's Körfuboltakvöldi í gær.Sjá einnig: Stuðningsmaður ÍR kallaði dómarann rasista og var hent út úr húsi | Myndband „Á Ísak húsið eða?“ spyr Fannar Ólafsson. „Dómarinn hefur stjórn á allri framkvæmd innan ákveðis svæðis. Ef ég skil það rétt er það útlínur vallarins og aðeins fyrir utan það. Ég sé hvergi að hann ráði yfir stúkunni.“ Hann vildi þó taka það fram að hann væri að sjálfsögðu ekki að samþykkja hegðun stuðningsmannsins, hún sé ekki boðleg. Hins vegar ætti að einbeita sér að leiknum, ekki áhorfendunum. Umræðurnar um bæði atvik má sjá í spilurunum í fréttinni.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Læt það ekki óátalið að vera kallaður rasisti“ Í leik Njarðvíkur og ÍR í gærkvöldi í Domino's deild karla var stuðningsmaður ÍR rekinn af fremsta bekk af Ísak Erni Kristinssyni, einum dómara leiksins, fyrir það að kalla hann rasista. 25. janúar 2018 20:00 Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
„Læt það ekki óátalið að vera kallaður rasisti“ Í leik Njarðvíkur og ÍR í gærkvöldi í Domino's deild karla var stuðningsmaður ÍR rekinn af fremsta bekk af Ísak Erni Kristinssyni, einum dómara leiksins, fyrir það að kalla hann rasista. 25. janúar 2018 20:00