Áfram sama sykurmagn í klassísku kóki Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. janúar 2018 07:00 Svona líta sykurmolarnir 54 í kóklítranum út. vísir/anton brink Coca-Cola á Íslandi mun ekki breyta uppskriftinni að upprunalega kókinu í viðleitni sinni til að draga úr sykri í vörulínum sínum hér á landi um tíu prósent fyrir árið 2020. Coca-Cola European Partners Ísland greindi frá þessari skuldbindingu sinni á janúarráðstefnu Festu í Hörpu á fimmtudag. Í kjölfarið mátti greina áhyggjuraddir meðal aðdáenda klassíska kóksins sem óttuðust að hróflað yrði við sykurmagninu á kostnað bragðs. Stefán Magnússon, markaðsstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir að þeir geti andað léttar. „Við erum að tala um grömm á hvern seldan lítra af óáfengum vörutegundum. Við reiknuðum út hvað við seljum mikið, mjög nákvæmlega hvað er mikill sykur í hverri vöru og fengum út hversu mörg grömm af sykri við seldum per lítra,“ útskýrir Stefán. Yfirlýsingar um tíu prósenta sykurminnkun eiga þó ekki við um mest selda sykraða gosdrykk landsins um langt árabil, Coca-Cola Classic. „En það verður vöruþróun í Fanta, Sprite og Schweppes og nýjar vörur sem við setjum á markað verða sykurminni. Í einhverjum tilvikum verða þær með sykri en við erum markvisst að draga úr magni í grömmum per seldan lítra og leggja áherslu á minni skammtastærðir,“ segir Stefán. Það er ekkert leyndarmál að undirstaðan í klassíska kókinu, sem og helstu keppinautum þess á borð við Pepsi, er að megninu til sykur. Í hverjum einasta lítra af gosdrykknum vinsæla eru 108 grömm af viðbættum hvítum sykri, eða sem nemur 54 sykurmolum, ef hver og einn er tvö grömm. Eftir sem áður verður mest seldi gosdrykkur Íslands óbreyttur, meðan unnið verður að skaðaminnkun á öðrum sviðum. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Sjá meira
Coca-Cola á Íslandi mun ekki breyta uppskriftinni að upprunalega kókinu í viðleitni sinni til að draga úr sykri í vörulínum sínum hér á landi um tíu prósent fyrir árið 2020. Coca-Cola European Partners Ísland greindi frá þessari skuldbindingu sinni á janúarráðstefnu Festu í Hörpu á fimmtudag. Í kjölfarið mátti greina áhyggjuraddir meðal aðdáenda klassíska kóksins sem óttuðust að hróflað yrði við sykurmagninu á kostnað bragðs. Stefán Magnússon, markaðsstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir að þeir geti andað léttar. „Við erum að tala um grömm á hvern seldan lítra af óáfengum vörutegundum. Við reiknuðum út hvað við seljum mikið, mjög nákvæmlega hvað er mikill sykur í hverri vöru og fengum út hversu mörg grömm af sykri við seldum per lítra,“ útskýrir Stefán. Yfirlýsingar um tíu prósenta sykurminnkun eiga þó ekki við um mest selda sykraða gosdrykk landsins um langt árabil, Coca-Cola Classic. „En það verður vöruþróun í Fanta, Sprite og Schweppes og nýjar vörur sem við setjum á markað verða sykurminni. Í einhverjum tilvikum verða þær með sykri en við erum markvisst að draga úr magni í grömmum per seldan lítra og leggja áherslu á minni skammtastærðir,“ segir Stefán. Það er ekkert leyndarmál að undirstaðan í klassíska kókinu, sem og helstu keppinautum þess á borð við Pepsi, er að megninu til sykur. Í hverjum einasta lítra af gosdrykknum vinsæla eru 108 grömm af viðbættum hvítum sykri, eða sem nemur 54 sykurmolum, ef hver og einn er tvö grömm. Eftir sem áður verður mest seldi gosdrykkur Íslands óbreyttur, meðan unnið verður að skaðaminnkun á öðrum sviðum.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Sjá meira