Aukið flug kallar á uppbyggingu Akureyrarflugvallar Sveinn Arnarsson skrifar 27. janúar 2018 07:00 Að mati Sigurðar Inga þarf að leggja fé í flugvelli á landinu. Nefnd á vegum ráðuneytisins kortleggur nú innanlandsflugið. Vísir/Vilhelm Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar skorar á stjórnvöld að bregðast við þeim aðstæðum sem komnar eru upp hvað varðar innanlandsflug og stöðu flugvalla á Íslandi. Stórefla þarf alla innviði flugsamgangna. Uppsöfnuð viðhaldsþörf annarra flugvalla og lendingarstaða en Keflavíkurflugvallar nemur tveimur 2 til þremur milljörðum króna Í byrjun janúar hóf bresk ferðaskrifstofa að fljúga til Akureyrar og eru 14 flugvélar áætlaðar til Akureyrar fram í miðjan marsmánuð. Mikið hefur verið rætt um mikilvægi þess að dreifa ferðamönnum um landið sem og að lengja tímabil ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni. Tvisvar hefur það gerst að vélarnar hafa þurft að hverfa frá Akureyrarflugvelli og lenda í Keflavík.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra.vísir/valli„Öruggar samgöngur, hvort heldur sem er á landi eða í lofti, skipta miklu máli þegar kemur að því að dreifa ferðamönnum betur um landið okkar. Á það sérstaklega við yfir vetrarmánuðina þegar ferðaþjónusta á landsbyggðinni á undir högg að sækja,“ segir í ályktun stjórnar SAF. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir Isavia hafa haft þá stefnu að stækka Keflavíkurflugvöll á meðan stefnuna hafi skort í uppbyggingu annarra flugvalla. „Já, ég vil halda því fram að það hafi skort stefnu,“ segir Sigurður Ingi. SAF segir í ályktun sinni að mikilvægt sé að ráðast í að stækka flughlað og flugstöðina á Akureyri til að hægt sé að sinna millilandaflugi og þjónusta flugfarþega með viðunandi hætti. Sigurður Ingi tekur í sama streng. „Sóknarfærin sem felast í því að opna fleiri hlið inn í landið eins og nú er að gerast kalla á uppbyggingu á Akureyri alveg eins og eftirspurnin í Keflavík kallaði á uppbyggingu þar. Þetta er það sem við erum að kortleggja,“ bætir Sigurður Ingi við. Að mati samgönguráðherra er uppsöfnuð viðhaldsþörf mikil. „Samgöngur í heild sinni, og þá sérstaklega vegina og flugið, hefur skort fjármagn í mörg ár. Við höfum aukið þetta síðastliðin tvö ár en uppsöfnuð þörf er orðin nokkuð mikil.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar skorar á stjórnvöld að bregðast við þeim aðstæðum sem komnar eru upp hvað varðar innanlandsflug og stöðu flugvalla á Íslandi. Stórefla þarf alla innviði flugsamgangna. Uppsöfnuð viðhaldsþörf annarra flugvalla og lendingarstaða en Keflavíkurflugvallar nemur tveimur 2 til þremur milljörðum króna Í byrjun janúar hóf bresk ferðaskrifstofa að fljúga til Akureyrar og eru 14 flugvélar áætlaðar til Akureyrar fram í miðjan marsmánuð. Mikið hefur verið rætt um mikilvægi þess að dreifa ferðamönnum um landið sem og að lengja tímabil ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni. Tvisvar hefur það gerst að vélarnar hafa þurft að hverfa frá Akureyrarflugvelli og lenda í Keflavík.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra.vísir/valli„Öruggar samgöngur, hvort heldur sem er á landi eða í lofti, skipta miklu máli þegar kemur að því að dreifa ferðamönnum betur um landið okkar. Á það sérstaklega við yfir vetrarmánuðina þegar ferðaþjónusta á landsbyggðinni á undir högg að sækja,“ segir í ályktun stjórnar SAF. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir Isavia hafa haft þá stefnu að stækka Keflavíkurflugvöll á meðan stefnuna hafi skort í uppbyggingu annarra flugvalla. „Já, ég vil halda því fram að það hafi skort stefnu,“ segir Sigurður Ingi. SAF segir í ályktun sinni að mikilvægt sé að ráðast í að stækka flughlað og flugstöðina á Akureyri til að hægt sé að sinna millilandaflugi og þjónusta flugfarþega með viðunandi hætti. Sigurður Ingi tekur í sama streng. „Sóknarfærin sem felast í því að opna fleiri hlið inn í landið eins og nú er að gerast kalla á uppbyggingu á Akureyri alveg eins og eftirspurnin í Keflavík kallaði á uppbyggingu þar. Þetta er það sem við erum að kortleggja,“ bætir Sigurður Ingi við. Að mati samgönguráðherra er uppsöfnuð viðhaldsþörf mikil. „Samgöngur í heild sinni, og þá sérstaklega vegina og flugið, hefur skort fjármagn í mörg ár. Við höfum aukið þetta síðastliðin tvö ár en uppsöfnuð þörf er orðin nokkuð mikil.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira