Fótbolti

Argentínumenn í Manchester og Madrid á meðan íslenska liðið er í Bandaríkjunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi sleppur við langt ferðlag í mars.
Lionel Messi sleppur við langt ferðlag í mars. Vísir/EPA
Fyrsta formlega landsleikjahlé ársins 2018 er í lok marsmánaðar og þá munu þjóðir heimsins hefja formlega lokaundirbúning sinn fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi.

Íslenska fótboltlandsliðið er nú í fyrsta sinn að undirbúa sig fyrir þátttöku í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins en fyrstu mótherjar liðsins þekkja ekkert annað.

Ísland mætir Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í Rússlandi í sumar en sá leikur mun fara fram 16. júní í Moskvu.

Argentínska landsliðið mun spila undirbúningsleiki sína í mars í Evrópu á meðan íslenska landsliðið ferðast til Norður-Ameríku og svo þvert yfir Bandaríkin.







Íslenska landsliðið mun spila tvo vináttulandsleiki í Bandaríkjunum í mars, fyrst á móti Mexíkó í      San Francisco á vesturströnd Bandaríkjanna 23. mars og svo á móti Perú í New Jersey á austurströnd Bandaríkjanna 27. mars.

Argentínumenn spila á sama tíma á móti Ítalíu á Etihad-leikvanginum í Manchester 23. mars og svo 27. mars á móti Spáni á Wanda Metropolitano leikvanginum í Madrid 27. mars. Wanda Metropolitano er nýr heimavöllur Atletico Madrid liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×