Beinfundur bendir til þess að menn hafi yfirgefið Afríku fyrr en talið var Kjartan Kjartansson skrifar 25. janúar 2018 20:38 Átta tennur voru enn fastar í kjálkabeinið sem fannst í helli í Ísrael. Vísir/AFP Menn yfirgáfu Afríku um 60.000 árum fyrr en vísindamenn hafa talið fram að þessu. Þetta er niðurstaða fornleifafræðinga sem fundu kjálkabein úr manni í helli i Ísrael sem er að minnsta kosti 175.000 ára gamalt. Beinið er það langelsta sem hefur fundist utan Afríku. Nútímamaðurinn, homo sapiens, þróaðist upphaflega í Afríku áður en hann lagði síðar undir sig önnur meginlönd jarðar. Fundur kjálkabeinsins nú bendir til þess að framvarðarsveit mannkynsins hafi verið mun fyrr á ferðinni í öðrum álfum en talið hefur verið. Elstu mannabein sem hafa fundist utan Afríku hafa verið á bilinu 90.000 til 120.000 ára gömul. Fjallað er um fundinn í grein í vísindaritinu Science sem birtist í dag. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að hann sé vísbending um að menn hafi farið í nokkra skammlífa könnunarleiðangra til Evrasíu þúsöldum áður en þeir námu þar land varanlega. Kjálkabeinið hafi að líkindum tilheyrt einum þessara könnuða. Líkt við ferðir norrænna manna til vesturheimsBeinið fannst við uppgröft í Misliya-hellinum í vesturhlíð Carmel-fjalls í Ísrael sem var fullur af urð og grjóti. Í fyrndinni var hellirinn hins vegar stór og djúpur. Mina Weinstein-Evron, fornleifafræðingur við Háskólann í Haifa og einn höfunda greinarinnar, segir að hellirinn hafi verið tilvalið skjól fyrir fornmenn. Hún segir að ekki sé hægt að greina hvort að beinið hafi tilheyrt karli eða konu. Verkfæri fundust nærri beininu. Þetta er eina mannabeinið sem hefur fundist í hellinum en verkfæri, dýrabein og vísbendingar um eldstæði hafa fundist þar áður.Beinið fannst í Misliya-hellinum í Carmel-fjalli í Ísrael.Vísir/AFPRick Potts, forstöðumaður verkefnis Smithsonian-náttúruminjasafnsins um uppruna mannsins, líkir uppgötvuninni nú við minjar um misheppnaðar tilraunir norrænna manna til að nema land í vesturheimi. „Þetta er í eðli sínu heillandi og áhugavert. Ekki aðeins í gegnum söguna heldur djúpt inn í forsöguna hafa verið brautryðjendur sem tókst ekki að lifa af,“ segir Potts. Vísindi Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Menn yfirgáfu Afríku um 60.000 árum fyrr en vísindamenn hafa talið fram að þessu. Þetta er niðurstaða fornleifafræðinga sem fundu kjálkabein úr manni í helli i Ísrael sem er að minnsta kosti 175.000 ára gamalt. Beinið er það langelsta sem hefur fundist utan Afríku. Nútímamaðurinn, homo sapiens, þróaðist upphaflega í Afríku áður en hann lagði síðar undir sig önnur meginlönd jarðar. Fundur kjálkabeinsins nú bendir til þess að framvarðarsveit mannkynsins hafi verið mun fyrr á ferðinni í öðrum álfum en talið hefur verið. Elstu mannabein sem hafa fundist utan Afríku hafa verið á bilinu 90.000 til 120.000 ára gömul. Fjallað er um fundinn í grein í vísindaritinu Science sem birtist í dag. Í umfjöllun Washington Post kemur fram að hann sé vísbending um að menn hafi farið í nokkra skammlífa könnunarleiðangra til Evrasíu þúsöldum áður en þeir námu þar land varanlega. Kjálkabeinið hafi að líkindum tilheyrt einum þessara könnuða. Líkt við ferðir norrænna manna til vesturheimsBeinið fannst við uppgröft í Misliya-hellinum í vesturhlíð Carmel-fjalls í Ísrael sem var fullur af urð og grjóti. Í fyrndinni var hellirinn hins vegar stór og djúpur. Mina Weinstein-Evron, fornleifafræðingur við Háskólann í Haifa og einn höfunda greinarinnar, segir að hellirinn hafi verið tilvalið skjól fyrir fornmenn. Hún segir að ekki sé hægt að greina hvort að beinið hafi tilheyrt karli eða konu. Verkfæri fundust nærri beininu. Þetta er eina mannabeinið sem hefur fundist í hellinum en verkfæri, dýrabein og vísbendingar um eldstæði hafa fundist þar áður.Beinið fannst í Misliya-hellinum í Carmel-fjalli í Ísrael.Vísir/AFPRick Potts, forstöðumaður verkefnis Smithsonian-náttúruminjasafnsins um uppruna mannsins, líkir uppgötvuninni nú við minjar um misheppnaðar tilraunir norrænna manna til að nema land í vesturheimi. „Þetta er í eðli sínu heillandi og áhugavert. Ekki aðeins í gegnum söguna heldur djúpt inn í forsöguna hafa verið brautryðjendur sem tókst ekki að lifa af,“ segir Potts.
Vísindi Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira