Heilbrigðisráðherra segir það hættulega hugmynd að hætta uppbyggingu Landspítala við Hringbraut Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2018 19:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Ernir Heilbrigðisráðherra segir ekki koma til greina að hætta við uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut og hún trúi því ekki að fólk vilji fresta uppbyggingu kjarna heilbrigðiskerfisins um tíu til fimmtán ár. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins vilja reisa nýjan spítala við Keldnaholt eða á Vífilstöðum. Í sérstökum umræðum á Alþingi í dag að ósk Önnu Kolbrúnar Árnadóttur þingmanns Miðflokksins fann hún ýmislegt athugavert við uppbyggingu nýs Landsspítala við Hringbraut. Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins segir staðsetninguna ekki miðlæga og aðgengi bæði sjúklinga og starfsmanna yrði ekki gott. Þá væri fyrirhugað að þrengja enn að umferð í nágrenni spítalans. „Það er alvegt ljóst að skipulag og aðgengi hefur breyst. Þungamiðja fjölda íbúa er ekki lengur í radíus í kringum Hringbraut. Hún er mun austar og snertir hagsmuni nágrannasveitarfélaga einnig sem og landsins alls,“ segir Anna Kolbrún. Heilbrigðisráðherra segir brýnt að ljúka uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut og minnti á að á síðustu sextán árum hefðu níu heilbrigðisráðherrar frá fimm flokkum stutt uppbygginguna þar. Þá hefðu kannanir og rannsóknir bæði innan spítalans og utan leitt í ljós að þetta væri besti kosturinn. Í umræðunum á Alþingi í dag studdu þingmenn allra flokka nema Miðflokksins, Flokks fólksins og Pírata að haldið verði áfram að byggja upp við Hringbraut. En Píratar vilja að staðarvalið verði skoðað á ný og síðan borið undir þjóðina. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði uppbyggingu við Hringbraut tryggja hraðast umbætur í heibrigðiskerfinu en hægt verði að nýta áfram um 55 þúsund fermetra af núverandi húsnæði. „Kostnaður við nýbyggingar er um sex til áttahundruð þúsund á fermetra. Þannig að uppbyggingin á Hringbraut er bví lang hagkvæmasti kosturinn. Aðrar mögulegar staðsetningar kalla því á mun fleiri nýbyggingar og þar með aukinn framkvæmdakostnað,“ sagði Svandís. Anna Kolbrún segir að mun hagkvæmara yrði að byggja á Keldnaholti eða við Vífilstaði en Fossvogur og Vífilstaðir voru skoðaðir sem kostir á árum áður og þóttu lakari kostir en Hringbrautin. Heilbrigðisráðherra sagði það hættulega hugmynd að stoppa á þessum tímapunkti. Íslenskt heilbrigðiskerfi gæti ekki beðið. „Er fólki alvara með svona málflutning? Halda því fram að það snúist um að taka nýja ákvörðun sem að sannarlega að mati Framkvæmdasýslu ríkisins og Skipulagsstofnunar muni fresta uppbyggingu kjarnahúsnæðis íslenska heilbrigðiskerfisins um tíu til fimmtán ár,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir ekki koma til greina að hætta við uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut og hún trúi því ekki að fólk vilji fresta uppbyggingu kjarna heilbrigðiskerfisins um tíu til fimmtán ár. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins vilja reisa nýjan spítala við Keldnaholt eða á Vífilstöðum. Í sérstökum umræðum á Alþingi í dag að ósk Önnu Kolbrúnar Árnadóttur þingmanns Miðflokksins fann hún ýmislegt athugavert við uppbyggingu nýs Landsspítala við Hringbraut. Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins segir staðsetninguna ekki miðlæga og aðgengi bæði sjúklinga og starfsmanna yrði ekki gott. Þá væri fyrirhugað að þrengja enn að umferð í nágrenni spítalans. „Það er alvegt ljóst að skipulag og aðgengi hefur breyst. Þungamiðja fjölda íbúa er ekki lengur í radíus í kringum Hringbraut. Hún er mun austar og snertir hagsmuni nágrannasveitarfélaga einnig sem og landsins alls,“ segir Anna Kolbrún. Heilbrigðisráðherra segir brýnt að ljúka uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut og minnti á að á síðustu sextán árum hefðu níu heilbrigðisráðherrar frá fimm flokkum stutt uppbygginguna þar. Þá hefðu kannanir og rannsóknir bæði innan spítalans og utan leitt í ljós að þetta væri besti kosturinn. Í umræðunum á Alþingi í dag studdu þingmenn allra flokka nema Miðflokksins, Flokks fólksins og Pírata að haldið verði áfram að byggja upp við Hringbraut. En Píratar vilja að staðarvalið verði skoðað á ný og síðan borið undir þjóðina. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði uppbyggingu við Hringbraut tryggja hraðast umbætur í heibrigðiskerfinu en hægt verði að nýta áfram um 55 þúsund fermetra af núverandi húsnæði. „Kostnaður við nýbyggingar er um sex til áttahundruð þúsund á fermetra. Þannig að uppbyggingin á Hringbraut er bví lang hagkvæmasti kosturinn. Aðrar mögulegar staðsetningar kalla því á mun fleiri nýbyggingar og þar með aukinn framkvæmdakostnað,“ sagði Svandís. Anna Kolbrún segir að mun hagkvæmara yrði að byggja á Keldnaholti eða við Vífilstaði en Fossvogur og Vífilstaðir voru skoðaðir sem kostir á árum áður og þóttu lakari kostir en Hringbrautin. Heilbrigðisráðherra sagði það hættulega hugmynd að stoppa á þessum tímapunkti. Íslenskt heilbrigðiskerfi gæti ekki beðið. „Er fólki alvara með svona málflutning? Halda því fram að það snúist um að taka nýja ákvörðun sem að sannarlega að mati Framkvæmdasýslu ríkisins og Skipulagsstofnunar muni fresta uppbyggingu kjarnahúsnæðis íslenska heilbrigðiskerfisins um tíu til fimmtán ár,“ sagði Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira