Vilji til lausna í leikskólamálum Áslaug María Friðriksdóttir skrifar 25. janúar 2018 10:12 Við vitum öll að leikskólamál í Reykjavíkurborg eru í lamasessi. Þó að við séum ekki öll í þeirri stöðu að fá ekki leikskólapláss fyrir börnin okkar þá þekkjum við flesta einhvern í þeirri vondu og óásættanlegu stöðu sem verður að bregðast við strax. Annað vandamál sem steðjar að leikskólum í borginni er vöntun á starfsfólki. Samkvæmt greiningum þurfa foreldrar að missa úr vinnu sinni til að sitja heima með börnum sínum allt að þrjá daga í mánuði vegna manneklu á leikskólunum. Hvað þýðir það? Það þýðir að þeir þurfa margir hverjir að taka þá daga út í launalaust leyfi eða taki þá daga af sumarleyfi sínu. Áhrifin eru því allt of oft neikvæð á stöðu þeirra á vinnustað og afkomu fjölskyldunnar. Til staðar er því stórt ákall um breytingar. Mannekla og mikil veikindi þeirra vegna álags er til dæmis mál sem hreinlega þarf að fá að komast á dagskrá. Því miður hefur meirihlutinn fellt tillögur mínar þess efnis. Nýsköpunarumhverfi er þar lykilorð. Orð sem oft er talið vera pólitísk tískuorð en lýsir einfaldlega engu að síður því sem vantar og þarf að innleiða. Nýsköpun er háð því að stjórnendur og starfsmenn hafi frelsi og getu til að prófa nýjar hugmyndir og leiðir til að nálgast verkefni sín. Fjárfesta þarf í breytingum sem hvetja fólk til að ná meiri árangri, gæðum og gleði. Umhverfið verður að gefa nægt rými til nýsköpunar, frumkvæði og lausnamiðaðri hugsun. Í leiðinni verður að auka það svigrúm sem stjórnendur hafa til að mæta álagi á starfsfólk vegna manneklu og veikinda. Vegna manneklu eru ófaglærðir starfsmenn leikskóla að mæta miklu álagi án nauðsynlegrar umbunar í starfi. Stjórnendur eiga að geta brugðist við slíkri stöðu með að hafa frelsi til að umbuna starfmönnum. Ef ákveðinn leikskóli hefði til að mynda fjárhagsramma til að vinna úr sjálfur og sjálfstætt gætu viðkomandi skólastjórnendur leyst sín vandamál í stað þess að alltaf sé beðið eftir að borgaryfirvöld ákveði og stýri miðlægt hvernig bregðast skuli við, aðferð sem er einfaldlega ekki að skila árangri. Leikskólastjórar hafa í dag í raun engu ráðið um samkeppnishæfni vinnustaðarins þegar farsælla er að fólkið sem þekkir störfin fái að þróa þau. Senn líður að kosningum og borgarbúar fá þá tækifæri til að senda skýr skilaboð um að forgangsröðun og miðstýring meirihlutans viðgangist ekki lengur. Það hefur verið mitt hjartans mál að innleiða margar breytingar til þjónustulausna í Reykjavík og mun ég leggja mig alla fram um að fylgja þeim og öðrum framfararbreytingum eftir í þágu okkar allra. Leikskólamálin og önnur grunnþjónusta borgarinnar á einfaldlega að virka – og það er vel hægt að láta þau virka miklu betur en núverandi meirihluti virðist því miður hafa vilja til.Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Við vitum öll að leikskólamál í Reykjavíkurborg eru í lamasessi. Þó að við séum ekki öll í þeirri stöðu að fá ekki leikskólapláss fyrir börnin okkar þá þekkjum við flesta einhvern í þeirri vondu og óásættanlegu stöðu sem verður að bregðast við strax. Annað vandamál sem steðjar að leikskólum í borginni er vöntun á starfsfólki. Samkvæmt greiningum þurfa foreldrar að missa úr vinnu sinni til að sitja heima með börnum sínum allt að þrjá daga í mánuði vegna manneklu á leikskólunum. Hvað þýðir það? Það þýðir að þeir þurfa margir hverjir að taka þá daga út í launalaust leyfi eða taki þá daga af sumarleyfi sínu. Áhrifin eru því allt of oft neikvæð á stöðu þeirra á vinnustað og afkomu fjölskyldunnar. Til staðar er því stórt ákall um breytingar. Mannekla og mikil veikindi þeirra vegna álags er til dæmis mál sem hreinlega þarf að fá að komast á dagskrá. Því miður hefur meirihlutinn fellt tillögur mínar þess efnis. Nýsköpunarumhverfi er þar lykilorð. Orð sem oft er talið vera pólitísk tískuorð en lýsir einfaldlega engu að síður því sem vantar og þarf að innleiða. Nýsköpun er háð því að stjórnendur og starfsmenn hafi frelsi og getu til að prófa nýjar hugmyndir og leiðir til að nálgast verkefni sín. Fjárfesta þarf í breytingum sem hvetja fólk til að ná meiri árangri, gæðum og gleði. Umhverfið verður að gefa nægt rými til nýsköpunar, frumkvæði og lausnamiðaðri hugsun. Í leiðinni verður að auka það svigrúm sem stjórnendur hafa til að mæta álagi á starfsfólk vegna manneklu og veikinda. Vegna manneklu eru ófaglærðir starfsmenn leikskóla að mæta miklu álagi án nauðsynlegrar umbunar í starfi. Stjórnendur eiga að geta brugðist við slíkri stöðu með að hafa frelsi til að umbuna starfmönnum. Ef ákveðinn leikskóli hefði til að mynda fjárhagsramma til að vinna úr sjálfur og sjálfstætt gætu viðkomandi skólastjórnendur leyst sín vandamál í stað þess að alltaf sé beðið eftir að borgaryfirvöld ákveði og stýri miðlægt hvernig bregðast skuli við, aðferð sem er einfaldlega ekki að skila árangri. Leikskólastjórar hafa í dag í raun engu ráðið um samkeppnishæfni vinnustaðarins þegar farsælla er að fólkið sem þekkir störfin fái að þróa þau. Senn líður að kosningum og borgarbúar fá þá tækifæri til að senda skýr skilaboð um að forgangsröðun og miðstýring meirihlutans viðgangist ekki lengur. Það hefur verið mitt hjartans mál að innleiða margar breytingar til þjónustulausna í Reykjavík og mun ég leggja mig alla fram um að fylgja þeim og öðrum framfararbreytingum eftir í þágu okkar allra. Leikskólamálin og önnur grunnþjónusta borgarinnar á einfaldlega að virka – og það er vel hægt að láta þau virka miklu betur en núverandi meirihluti virðist því miður hafa vilja til.Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun