Þór Þorlákshöfn hefur samið við Bandaríkjamanninn Chaz Williams um að leika með liðinu út tímabilið í Domino's deild karla. Hafnarfréttir greindu frá þessu í dag.
DJ Balentine er fyrir á mála hjá Þórsurum og mun hann samkvæmt heimildum Hafnarfrétta verða áfram hjá félaginu og það því hafa tvo bandaríska leikmenn til þess að tefla fram.
Williams er 26 ára bakvörður sem spilaði síðast í finnsku úrvalsdeildinni með Korihait en áður var hann hjá Geneva Lions í Sviss.
Þór mætir Stjörnunni í Garðabæ á morgun en liðið er í níunda sæti deildarinnar með tíu stig, fjórum sætum frá Keflavík og Stjörnunni.
Þór Þorlákshöfn sækir nýjan Bandaríkjamann
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn






Segist viss um að Isak fari ekki fet
Fótbolti


