Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2018 22:30 Íbúar á Vesturlandi kröfðust þess að ráðist verði strax í bráðabirgðaviðgerðir á Vesturlandsvegi um Kjalarnes og að vegurinn verði tvöfaldaður sem fyrst á íbúafundi á Akranesi í kvöld. Einn frummælenda á fundinum segir veginn hættulegan og að þolinmæði íbúanna sé á þrotum. Akraneskaupstaður stóð fyrir íbúafundi um samgöngumála á Vesturlandi í kvöld. Auk Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, sátu þingmenn og ráðherrar úr Norðvesturkjördæmi fundinn, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Bjarnheiður Hallsdóttir, íbúi á Akranesi, var ein þeirra sem hélt erindi á fundinum. Hún hefur barist fyrir úrbætum á veginum og stofnaði meðal annars Facebook-hópinn „Til öryggis á Kjalarnesi“ fyrr í þessum mánuði. Að hennar sögn fór stór hluti fundarins í að ræða um nauðsyn þess að lagfæra hann. Hún fullyrðir að vegurinn um Kjalarnes sé hættulegur. Ein akrein sé í hvora átt, hann sé óupplýstur og djúp hjólför séu komin í hann. Þegar við bætist veðuraðstæður, en einar sterkustu vindhviður á landinu mælast gjarnan á Kjalarnesi, upplifi fólk sem ekur um veginn sig hreinlega í lífshættu. „Þolinmæðin er á þrotum hér á Skaganum, í Hvalfjarðarsveit og á Kjalarnesi. Það verður eitthvað að gera í þessum málum strax,“ segir Bjarnheiður.Vilja tvöföldun sem fyrstUndirskriftarlisti með nöfnum 5.500 manns til stuðnings umbótum á veginum var lagður fram á fundinum. Einnig komu fram áskoranir frá sveitarfélögum og fyrirtækjum á Vesturlandi. Bjarnheiður gagnrýnir að Vesturlandsvegur um Kjalarnes sé eina stofnæðin frá höfuðborgarsvæðinu sem ekkert hafi verið gert fyrir. Ofan á ástand vegarins bætist að um fimmtíu afleggjarar séu af veginum sem skapi hættu fyrir ökumenn. Krafa íbúanna er að byrjað verði á bráðabirgðaaðgerðum til að laga hjólförin í veginum. „Svo er náttúrulega bara krafa um að vegurinn verði settur framar í forgangsröðina og verði tvöfaldaður sem allra fyrst,“ segir Bjarnheiður. Sigurður Ingi samgönguráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann hefði mikinn skilning á kröfu íbúa á Vesturlandi um úrbætur. Hugsanlega verði hægt að ráðast í framkvæmdir á veginum seint í haust. Lítilsháttar fé sé eyrnamerkt veginum á fjárlögum þessa árs. Stjórnvöld vinni nú að samgönguáætlun þar sem hægt verði að setja bætur á Vesturlandsvegi inn. Hvalfjarðarsveit Samgöngur Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Íbúar á Vesturlandi kröfðust þess að ráðist verði strax í bráðabirgðaviðgerðir á Vesturlandsvegi um Kjalarnes og að vegurinn verði tvöfaldaður sem fyrst á íbúafundi á Akranesi í kvöld. Einn frummælenda á fundinum segir veginn hættulegan og að þolinmæði íbúanna sé á þrotum. Akraneskaupstaður stóð fyrir íbúafundi um samgöngumála á Vesturlandi í kvöld. Auk Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgönguráðherra, sátu þingmenn og ráðherrar úr Norðvesturkjördæmi fundinn, þar á meðal Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Bjarnheiður Hallsdóttir, íbúi á Akranesi, var ein þeirra sem hélt erindi á fundinum. Hún hefur barist fyrir úrbætum á veginum og stofnaði meðal annars Facebook-hópinn „Til öryggis á Kjalarnesi“ fyrr í þessum mánuði. Að hennar sögn fór stór hluti fundarins í að ræða um nauðsyn þess að lagfæra hann. Hún fullyrðir að vegurinn um Kjalarnes sé hættulegur. Ein akrein sé í hvora átt, hann sé óupplýstur og djúp hjólför séu komin í hann. Þegar við bætist veðuraðstæður, en einar sterkustu vindhviður á landinu mælast gjarnan á Kjalarnesi, upplifi fólk sem ekur um veginn sig hreinlega í lífshættu. „Þolinmæðin er á þrotum hér á Skaganum, í Hvalfjarðarsveit og á Kjalarnesi. Það verður eitthvað að gera í þessum málum strax,“ segir Bjarnheiður.Vilja tvöföldun sem fyrstUndirskriftarlisti með nöfnum 5.500 manns til stuðnings umbótum á veginum var lagður fram á fundinum. Einnig komu fram áskoranir frá sveitarfélögum og fyrirtækjum á Vesturlandi. Bjarnheiður gagnrýnir að Vesturlandsvegur um Kjalarnes sé eina stofnæðin frá höfuðborgarsvæðinu sem ekkert hafi verið gert fyrir. Ofan á ástand vegarins bætist að um fimmtíu afleggjarar séu af veginum sem skapi hættu fyrir ökumenn. Krafa íbúanna er að byrjað verði á bráðabirgðaaðgerðum til að laga hjólförin í veginum. „Svo er náttúrulega bara krafa um að vegurinn verði settur framar í forgangsröðina og verði tvöfaldaður sem allra fyrst,“ segir Bjarnheiður. Sigurður Ingi samgönguráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að hann hefði mikinn skilning á kröfu íbúa á Vesturlandi um úrbætur. Hugsanlega verði hægt að ráðast í framkvæmdir á veginum seint í haust. Lítilsháttar fé sé eyrnamerkt veginum á fjárlögum þessa árs. Stjórnvöld vinni nú að samgönguáætlun þar sem hægt verði að setja bætur á Vesturlandsvegi inn.
Hvalfjarðarsveit Samgöngur Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira