Sprenging orðið í innflutningi á breska klósettpappír Costco Haraldur Guðmundsson skrifar 25. janúar 2018 08:00 Costco hefur flutt inn og selt breskan hreinlætispappír. Fréttablaðið/Ernir Innflutningur á salernispappír jókst um 61 prósent fyrstu sjö mánuðina eftir opnun Costco í Garðabæ miðað við sama tímabil árið á undan. Aukningin var upp á 748 tonn og má að mestu rekja til innflutnings frá Bretlandi sem stórjókst. Nýjar tölur Hagstofu Íslands sýna að frá maíbyrjun til nóvemberloka í fyrra voru flutt hingað til lands 1.982 tonn af salernispappír. Yfir sömu mánuði 2016 nam magnið 1.233 tonnum. Í apríl í fyrra nam innflutningur frá Bretlandi 61 tonni en 194 tonnum í mánuðinum þar á eftir þegar verslun Costco var opnuð. Júní var stærsti einstaki mánuðurinn í fyrra en þá nam magnið frá Bretlandseyjum 364 tonnum eða 76 prósentum af heildarinnflutningi á salernispappír í þeim mánuði. Það land sem næst kom á eftir var Svíþjóð með 27 tonn.Strax eftir opnun Costco hér á landi, sem er rekið af aðalskrifstofu bandaríska verslunarrisans í Bretlandi, í lok maí síðastliðins, fór að bera á miklum vinsældum Kirkland salernispappírsins sem verslunin selur.Í frétt Fréttablaðsins um miðjan ágúst kom fram að sala íslenska framleiðslufyrirtækisins Papco á pappír og öðrum hreinlætisvörum hefði dregist saman um allt að 30 prósent. Um er að ræða eina framleiðanda landsins á hreinlætispappír sem hafði þá sagt sex starfsmönnum upp störfum, eða einni fullmannaðri vakt í framleiðslu. Alexander Kárason, aðstoðarframkvæmdastjóri Papco, sagði þá í samtali við blaðið að Costco hefði haft mikil áhrif og Fréttablaðið vitnaði í heimildarmenn þess efnis að sala á hreinlætisvörum í öðrum verslunum hér á landi hefði dregist töluvert saman frá opnuninni í Kauptúni. Fullyrti Alexander að þær vörur væru seldar undir kostnaðarverði. Ekki náðist í stjórnendur Papco við vinnslu þessarar fréttar. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Fleiri munu þurfa að segja upp starfsfólki vegna Costco Þó gert hafi verið ráð fyrir því að koma verslunarrisans Costco til landsins myndi hafa einhver áhrif gerðu fáir sér í hugarlund að þar yrðu vörur seldar undir kostnaðarverði. 16. ágúst 2017 21:30 Papco segir upp fólki vegna komu Costco Eini framleiðandi landsins á hreinlætispappír hefur sagt upp sex manns eða fullmannaðri vakt síðan Costco opnaði. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Innflutningur á salernispappír jókst um 61 prósent fyrstu sjö mánuðina eftir opnun Costco í Garðabæ miðað við sama tímabil árið á undan. Aukningin var upp á 748 tonn og má að mestu rekja til innflutnings frá Bretlandi sem stórjókst. Nýjar tölur Hagstofu Íslands sýna að frá maíbyrjun til nóvemberloka í fyrra voru flutt hingað til lands 1.982 tonn af salernispappír. Yfir sömu mánuði 2016 nam magnið 1.233 tonnum. Í apríl í fyrra nam innflutningur frá Bretlandi 61 tonni en 194 tonnum í mánuðinum þar á eftir þegar verslun Costco var opnuð. Júní var stærsti einstaki mánuðurinn í fyrra en þá nam magnið frá Bretlandseyjum 364 tonnum eða 76 prósentum af heildarinnflutningi á salernispappír í þeim mánuði. Það land sem næst kom á eftir var Svíþjóð með 27 tonn.Strax eftir opnun Costco hér á landi, sem er rekið af aðalskrifstofu bandaríska verslunarrisans í Bretlandi, í lok maí síðastliðins, fór að bera á miklum vinsældum Kirkland salernispappírsins sem verslunin selur.Í frétt Fréttablaðsins um miðjan ágúst kom fram að sala íslenska framleiðslufyrirtækisins Papco á pappír og öðrum hreinlætisvörum hefði dregist saman um allt að 30 prósent. Um er að ræða eina framleiðanda landsins á hreinlætispappír sem hafði þá sagt sex starfsmönnum upp störfum, eða einni fullmannaðri vakt í framleiðslu. Alexander Kárason, aðstoðarframkvæmdastjóri Papco, sagði þá í samtali við blaðið að Costco hefði haft mikil áhrif og Fréttablaðið vitnaði í heimildarmenn þess efnis að sala á hreinlætisvörum í öðrum verslunum hér á landi hefði dregist töluvert saman frá opnuninni í Kauptúni. Fullyrti Alexander að þær vörur væru seldar undir kostnaðarverði. Ekki náðist í stjórnendur Papco við vinnslu þessarar fréttar.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Fleiri munu þurfa að segja upp starfsfólki vegna Costco Þó gert hafi verið ráð fyrir því að koma verslunarrisans Costco til landsins myndi hafa einhver áhrif gerðu fáir sér í hugarlund að þar yrðu vörur seldar undir kostnaðarverði. 16. ágúst 2017 21:30 Papco segir upp fólki vegna komu Costco Eini framleiðandi landsins á hreinlætispappír hefur sagt upp sex manns eða fullmannaðri vakt síðan Costco opnaði. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Fleiri munu þurfa að segja upp starfsfólki vegna Costco Þó gert hafi verið ráð fyrir því að koma verslunarrisans Costco til landsins myndi hafa einhver áhrif gerðu fáir sér í hugarlund að þar yrðu vörur seldar undir kostnaðarverði. 16. ágúst 2017 21:30
Papco segir upp fólki vegna komu Costco Eini framleiðandi landsins á hreinlætispappír hefur sagt upp sex manns eða fullmannaðri vakt síðan Costco opnaði. 15. ágúst 2017 06:00