Billboard greinir frá þessu. White vann þrívegis til Grammy-verðlauna fyrir plötur sínar en á meðal þekktustu laga hennar eru „That's My Baby“, „Now I Know“ og „That's How You Know (When You're in Love)“.
Móðir hennar, Yvonne White, greindi frá því fyrir tæpri viku að dóttirin hafi verið lögð inn á sjúkrahús í Nashville í Tennessee.
White vakti fyrst athygli í fjölskyldusveitinni The White Family Singers. Síðar átti hún eftir að gera garðinn frægan sem sólósöngkona, lagahöfundur, framleiðandi og leikkona. Þannig fór hún með hlutverk í kvikmyndinni Country Strong árið 2010 með Gwyneth Paltrow í aðalhlutverki.
White lætur eftir sig eiginmann, lagahöfundinn Chuck Cannon, og þrjú börn.