Þetta þarf að gerast í kvöld til að Kristján komist með Svíana í undanúrslit EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2018 12:00 Kristján Andrésson. Vísir/Getty Kristján Andrésson og lærisveinar hans í sænska handboltalandsliðinu verða í eldlínunni í kvöld þegar fer fram lokaumferð milliriðla EM í handbolta í Króatíu. Íslenski þjálfarinn á ágæta möguleika á því að koma liði sínu í undanúrslit keppninnar og ætti Ísland þá þjálfara í undanúrslitum EM aðra keppnina í röð en Dagur Sigurðsson gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum á EM í Póllandi 2016. Sænska landsliðið fór með fullt hús inn í milliriðilinn en hefur þar unnið einn leik (29-20 á móti Hvít-Rússum) og tapað einum (17-23 á móti Frökkum). Svíar eru eins og er í 3. sæti riðilsins með sex stig og geta því ekki bara treyst á sig sjálfa í lokaleiknum. Fyrir ofan þá eru Frakkar (8 stig) og Króatar (6 stig).Til að Kristján Andrésson fari með sænska liðið í undanúrslitin í kvöld þá þarf bæði sænska liðið að vinna Norðmenn sem og að fá hjálp frá Frökkum. Frakkar eru efstir í millriðlinum og nægir jafntefli í lokaleik sínum á móti heimamönnum í Króatíu. Króatar þurfa aftur á móti að vinna sinn leik til að komast í undanúrslitin fari svo að Svíar vinni sinn leik.Fifth day of the main round, here is the standings chart for Group I, in Zagreb. @HRStwitt@hlandslaget@rssrbije@FRAHandball@NORhandball#EHFEuro2018#HypnoticGamepic.twitter.com/mJBFltp7Yd — EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2018 Frakkland, Króatía og Svíþjóð geta líka öll endað jöfn að stigum (Sænskur sigur og króatískur sigur) og þá ræður röð þeirra úrslitin úr öllum þremur innbyrðisleikjum þeirra. Svíar unnu Króata með fjórum mörkum en töpuðu fyrir Frökkum með sex mörkum. Króatar þurfa því „aðeins“ að vinna með tveimur mörkum til að setja Svíana fyrir aftan sig í innbyrðisleikjum. Aðeins átta marka tap eða stærra myndi henda Frökkum út. Leikur Svíþjóðar og Noregs fer fram á undan leik Frakklands og Króatíu og því munu Króatar og allir stuðningsmenn þeirra vita nákvæmlega hvað þarf að gerast í síðasta leik kvöldsins svo að Króatía komist í undanúrslitin. Það ætti að hjálpa heimamönnum en ekki Svíum. Norðmenn gætu flækt málið enn meira með því að vinna Svía því þá gætu Króatía, Svíþjóð og Noregur öll endað jöfn að stigum. Svíar mættu þá ekki tapa með meira en þremur mörkum á móti Noregi en fjögurra marka norskur sigur myndi þýða að öll þrjú liðin væru nákvæmlega jöfn.They’ve come here to watch the match #SWEBLR and still got to listen to ABBA Greatest Hits.#EHFEuro2018#HypnoticGamepic.twitter.com/1TnFTT8AEE — EHF Live (@EHF_Live) January 22, 2018 EM 2018 í handbolta Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Kristján Andrésson og lærisveinar hans í sænska handboltalandsliðinu verða í eldlínunni í kvöld þegar fer fram lokaumferð milliriðla EM í handbolta í Króatíu. Íslenski þjálfarinn á ágæta möguleika á því að koma liði sínu í undanúrslit keppninnar og ætti Ísland þá þjálfara í undanúrslitum EM aðra keppnina í röð en Dagur Sigurðsson gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum á EM í Póllandi 2016. Sænska landsliðið fór með fullt hús inn í milliriðilinn en hefur þar unnið einn leik (29-20 á móti Hvít-Rússum) og tapað einum (17-23 á móti Frökkum). Svíar eru eins og er í 3. sæti riðilsins með sex stig og geta því ekki bara treyst á sig sjálfa í lokaleiknum. Fyrir ofan þá eru Frakkar (8 stig) og Króatar (6 stig).Til að Kristján Andrésson fari með sænska liðið í undanúrslitin í kvöld þá þarf bæði sænska liðið að vinna Norðmenn sem og að fá hjálp frá Frökkum. Frakkar eru efstir í millriðlinum og nægir jafntefli í lokaleik sínum á móti heimamönnum í Króatíu. Króatar þurfa aftur á móti að vinna sinn leik til að komast í undanúrslitin fari svo að Svíar vinni sinn leik.Fifth day of the main round, here is the standings chart for Group I, in Zagreb. @HRStwitt@hlandslaget@rssrbije@FRAHandball@NORhandball#EHFEuro2018#HypnoticGamepic.twitter.com/mJBFltp7Yd — EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2018 Frakkland, Króatía og Svíþjóð geta líka öll endað jöfn að stigum (Sænskur sigur og króatískur sigur) og þá ræður röð þeirra úrslitin úr öllum þremur innbyrðisleikjum þeirra. Svíar unnu Króata með fjórum mörkum en töpuðu fyrir Frökkum með sex mörkum. Króatar þurfa því „aðeins“ að vinna með tveimur mörkum til að setja Svíana fyrir aftan sig í innbyrðisleikjum. Aðeins átta marka tap eða stærra myndi henda Frökkum út. Leikur Svíþjóðar og Noregs fer fram á undan leik Frakklands og Króatíu og því munu Króatar og allir stuðningsmenn þeirra vita nákvæmlega hvað þarf að gerast í síðasta leik kvöldsins svo að Króatía komist í undanúrslitin. Það ætti að hjálpa heimamönnum en ekki Svíum. Norðmenn gætu flækt málið enn meira með því að vinna Svía því þá gætu Króatía, Svíþjóð og Noregur öll endað jöfn að stigum. Svíar mættu þá ekki tapa með meira en þremur mörkum á móti Noregi en fjögurra marka norskur sigur myndi þýða að öll þrjú liðin væru nákvæmlega jöfn.They’ve come here to watch the match #SWEBLR and still got to listen to ABBA Greatest Hits.#EHFEuro2018#HypnoticGamepic.twitter.com/1TnFTT8AEE — EHF Live (@EHF_Live) January 22, 2018
EM 2018 í handbolta Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira