Hvetur fólk til að hætta að væla og fara að kæla Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. janúar 2018 09:00 Vilhjálmur Andri Einarsson segir að ísböð hafi bjargað lífi sínu Skjáskot/Stöð 2 „Þetta bjargaði bara lífi mínu,“ segir Vilhjálmur Andri Einarsson, eða Andri Iceland, Íslandsmeistari í ísbaði. Fyrir tveimur árum tók hann lífsstíl sinn alveg í gegn. Andri hafði þjáðst af stanlausum verkjum, bakverkjum, taugaverkjum og mígreni til fjölda ára. Hann sneri lífi sínu alveg við með því að nýta sér mátt kuldans, sjósunds og kaldra kara. Hann léttist um 30 kíló og fann frið frá verkjunum.Drakk til að deyfa verkina „Ég var bara fastur, fastur í vítahring bæði skömm, verkjum, vanlíðan, bara öllu þessu,“ sagði Andri í viðtali í Ísland í dag í gær. Hann segir að staðan hafi verið vonlaus. „Ég var stöðugt verkjaður,“ segir Andri en verkina má reka til alvarlegs slyss sem hann varð fyrir þegar hann var unglingur. „Ég var að príla á Akureyri sem unglingur og dett á milli hæða, fer einhverjar tvær hæðir niður og lendi á grindverki.“ Andri missti allan mátt fyrir neðan mitti í einhverja tvo klukkutíma eftir fallið og líf hans upp frá þessu einkenndist af verkjum. Andri notaði áfengi til að deifa verkina sína í meira en 20 ár og fyrir tveimur árum var hann kominn á botninn. „Hjónabandið var farið algjörlega, það var allt farið, ég átti ekki neitt eftir, ekki neitt. Ég man það að ég var farinn að tékka á líftryggingunni hjá mér, mér langaði bara að tékka mig út og líftryggingin var fyrir stelpurnar mínar. Ég átti bara ekkert eftir“Stöð 2Andri byrjaði að þjálfa líkamann sinn og fór svo að stunda ísböð. Hann kynntist Ísmanninum Wim Hoff sem heldur því fram að kuldi hjálpi til við að vinna gegn bólgum, þunglyndi og streitu. Andri ákvað að prófa þetta og ákvað að kæla líkamann á hverjum degi í tíu vikur. „Á annarri viku var mér farið að líða betur.“ Hann segir að fyrsta skiptið hafi verið erfitt en eins og sjá má í innslagi Ísland í dag hefur Andri gjörbreytt lífi sínu. „Krafturinn sem kom með þessu var ótrúlegur, ég hef bara aldrei upplifað annað eins.“Stöð 2Andri ætlar að halda fyrirlesturinn Hættu að fæla og farðu að kæla, á ráðstefnunni Bara það besta 2018 - Markmið, árangur og hamingja, sem fer fram í Bíó Paradís á sunnudaginn.Innslagið með viðtalinu við Andra má sjá í spilaranum hér að neðan. Heilsa Tengdar fréttir Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
„Þetta bjargaði bara lífi mínu,“ segir Vilhjálmur Andri Einarsson, eða Andri Iceland, Íslandsmeistari í ísbaði. Fyrir tveimur árum tók hann lífsstíl sinn alveg í gegn. Andri hafði þjáðst af stanlausum verkjum, bakverkjum, taugaverkjum og mígreni til fjölda ára. Hann sneri lífi sínu alveg við með því að nýta sér mátt kuldans, sjósunds og kaldra kara. Hann léttist um 30 kíló og fann frið frá verkjunum.Drakk til að deyfa verkina „Ég var bara fastur, fastur í vítahring bæði skömm, verkjum, vanlíðan, bara öllu þessu,“ sagði Andri í viðtali í Ísland í dag í gær. Hann segir að staðan hafi verið vonlaus. „Ég var stöðugt verkjaður,“ segir Andri en verkina má reka til alvarlegs slyss sem hann varð fyrir þegar hann var unglingur. „Ég var að príla á Akureyri sem unglingur og dett á milli hæða, fer einhverjar tvær hæðir niður og lendi á grindverki.“ Andri missti allan mátt fyrir neðan mitti í einhverja tvo klukkutíma eftir fallið og líf hans upp frá þessu einkenndist af verkjum. Andri notaði áfengi til að deifa verkina sína í meira en 20 ár og fyrir tveimur árum var hann kominn á botninn. „Hjónabandið var farið algjörlega, það var allt farið, ég átti ekki neitt eftir, ekki neitt. Ég man það að ég var farinn að tékka á líftryggingunni hjá mér, mér langaði bara að tékka mig út og líftryggingin var fyrir stelpurnar mínar. Ég átti bara ekkert eftir“Stöð 2Andri byrjaði að þjálfa líkamann sinn og fór svo að stunda ísböð. Hann kynntist Ísmanninum Wim Hoff sem heldur því fram að kuldi hjálpi til við að vinna gegn bólgum, þunglyndi og streitu. Andri ákvað að prófa þetta og ákvað að kæla líkamann á hverjum degi í tíu vikur. „Á annarri viku var mér farið að líða betur.“ Hann segir að fyrsta skiptið hafi verið erfitt en eins og sjá má í innslagi Ísland í dag hefur Andri gjörbreytt lífi sínu. „Krafturinn sem kom með þessu var ótrúlegur, ég hef bara aldrei upplifað annað eins.“Stöð 2Andri ætlar að halda fyrirlesturinn Hættu að fæla og farðu að kæla, á ráðstefnunni Bara það besta 2018 - Markmið, árangur og hamingja, sem fer fram í Bíó Paradís á sunnudaginn.Innslagið með viðtalinu við Andra má sjá í spilaranum hér að neðan.
Heilsa Tengdar fréttir Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Breytti lífi sínu og heldur nú heilsuráðstefnu: „Ég var kominn á botninn“ Á sunnudaginn fer fram ráðstefnan Bara það besta 2018 – Markmið, Árangur, Hamingja! í Bíó Paradís. 23. janúar 2018 17:30
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp