Íslensk stúlka í forgrunni í umfjöllun BBC um Þjóðadeildardráttinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2018 09:00 Mynd/Skjáskot af BBC Litla Ísland verður með risaþjóðunum þegar dregið verður í riðla í Þjóðardeildinni í dag. Erlendir fjölmiðlar fylgjast vel með eins og Vísir og BBC er þar engin undantekning. Ísland er ein af tólf þjóðum sem eru í A-deild Þjóðardeildarinnar og það er þegar ljóst að íslensku strákarnir verða í riðli með mjög sterkum þjóðum. Þar gætum við verið að tala um England og Þýskaland eða Spán og Frakkland. Það er því mjög spennandi dráttur framundan í dag. Erlendu fjölmiðlarnir eru líka á vaktinni og auðvitað hefur farið talsverður kraftur í að reyna að skýra út hvernig keppnin muni fara fram. Þjóðardeildin er nefnilega gerólík örðum keppnum sem hafa farið fram hjá fótboltalandsliðunum. Það vekur athygli að myndin sem er notuð með útskýringafrétt þeirra BBC-manna um Þjóðardeildaina er með Ísland í aðalhlutverki. Íslensk stúlka er nefnilega í forgrunni í aðalmyndinni með umfjöllun BBC. Á þrískipti aðalmynd fer stolti Íslendingurinn ekki framhjá neinum. Undir myndinni er bent á það að Ísland, Wales og Norður-Írland hafi verið þrjár litlar þjóðir sem settu sitt á síðasta Evrópumót í fótbolta sem fór fram í Frakklandi sumarið 2016.Wondering what the UEFA #NationsLeague is? It's all explained here https://t.co/kPjBivFHnzpic.twitter.com/DRcm7TCG1k — BBC Sport (@BBCSport) January 23, 2018 Myndin er tekin af íslensku stúlkunni uppáklæddri á landsleik Íslands en hún er mjög vel merkt Íslandi, bæði á húfu sinni sem og að hún er með íslenskan fánann málaðan á kinnina sína. Íslenskt stuðningsfólk hefur vakið mikla athygli á síðustu stórmótum fótboltans enda hefur okkar fólk staðið sig frábærlega í stúkunni. Víkingaklappið stal senunni á EM 2016 í Frakklandi og þá vekur það alltaf athygli þegar forsetinn okkar sleppir heiðursstúkunni en kemur sér frekar vel fyrir í miðjum stuðningshóp íslenska landsliðsins. Það er því kannski ekkert skrýtið að íslensk stúlka sé fulltrúi stuðningsmanna liðanna í Þjóðardeildinni en á hinum hlutum myndarinnar er mynd frá drætti og af leikmanni Norður-Írlands. Nú bíðum við spennt eftir drættinum en hann hefst klukkan 11.00 og það verður hægt að fylgjast vel með honum hér inn á Vísi. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
Litla Ísland verður með risaþjóðunum þegar dregið verður í riðla í Þjóðardeildinni í dag. Erlendir fjölmiðlar fylgjast vel með eins og Vísir og BBC er þar engin undantekning. Ísland er ein af tólf þjóðum sem eru í A-deild Þjóðardeildarinnar og það er þegar ljóst að íslensku strákarnir verða í riðli með mjög sterkum þjóðum. Þar gætum við verið að tala um England og Þýskaland eða Spán og Frakkland. Það er því mjög spennandi dráttur framundan í dag. Erlendu fjölmiðlarnir eru líka á vaktinni og auðvitað hefur farið talsverður kraftur í að reyna að skýra út hvernig keppnin muni fara fram. Þjóðardeildin er nefnilega gerólík örðum keppnum sem hafa farið fram hjá fótboltalandsliðunum. Það vekur athygli að myndin sem er notuð með útskýringafrétt þeirra BBC-manna um Þjóðardeildaina er með Ísland í aðalhlutverki. Íslensk stúlka er nefnilega í forgrunni í aðalmyndinni með umfjöllun BBC. Á þrískipti aðalmynd fer stolti Íslendingurinn ekki framhjá neinum. Undir myndinni er bent á það að Ísland, Wales og Norður-Írland hafi verið þrjár litlar þjóðir sem settu sitt á síðasta Evrópumót í fótbolta sem fór fram í Frakklandi sumarið 2016.Wondering what the UEFA #NationsLeague is? It's all explained here https://t.co/kPjBivFHnzpic.twitter.com/DRcm7TCG1k — BBC Sport (@BBCSport) January 23, 2018 Myndin er tekin af íslensku stúlkunni uppáklæddri á landsleik Íslands en hún er mjög vel merkt Íslandi, bæði á húfu sinni sem og að hún er með íslenskan fánann málaðan á kinnina sína. Íslenskt stuðningsfólk hefur vakið mikla athygli á síðustu stórmótum fótboltans enda hefur okkar fólk staðið sig frábærlega í stúkunni. Víkingaklappið stal senunni á EM 2016 í Frakklandi og þá vekur það alltaf athygli þegar forsetinn okkar sleppir heiðursstúkunni en kemur sér frekar vel fyrir í miðjum stuðningshóp íslenska landsliðsins. Það er því kannski ekkert skrýtið að íslensk stúlka sé fulltrúi stuðningsmanna liðanna í Þjóðardeildinni en á hinum hlutum myndarinnar er mynd frá drætti og af leikmanni Norður-Írlands. Nú bíðum við spennt eftir drættinum en hann hefst klukkan 11.00 og það verður hægt að fylgjast vel með honum hér inn á Vísi.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira