Stjórnarandstaðan sökuð um hávaða og pólitískan skrípaleik Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2018 19:15 Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. Helga Vala Helgadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Jón Þór Ólafsson fulltrúi Pírata í nefndinni beindu bæði spurningum til dómsmálaráðherra vegna skipunar 15 dómara við Landsrétt í fyrra í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. En ráðherrann skipti út fjórum dómurum af fimmtán samkvæmt tillögum hæfnisnefndar og lagði til við Alþingi að fjórir aðrir yrðu skipaðir í staðinn. Nú hafi verið upplýst að ráðherrann hafi ekki farið að ráðleggingum embættismanna þriggja ráðuneyta í þessum efnum. Umræðan hélt áfram að fyrirspurnatíma loknum undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta. Jón Þór sagði eðlilegt að dómsmálaráðherra segði af sér eftir dóm Hæstaréttar í málinu en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur málið til skoðunar. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vitnaði til ummæla Jóns Þórs í Morgunblaðinu í dag. „Þar kemur sérstaklega fram að tilgangurinn sé ekki að rannsaka eitt eða neitt vegna þess að málið sé að fullu upplýst. Heldur sé tilgangurinn sá að koma ráðherranum frá,“ sagði Sigríður. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata og fulltrúi þeirra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sagði að meðal þeirra sem komið hefðu fyrir nefndina vegna málsins væru umboðsmaður Alþingis og aðallögfræðingur þingsins. „Það var alveg skýrt hjá þeim að þessi dómur sem féll gegn dómsmálaráðherra þar sem hann braut lög á ákveðnu sviði; að það gæti verið miklu umfangsmeiri rannsókn og önnur atriði sem gætu komið í ljós ef stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd rannsakar málið. Sem og er síðan raunin,“ sagði Jón Þór. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna og þá sérstaklega Pírata um pólitískan hráskinnaleik. Ekki væri ljóst hvaða upplýsingum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vildi ná fram sem ekki hefðu komið fram í málinu fyrir Hæstarétti. „En ummælin í Morgunblaðinu gefa hins vegar tilefni til þess að ætla að það sé ekki ætlunin að fá fram frekari upplýsingar í þessu máli. Heldur bara að búa til pólitískan hávaða og skrípaleik,“ sagði Birgir. Helga Vala Helgadóttir sagði það skýra skyldu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að hafa eftirlit með störfum framkvæmdavaldsins og Alþingis. „Ég frábið mér að vera sett í þá fáránlegu stöðu að ég sé hér uppi til að vera í einhverjum pólitískum leik. Það liggur fyrir eftir að dómur féll í Hæstarétti, að þá sér maður í gögnum málsins ýmislegt sem ekki kemur fram í dómi Hæstaréttar. Til dæmis um fjöldan allan af ráðleggingum til hæstvirts dómsmálaráðherra sem hún virti fullkomlega að vettugi,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segist þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð Skipun dómara í Landsrétt var ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan stjórnsýslunnar. Þannig var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vöruð við því að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndar án þess að leggja sjálfstætt mat á umsækjendur. 22. janúar 2018 20:52 Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir Pírata hafa það markmið að koma henni úr embætti. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna á Alþingi í dag um pólitískan hráskinnaleik, hávaða og skrípaleik í umræðum um skipan ráðherrans á dómurum í Landsdóm í fyrra. Helga Vala Helgadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Jón Þór Ólafsson fulltrúi Pírata í nefndinni beindu bæði spurningum til dómsmálaráðherra vegna skipunar 15 dómara við Landsrétt í fyrra í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. En ráðherrann skipti út fjórum dómurum af fimmtán samkvæmt tillögum hæfnisnefndar og lagði til við Alþingi að fjórir aðrir yrðu skipaðir í staðinn. Nú hafi verið upplýst að ráðherrann hafi ekki farið að ráðleggingum embættismanna þriggja ráðuneyta í þessum efnum. Umræðan hélt áfram að fyrirspurnatíma loknum undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta. Jón Þór sagði eðlilegt að dómsmálaráðherra segði af sér eftir dóm Hæstaréttar í málinu en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur málið til skoðunar. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vitnaði til ummæla Jóns Þórs í Morgunblaðinu í dag. „Þar kemur sérstaklega fram að tilgangurinn sé ekki að rannsaka eitt eða neitt vegna þess að málið sé að fullu upplýst. Heldur sé tilgangurinn sá að koma ráðherranum frá,“ sagði Sigríður. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata og fulltrúi þeirra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sagði að meðal þeirra sem komið hefðu fyrir nefndina vegna málsins væru umboðsmaður Alþingis og aðallögfræðingur þingsins. „Það var alveg skýrt hjá þeim að þessi dómur sem féll gegn dómsmálaráðherra þar sem hann braut lög á ákveðnu sviði; að það gæti verið miklu umfangsmeiri rannsókn og önnur atriði sem gætu komið í ljós ef stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd rannsakar málið. Sem og er síðan raunin,“ sagði Jón Þór. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakaði stjórnarandstöðuna og þá sérstaklega Pírata um pólitískan hráskinnaleik. Ekki væri ljóst hvaða upplýsingum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vildi ná fram sem ekki hefðu komið fram í málinu fyrir Hæstarétti. „En ummælin í Morgunblaðinu gefa hins vegar tilefni til þess að ætla að það sé ekki ætlunin að fá fram frekari upplýsingar í þessu máli. Heldur bara að búa til pólitískan hávaða og skrípaleik,“ sagði Birgir. Helga Vala Helgadóttir sagði það skýra skyldu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að hafa eftirlit með störfum framkvæmdavaldsins og Alþingis. „Ég frábið mér að vera sett í þá fáránlegu stöðu að ég sé hér uppi til að vera í einhverjum pólitískum leik. Það liggur fyrir eftir að dómur féll í Hæstarétti, að þá sér maður í gögnum málsins ýmislegt sem ekki kemur fram í dómi Hæstaréttar. Til dæmis um fjöldan allan af ráðleggingum til hæstvirts dómsmálaráðherra sem hún virti fullkomlega að vettugi,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segist þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð Skipun dómara í Landsrétt var ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan stjórnsýslunnar. Þannig var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vöruð við því að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndar án þess að leggja sjálfstætt mat á umsækjendur. 22. janúar 2018 20:52 Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54 Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Sjá meira
Segist þegar hafa axlað pólitíska ábyrgð Skipun dómara í Landsrétt var ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan stjórnsýslunnar. Þannig var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vöruð við því að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndar án þess að leggja sjálfstætt mat á umsækjendur. 22. janúar 2018 20:52
Sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur: Þingmaður Pírata kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Stjórnarandstæðingar á Alþingi sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, en eins og kunnugt er komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að ráðherrann hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. 22. janúar 2018 17:54
Sérfræðingar í dómsmálaráðuneytinu vöruðu Sigríði við Íslenska ríkið gæti þurft að greiða á annað hundruð milljón krónur í skaðabætur vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra. 22. janúar 2018 10:46