Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. janúar 2018 18:45 Kallað hefur verið eftir því að stjórnvöld setji fram reglur og leiðbeiningar á landsvísu um hvernig fara skuli með vindorkunýtingu við skipulagsgerð sveitarfélaga. Umhverfisráðherra segir lög og reglugerðir í endurskoðun og telur að fyrirhugað vindorkuver í Dalabyggð heyri undir lög um rammaáætlun. Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi og takmörkuð fordæmi komin fram um framsetningu og inntak stefnu um nýtingu vindorku í aðalskipulagi. Kallað hefur verið eftir því að stjórnvöld setji fram reglur og leiðbeiningar á landsvísu um hvernig fara skuli með vindorkunýtingu við skipulagsgerð sveitarfélaga. Undanfarin misseri hefur starfshópur á vegum umhverfisráðherra verið að störfum, sem hefur það hlutverk að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum. „Ég tel afskaplega mikilvægt að vindorkuvirkjanir, að það verði mótuð almenn stefna um það hvar þær eigi ekki við og hvar þær eigi þá mögulega við,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Vindorkuverum fylgja umhverfisáhrif þá helst sjónræn en vinna ráðuneytisins um mótun og stefnu er komin á veg. „Eftir því sem ég best þekki að þá mætti það vera lengra komið en þessi vinna er að minnsta kosti að hluta til í gangi. Það er kveðið á um þetta í stjórnarsáttmálanum, þannig að þetta er bæði á mínu borði hvað varðar skipulagsmál en svo líka í atvinnuvegaráðuneytinu. Þannig að það þarf að gera þetta sem fyrst. Ég held að við þurfum að reyna ná sátt um þessa leið til orkuöflunar líkt og aðrar og þetta gæti jafnvel í sumum tilfellum létt á þrýstingi á virkjanir í jarðvarma og vatnsafli sem hafa verið á mörgum stöðum mjög umdeildar,“ segir Guðmundur. Ráðherra sagði mál fyrirhugaðs vindorkuversins í Dalabyggð ekki hafa komið inn á borð ráðuneytisins. „Ef að stærðin á þessu vindorkuveri er það stór að hún heyri undir lögin um rammaáætlun um hvar megi virkja og hvar megi ekki virkja, þá þarf það að fara í gegnum þá málsmeðferð fyrst,“ segir Guðmundur. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Kallað hefur verið eftir því að stjórnvöld setji fram reglur og leiðbeiningar á landsvísu um hvernig fara skuli með vindorkunýtingu við skipulagsgerð sveitarfélaga. Umhverfisráðherra segir lög og reglugerðir í endurskoðun og telur að fyrirhugað vindorkuver í Dalabyggð heyri undir lög um rammaáætlun. Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi og takmörkuð fordæmi komin fram um framsetningu og inntak stefnu um nýtingu vindorku í aðalskipulagi. Kallað hefur verið eftir því að stjórnvöld setji fram reglur og leiðbeiningar á landsvísu um hvernig fara skuli með vindorkunýtingu við skipulagsgerð sveitarfélaga. Undanfarin misseri hefur starfshópur á vegum umhverfisráðherra verið að störfum, sem hefur það hlutverk að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum. „Ég tel afskaplega mikilvægt að vindorkuvirkjanir, að það verði mótuð almenn stefna um það hvar þær eigi ekki við og hvar þær eigi þá mögulega við,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Vindorkuverum fylgja umhverfisáhrif þá helst sjónræn en vinna ráðuneytisins um mótun og stefnu er komin á veg. „Eftir því sem ég best þekki að þá mætti það vera lengra komið en þessi vinna er að minnsta kosti að hluta til í gangi. Það er kveðið á um þetta í stjórnarsáttmálanum, þannig að þetta er bæði á mínu borði hvað varðar skipulagsmál en svo líka í atvinnuvegaráðuneytinu. Þannig að það þarf að gera þetta sem fyrst. Ég held að við þurfum að reyna ná sátt um þessa leið til orkuöflunar líkt og aðrar og þetta gæti jafnvel í sumum tilfellum létt á þrýstingi á virkjanir í jarðvarma og vatnsafli sem hafa verið á mörgum stöðum mjög umdeildar,“ segir Guðmundur. Ráðherra sagði mál fyrirhugaðs vindorkuversins í Dalabyggð ekki hafa komið inn á borð ráðuneytisins. „Ef að stærðin á þessu vindorkuveri er það stór að hún heyri undir lögin um rammaáætlun um hvar megi virkja og hvar megi ekki virkja, þá þarf það að fara í gegnum þá málsmeðferð fyrst,“ segir Guðmundur.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira