Veikur eða ekki veikur? | Liðsfélagarnir gagnrýndu Kevin Love Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2018 17:15 Kevin Love. Vísir/Getty Það er sannnkallað krísuástand í herbúðum NBA-liðsins Cleveland Cavaliers og bandarískir fjölmiðlar keppast við að segja frá óánægju leikmanna á bak við tjöldin. Nýjustu fréttir herma að leikmenn hafi haldið krísufund fyrir æfingu liðsins í gær og þar hafi sérstaklega einn leikmaður fengið að heyra það. Sá leikmaður er Kevin Love. Samkvæmt heimildum ESPN þá voru liðsfélagar Kevin Love að efast um alvarleika veikinda hans í tapleiknum á móti Oklahoma City Thunder á laugardaginn. Cleveland hefur tapað 9 af síðustu 12 leikjum sínum og liðið fékk á sig 148 stig á móti Thunder. Love yfirgaf salinn í Thunder-leiknum eftir að hafa aðeins spilað í þrjár mínútur. Hann mætti heldur ekki á æfingu daginn eftir. Margir liðsfélaga hans töldu að hann hefði gefist upp á liðinu og voru mjög óánægir með fjarveru hans.ESPN Sources: In the latest installment of Cavaliers finger-pointing, Kevin Love draws the ire of teammates in a heated Monday meeting in Cleveland. Story: https://t.co/2evBLPbOdI — Adrian Wojnarowski (@wojespn) January 23, 2018 Það gekk mikið á þegar menn ræddu málin og þar voru æsingur og læti. Love þurfti að standa upp á fundinum og útskýra sitt mál til að róa menn. Þjálfarinn Ty Lue og framkvæmdastjórinn Koby Altman voru báðir á fundinum. Margir kenna Kevin Love um slaka spilamennsku liðsins en eins hefur Isaiah Thomas verið kennt um ófarirnar. Thomas þarf mikið að rekja boltann í sínum leik og margir kvarta undan því ekki síst þar sem bakvörðurinn er heldur ekkert sérstakur varnarmaður. Fjölmargir bíða líka eftir því að Ty Lue missti starfið sitt en nú reynir heldur betur á hann í að reyna að koma liðinu aftur á réttan kjöl. Næsti leikur Cleveland er á móti San Antonio Spurs í nótt. NBA Mest lesið Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira
Það er sannnkallað krísuástand í herbúðum NBA-liðsins Cleveland Cavaliers og bandarískir fjölmiðlar keppast við að segja frá óánægju leikmanna á bak við tjöldin. Nýjustu fréttir herma að leikmenn hafi haldið krísufund fyrir æfingu liðsins í gær og þar hafi sérstaklega einn leikmaður fengið að heyra það. Sá leikmaður er Kevin Love. Samkvæmt heimildum ESPN þá voru liðsfélagar Kevin Love að efast um alvarleika veikinda hans í tapleiknum á móti Oklahoma City Thunder á laugardaginn. Cleveland hefur tapað 9 af síðustu 12 leikjum sínum og liðið fékk á sig 148 stig á móti Thunder. Love yfirgaf salinn í Thunder-leiknum eftir að hafa aðeins spilað í þrjár mínútur. Hann mætti heldur ekki á æfingu daginn eftir. Margir liðsfélaga hans töldu að hann hefði gefist upp á liðinu og voru mjög óánægir með fjarveru hans.ESPN Sources: In the latest installment of Cavaliers finger-pointing, Kevin Love draws the ire of teammates in a heated Monday meeting in Cleveland. Story: https://t.co/2evBLPbOdI — Adrian Wojnarowski (@wojespn) January 23, 2018 Það gekk mikið á þegar menn ræddu málin og þar voru æsingur og læti. Love þurfti að standa upp á fundinum og útskýra sitt mál til að róa menn. Þjálfarinn Ty Lue og framkvæmdastjórinn Koby Altman voru báðir á fundinum. Margir kenna Kevin Love um slaka spilamennsku liðsins en eins hefur Isaiah Thomas verið kennt um ófarirnar. Thomas þarf mikið að rekja boltann í sínum leik og margir kvarta undan því ekki síst þar sem bakvörðurinn er heldur ekkert sérstakur varnarmaður. Fjölmargir bíða líka eftir því að Ty Lue missti starfið sitt en nú reynir heldur betur á hann í að reyna að koma liðinu aftur á réttan kjöl. Næsti leikur Cleveland er á móti San Antonio Spurs í nótt.
NBA Mest lesið Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira