Erlent

Tinky Winky-leikarinn Simon Shelton látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Twinky Winky er fjólublái Stubburinn.
Twinky Winky er fjólublái Stubburinn. BBC
Breski leikarinn Simon Shelton, sem þekktastur er fyrir að fara með hlutverk Tinky Winky í Stubbunum eða Teletubbies, er látinn. Hann varð 52 ára gamall. 

Shelton tók við hlutverki Tinky Winky árið 1997 þegar sá sem fyrstur fór með hlutverkið, Dave Thompson, var rekinn. Shelton hafði starfað sem atvinnudansari og danshöfundur.

Tinky Winky er fjólublái Stubburinn, sem jafnan var með rauða handtösku við hönd.

Í frétt BBC kemur fram að Shelton hafi einnig farið með hlutverk Myrka riddarans í sjónvarpsþáttunum Incredible Games.

Framleiðsla Stubbanna stóð frá 1997 til ársins 2001.

Henry, sonur Shelton, segir að faðir sinn hafi látist þann 17. janúar síðastliðinn. Shelton bjó í bænum Ampthill í Bedfordskíri og lætur eftir sig þjú börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×