Rukka enn fjölskyldu fyrir „meðferð“ hjá níðingnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2018 11:00 Ólympíumeistararnir Simone Biles og Alexandra Raisman eru líka fórnarlömb Nassar. Vísir/Getty Sumir þolenda bandaríska fimleikalandsliðsins ætla sér að kæra Michigan State skólann sem sá til þess að læknirinn gat misnotað ungar fimleikastúlkur í tvo áratugi. Emma Ann Miller er yngsta konan sem hefur lesið níðingnum Larry Nassar pistilinn í réttarsalnum í Lansing í Michigan fylki í Bandaríkjunum. Nassar hefur verið dæmdur en bíður eftir að fá dóm. Hann misnotaði yfir hundrað ungar konur í skjóli starfsins síns. Miller er aðeins fimmtán ára gömul og þurfti góðan og mikinn stuðning frá móður sinni til að geta staðið fyrir framan Larry Nassar og sagt frá hrikalegri sögu sinni. Nassar réðst á hana í áhaldaskáp í ágúst 2016 í aðstöðu Nassar hjá Michigan State skólanum. „Ég er líklega síðasta barnið sem þú ræðst á,“ sagði Emma Ann Miller við Nassar. ESPN segir frá. Það sem meira er að Michigan State læknastofan er enn að reyna rukka hana og fjölskyldu hennar fyrir meðferðina hjá Nassar. Sú staðreynd hneykslar marga enda á sá vinnustaður mikið í því að Nassar náði að stunda misnotkun sína svo lengi. Hér fyrir neðan má sjá Emma Ann Miller í réttarsalnum að segja frá þessari hræðilegu lífsreynslu sinni."My mom is still getting billed for appointments where I was sexually assaulted," fifteen-year-old Emma Ann Miller says during the sentencing hearing of ex-USA Gymnastics doctor Larry Nassar: https://t.co/mAZk2yXVycpic.twitter.com/hJsIowRtZV — CBS News (@CBSNews) January 22, 2018 Miller hitti Nassar mánaðarlega í fimm ár. Hennar markmið er að fara með Michigan State í réttarsalinn eftir að Nassar er kominn á bak við lás og slá. „Eru þið að hlusta hjá MSU? Ég er fimmtán ára gömul en ég er ekki hrædd við ykkur og verð það aldrei. Ég ætti ekki að þekkja það að vera inn í réttarsal aðeins fimmtán ára en ég ætla að láta mér líða vel hér. Þið ættuð að gera það líka,“ sagði Miller ákveðin. „Ég kaus ekki þessar kringumstæður. Nassar kaus þær fyrir okkur öll. Starfsmaður ykkar sem misnotaði börn í tuttugu ár. Þetta er byrði sem engin fimmtán ára gömul stúlka ætti að bera en trúið mér MSU. Ég mun bera hana,“ sagði Miller. Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sjá meira
Sumir þolenda bandaríska fimleikalandsliðsins ætla sér að kæra Michigan State skólann sem sá til þess að læknirinn gat misnotað ungar fimleikastúlkur í tvo áratugi. Emma Ann Miller er yngsta konan sem hefur lesið níðingnum Larry Nassar pistilinn í réttarsalnum í Lansing í Michigan fylki í Bandaríkjunum. Nassar hefur verið dæmdur en bíður eftir að fá dóm. Hann misnotaði yfir hundrað ungar konur í skjóli starfsins síns. Miller er aðeins fimmtán ára gömul og þurfti góðan og mikinn stuðning frá móður sinni til að geta staðið fyrir framan Larry Nassar og sagt frá hrikalegri sögu sinni. Nassar réðst á hana í áhaldaskáp í ágúst 2016 í aðstöðu Nassar hjá Michigan State skólanum. „Ég er líklega síðasta barnið sem þú ræðst á,“ sagði Emma Ann Miller við Nassar. ESPN segir frá. Það sem meira er að Michigan State læknastofan er enn að reyna rukka hana og fjölskyldu hennar fyrir meðferðina hjá Nassar. Sú staðreynd hneykslar marga enda á sá vinnustaður mikið í því að Nassar náði að stunda misnotkun sína svo lengi. Hér fyrir neðan má sjá Emma Ann Miller í réttarsalnum að segja frá þessari hræðilegu lífsreynslu sinni."My mom is still getting billed for appointments where I was sexually assaulted," fifteen-year-old Emma Ann Miller says during the sentencing hearing of ex-USA Gymnastics doctor Larry Nassar: https://t.co/mAZk2yXVycpic.twitter.com/hJsIowRtZV — CBS News (@CBSNews) January 22, 2018 Miller hitti Nassar mánaðarlega í fimm ár. Hennar markmið er að fara með Michigan State í réttarsalinn eftir að Nassar er kominn á bak við lás og slá. „Eru þið að hlusta hjá MSU? Ég er fimmtán ára gömul en ég er ekki hrædd við ykkur og verð það aldrei. Ég ætti ekki að þekkja það að vera inn í réttarsal aðeins fimmtán ára en ég ætla að láta mér líða vel hér. Þið ættuð að gera það líka,“ sagði Miller ákveðin. „Ég kaus ekki þessar kringumstæður. Nassar kaus þær fyrir okkur öll. Starfsmaður ykkar sem misnotaði börn í tuttugu ár. Þetta er byrði sem engin fimmtán ára gömul stúlka ætti að bera en trúið mér MSU. Ég mun bera hana,“ sagði Miller.
Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sjá meira