Boogie hlóð í svo svakalega og sögulega þrennu að LeBron fór á Twitter | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. janúar 2018 07:00 Anthony Davis stekkur í fangið á Cousins eftir leikinn í nótt. vísir/getty New Orleans Pelicans vann endurkomusigur á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar að liðið lagði Chicago Bulls, 132-128, í tvíframlengdum leik. Pelicans var mest 17 stigum undir en stjörnutvíeykið í teignum hjá heimamönnum, DeMarcus „Boogie“ Cousins og Anthony Davis, settu liðið á bakið og báru það í átt að öðrum sigri New Orleans í röð. Það er nú komið upp í sjötta sætu vesturdeildarinnar. Davis hefur verið á miklum skriði að undanförnu og skoraði 34 stig í nótt en það var Boogie sem fór gjörsamlega hamförum. Hann hlóð í rosalega þrennu með 44 stigum, 24 fráköstum og tíu stoðsendingum. Frammistaðan var svo mögnuð að besti körfuboltamaður heims, LeBron James, sá ekkert annað í stöðunni en að hrósa miðherjanum á Twitter fyrir þessa „sjúku tölfræðilínu“ eins og LeBron orðaði það.Yo @boogiecousins chill out man!! Sheesh!!! Super sick stat line — LeBron James (@KingJames) January 23, 2018 Cousins skoraði sjö stig í seinni framlengingunni þar sem hann setti niður þrist, snúningstvist í teignum og tvö vítaskot þegar að átta sekúndur voru eftir. Frammistaðan var söguleg því Cousins varð sá fyrsti sem skorar yfir 40 stig, tekur 20 fráköst eða fleiri og gefur tíu stoðsendingar eða fleiri síðan goðsögnin Kareem Abdul-Jabbar gerði það fyrir Los Angeles Lakers árið 1972. Finninn Lauri Markkanen átti góðan leik fyrir Bulls en hann skoraði fjórtán stig og tók 17 fráköst en það dugði ekki fyrir Chicago sem er í basli í austurdeildinni. Bulls er í tólfta sæti með 18 sigra og 29 töp en það er fjórum sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppninni. Frammistöðu Boogie Cousins frá því í nótt má sjá í myndbandinu hér að neðan.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Sacramento Kings 112-107 Atlanta Hawks - Utah Jazz 104-90 Houston Rockets - Miami Heat 99-90 Memphis Grizzlies - Philadelphia 76errs 105-101 Milwaukee Bucks - Phoenix Suns 109-105 New Orleans Pelicans - Chicago Bulls 132-128 Dallas Mavericks - Washington Wizards 98-75 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 104-101 NBA Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
New Orleans Pelicans vann endurkomusigur á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar að liðið lagði Chicago Bulls, 132-128, í tvíframlengdum leik. Pelicans var mest 17 stigum undir en stjörnutvíeykið í teignum hjá heimamönnum, DeMarcus „Boogie“ Cousins og Anthony Davis, settu liðið á bakið og báru það í átt að öðrum sigri New Orleans í röð. Það er nú komið upp í sjötta sætu vesturdeildarinnar. Davis hefur verið á miklum skriði að undanförnu og skoraði 34 stig í nótt en það var Boogie sem fór gjörsamlega hamförum. Hann hlóð í rosalega þrennu með 44 stigum, 24 fráköstum og tíu stoðsendingum. Frammistaðan var svo mögnuð að besti körfuboltamaður heims, LeBron James, sá ekkert annað í stöðunni en að hrósa miðherjanum á Twitter fyrir þessa „sjúku tölfræðilínu“ eins og LeBron orðaði það.Yo @boogiecousins chill out man!! Sheesh!!! Super sick stat line — LeBron James (@KingJames) January 23, 2018 Cousins skoraði sjö stig í seinni framlengingunni þar sem hann setti niður þrist, snúningstvist í teignum og tvö vítaskot þegar að átta sekúndur voru eftir. Frammistaðan var söguleg því Cousins varð sá fyrsti sem skorar yfir 40 stig, tekur 20 fráköst eða fleiri og gefur tíu stoðsendingar eða fleiri síðan goðsögnin Kareem Abdul-Jabbar gerði það fyrir Los Angeles Lakers árið 1972. Finninn Lauri Markkanen átti góðan leik fyrir Bulls en hann skoraði fjórtán stig og tók 17 fráköst en það dugði ekki fyrir Chicago sem er í basli í austurdeildinni. Bulls er í tólfta sæti með 18 sigra og 29 töp en það er fjórum sigurleikjum frá sæti í úrslitakeppninni. Frammistöðu Boogie Cousins frá því í nótt má sjá í myndbandinu hér að neðan.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Sacramento Kings 112-107 Atlanta Hawks - Utah Jazz 104-90 Houston Rockets - Miami Heat 99-90 Memphis Grizzlies - Philadelphia 76errs 105-101 Milwaukee Bucks - Phoenix Suns 109-105 New Orleans Pelicans - Chicago Bulls 132-128 Dallas Mavericks - Washington Wizards 98-75 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 104-101
NBA Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira