Grunaður um áralöng brot gegn pilti Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. janúar 2018 06:00 Karlmaður var á föstudag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, grunaður um kynferðisbrot gegn pilti. vísir/gva Karlmaður á fimmtugsaldri var á föstudag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á meintum kynferðisbrotum hans gegn ungum pilti. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eiga brot mannsins að hafa staðið yfir um nokkurra ára skeið, fyrir nokkrum árum, þegar pilturinn var á barnsaldri og unglingur. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að maður hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn máls en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið sem væri á viðkvæmu stigi.Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Anton Brink Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins barst lögreglu kæra á hendur manninum í síðustu viku en ungi maðurinn sem kærði er nú um tvítugt. Heimildir herma að hin meintu brot hafi átt sér stað um nokkurra ára skeið. Samkvæmt heimildum var maðurinn handtekinn í síðustu viku og gerð húsleit á heimili hans í tengslum við rannsókn málsins. Á föstudag var hann síðan úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Á föstudag var gæsluvarðhald yfir manni á sextugsaldri í öðru máli framlengt um fjórar vikur. Sá er grunaður um að hafa brotið gegn sautján ára pilti um nokkurt skeið og hugsanlega fleiri börnum, líkt og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 á föstudag. Fréttablaðið greindi frá því í gær að óvenju mikill fjöldi kynferðisbrota gegn börnum væri nú til rannsóknar hjá lögreglu, eða tuttugu og níu mál. Frá miðju síðasta ári og fyrstu vikum þessa árs hefur málum fjölgað frá 11 á viku upp í 29 á viku. Grímur vildi í Fréttablaðinu í gær fara varlega í að túlka tölfræðina um of en að ekki væri hægt að útiloka að umræðan í kringum #metoo-byltinguna hefði eitthvað með fjölgunina að gera. Öll umræða auki vitund fólks og gæti þannig tengst þessari fjölgun mála á borði lögreglu. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær er lögreglan að taka kynferðisbrot gegn börnum föstum tökum. Starfsmenn embættisins hlutu nýverið sérstaka þjálfun til að takast á við og greina stafrænt ofbeldi gegn börnum sem færst hefur í vöxt. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri var á föstudag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á meintum kynferðisbrotum hans gegn ungum pilti. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eiga brot mannsins að hafa staðið yfir um nokkurra ára skeið, fyrir nokkrum árum, þegar pilturinn var á barnsaldri og unglingur. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að maður hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn máls en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið sem væri á viðkvæmu stigi.Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Anton Brink Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins barst lögreglu kæra á hendur manninum í síðustu viku en ungi maðurinn sem kærði er nú um tvítugt. Heimildir herma að hin meintu brot hafi átt sér stað um nokkurra ára skeið. Samkvæmt heimildum var maðurinn handtekinn í síðustu viku og gerð húsleit á heimili hans í tengslum við rannsókn málsins. Á föstudag var hann síðan úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Á föstudag var gæsluvarðhald yfir manni á sextugsaldri í öðru máli framlengt um fjórar vikur. Sá er grunaður um að hafa brotið gegn sautján ára pilti um nokkurt skeið og hugsanlega fleiri börnum, líkt og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 á föstudag. Fréttablaðið greindi frá því í gær að óvenju mikill fjöldi kynferðisbrota gegn börnum væri nú til rannsóknar hjá lögreglu, eða tuttugu og níu mál. Frá miðju síðasta ári og fyrstu vikum þessa árs hefur málum fjölgað frá 11 á viku upp í 29 á viku. Grímur vildi í Fréttablaðinu í gær fara varlega í að túlka tölfræðina um of en að ekki væri hægt að útiloka að umræðan í kringum #metoo-byltinguna hefði eitthvað með fjölgunina að gera. Öll umræða auki vitund fólks og gæti þannig tengst þessari fjölgun mála á borði lögreglu. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær er lögreglan að taka kynferðisbrot gegn börnum föstum tökum. Starfsmenn embættisins hlutu nýverið sérstaka þjálfun til að takast á við og greina stafrænt ofbeldi gegn börnum sem færst hefur í vöxt.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Sjá meira