Lærisveinar Kristjáns Andréssonar í sænska landsliðinu í handbolta unnu öruggan sigur á Hvíta-Rússlandi í milliriðli eitt á Evrópumótinu í Króatíu.
Svíar byrjuðu leikinn mun betur og voru fljótt komnir með fjögurra marka forystu, 6-2. Þá vöknuðu Hvít-Rússar aðeins til lífsins, en þó ekki meir en svo að þeir náðu mest að koma muninum niður í tvö mörk.
Svíar gáfu í á lokametrum fyrri hálfleiks og fóru með fimm marka forskot í hálfleikinn, 16-11. Hvít-Rússar gerðu annað áhlaup í upphafi seinni hálfleiks, en mennirnir hans Kristjáns náðu að standa það af sér og þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik var munurinn aftur kominn í fimm mörk.
Þaðan juku Svíar hægt og rólega forskotið og enduðu leikinn með níu marka sigri 29-20.
Staðan í milliriðli eitt fyrir lokaumferðina er því þannig að Frakkar eru í efsta sæti með 8 stig. Þar á eftir koma Svíar og Króatar með sex stig. Í loka umferðinni mætast Frakkar og Króatar innbyrðis og Svíar mæta Norðmönnum. Efstu tvö liðin fara í undanúrslit keppninnar.
Svíar rúlluðu Hvít-Rússum upp
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn







Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti