Vill draga úr umsvifum lífeyrissjóða í íslensku efnahagslífi Höskuldur Kári Schram skrifar 22. janúar 2018 18:45 Starfshópur um hlutverk lífeyrissjóða í atvinnulífinu leggur til að sjóðirnir auki fjárfestingar sínar í útlöndum og að almenningur fái auknar heimildir til að nýta iðgjöld til greiða niður húsnæðislán. Formaður hópsins segir nauðsynlegt að draga úr umsvifum sjóðanna hér á landi. Skýrsla starfshópsins var kynnt á sérstökum blaðamannafundi í dag en hópurinn fékk meðal annars það verkefni að meta umsvif lífeyrissjóða í íslensku efnahagslífi. Eignir lífeyrissjóða hafa tífaldast á síðustu tuttugum árum og eiga sjóðirnir nú um helming allra hlutabréfa í Kauphöll Íslands. Umsvif þeirra eru einnig mikil þegar kemur að skuldabréfum. Starfshópurinn leggur áherslu á að sjóðirnir auki fjárfestingar sínar í útlöndum en erlendar eignir eru nú um fjórðungur af heildareignum sjóðanna. „Það eru skráð um sextán félög á innlendum hlutabréfamarkaði. Það er ekki mikil áhættudreifing að fjárfesta í sextán félögum. Með því að fjárfesta erlendis geta sjóðirnir fjárfest í mörg hundruð félögum, mörgum löndum og mörgum atvinnugreinum. Það er að okkar mati nauðsynlegt til að dreifa áhættu og það hefur þau hliðaráhrif að það dregur úr innlendum umsvifum,“ segir Gunnar Baldvinsson formaður starfshópsins. Starfshópurinn vill líka sjá aukið gagnsæi og að sjóðunum verði gert að móta stefnu um stjórnarhætti í fyrirtækjum. Þá er líka lagt til að almenningur fái auknar heimildir til að ráðstafa iðgjöldum til að greiða niður húsnæðislán en þannig megi líka draga úr umsvifum sjóðanna. Er þá miðað við að lágmarksiðgjöld verði hækkuð í 15,5 prósent og hægt verði að nýta 3,5 prósent til að greiða niður húsnæðislán. „Við höfum séð útreikninga sem sýna fram á að 15,5 prósent iðgjald skilar mjög góðum eftirlaunum. Þau verða enn betri ef menn eru með viðbótarlífeyrissparnað. Það er líka til þess að stuðla að dreifðari ákvarðanatöku og að sjóðsfélagar hafi meira um iðgjaldið sitt að segja,“ segir Gunnar. Efnahagsmál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Starfshópur um hlutverk lífeyrissjóða í atvinnulífinu leggur til að sjóðirnir auki fjárfestingar sínar í útlöndum og að almenningur fái auknar heimildir til að nýta iðgjöld til greiða niður húsnæðislán. Formaður hópsins segir nauðsynlegt að draga úr umsvifum sjóðanna hér á landi. Skýrsla starfshópsins var kynnt á sérstökum blaðamannafundi í dag en hópurinn fékk meðal annars það verkefni að meta umsvif lífeyrissjóða í íslensku efnahagslífi. Eignir lífeyrissjóða hafa tífaldast á síðustu tuttugum árum og eiga sjóðirnir nú um helming allra hlutabréfa í Kauphöll Íslands. Umsvif þeirra eru einnig mikil þegar kemur að skuldabréfum. Starfshópurinn leggur áherslu á að sjóðirnir auki fjárfestingar sínar í útlöndum en erlendar eignir eru nú um fjórðungur af heildareignum sjóðanna. „Það eru skráð um sextán félög á innlendum hlutabréfamarkaði. Það er ekki mikil áhættudreifing að fjárfesta í sextán félögum. Með því að fjárfesta erlendis geta sjóðirnir fjárfest í mörg hundruð félögum, mörgum löndum og mörgum atvinnugreinum. Það er að okkar mati nauðsynlegt til að dreifa áhættu og það hefur þau hliðaráhrif að það dregur úr innlendum umsvifum,“ segir Gunnar Baldvinsson formaður starfshópsins. Starfshópurinn vill líka sjá aukið gagnsæi og að sjóðunum verði gert að móta stefnu um stjórnarhætti í fyrirtækjum. Þá er líka lagt til að almenningur fái auknar heimildir til að ráðstafa iðgjöldum til að greiða niður húsnæðislán en þannig megi líka draga úr umsvifum sjóðanna. Er þá miðað við að lágmarksiðgjöld verði hækkuð í 15,5 prósent og hægt verði að nýta 3,5 prósent til að greiða niður húsnæðislán. „Við höfum séð útreikninga sem sýna fram á að 15,5 prósent iðgjald skilar mjög góðum eftirlaunum. Þau verða enn betri ef menn eru með viðbótarlífeyrissparnað. Það er líka til þess að stuðla að dreifðari ákvarðanatöku og að sjóðsfélagar hafi meira um iðgjaldið sitt að segja,“ segir Gunnar.
Efnahagsmál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira