Tony Parker er nú orðinn varamaður Dejounte Murray hjá San Antonio Spurs en Murray er á sínu öðru ári í deildinni.
Parker kom til baka inn í Spurs-liðið í vetur eftir að farið í aðgerð í sumar. Hann var búinn að byrja 21 leik á tímabilinu þegar Popovich tók þessa ákvörðun.
„Pop sagði mér frá þessu. Að nú væri kominn tími og ég svaraði: Ekkert vandamál. Alveg eins og hjá Manu (Ginobili) eða hjá Pau (Gasol) þá kemur alltaf að þessu,“ sagði Tony Parker í viðtali við Express-News.
„Ef Pop telur að þetta sé gott fyrir liðið þá mun ég reyna að gera mitt besta í þessu hlutverki. Ég styð ákvörðun Pop. Ég reyni að gera mitt með þeim Manu og Patty (Mills),“ sagði Parker. Hann hefur samt engu gleymt.
that dish, TP. pic.twitter.com/GaUiYujV7u
— San Antonio Spurs (@spurs) January 22, 2018
Tony Parker er með 8,2 stig og 4,0 stoðsendingar að meðaltali á 21,6 mínútum á þessu tímabili en í fyrra var hann með 10,1 stig og 4,5 stoðsendingar að meðaltali á 25,2 mínútum. Hann besta tímabili var 2008-09 en þá var hann með 22,0 stig og 6,9 stoðsendingar að meðaltali
Dejounte Murray er með 6,3 stig og 2,5 stoðsendingar að meðaltali á 18,1 mínútu það sem af er á tímabili en það má búast við því að hann hækki þær tölur nú þegar hann er orðinn byrjunarliðsmaður. Hér fyrir neðan sést hann skora góða körfu.
.@DejounteMurray attacks the rim and gets the floater to fall!
Stream the second-half action on #FOXSportsGO! https://t.co/OkEUJMhFRcpic.twitter.com/IEiPIcWMZD
— FOX Sports Southwest (@FOXSportsSW) January 22, 2018