Aukin eftirspurn eftir kókaíni rakin til góðæris Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. janúar 2018 18:54 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á talsvert meira magn kókaíni í fyrra miðað við síðustu ár og var meira af því í umferð en oft áður. Kókaín er eitt dýrasta fíkniefnið á markaðnum og telur sérfræðingur hjá lögreglunni að efnahagsástand hafi áhrif á þróunina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á talsvert meira magn af hörðum fíkniefnum árið 2017 miðað við síðustu ár. Samkvæmt bráðabirgðartölum lögreglunnar var hald lagt á meira magn af amfetamíni, ecstasy og kókaíni. Mesta aukningin er á haldlögðu kókaíni en árið 2017 lagði lögreglan hald á 1.809 grömm en aðeins 621 grömm árið 2016. Árið 2016 lagði lögreglan hald á 8.801 grömm af amfetamíni en í fyrra var lagt hald á 11.926 grömm. Þá var hald lagt á 4.345 grömm af ecstasy í fyrra en aðeins 1.814 grömm árið 2016.Fíkniefni ríka mannsins Þá hefur fjöldi haldlagninga einnig aukist talsvert en árið 2014 lagði lögreglan að meðaltali hald á kókaín tíu sinnum í mánuði. Árið 2017 voru haldlagningarnar hins vegar orðnar tuttugu á mánuði að meðaltali. Kókaín hefur haft það orð á sér að vera fíkniefni ríka mannsins sökum þess hversu dýrt það er en eftir því sem fréttastofa kemst næst er algengt að grammið sé selt á allt að 15 þúsund krónur. Jónas Orri Jónasson, sérfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að svipuð þróun hafi sést síðast á árunum fyrir hrun. „Við tókum líka eftir sömu þróun í kring um 2006 og 2007. Þegar kaupmáttur þjóðarinnar eykst þá breytist kannski aðeins neyslumynstrið í því hvaða fíkniefnum fólk er að neyta í samfélaginu,“ segir Jónas Orri. Skráðum brotum hefur einnig fjölgað hjá lögreglunni en árið 2017 voru 153 teknir fyrir sölu og dreifingu fíkniefna en þeir voru 120 árið 2016 og 133 árið þar á undan 1.191 mál er varða vörslu og meðferð fíkniefna voru skráð hjá lögreglu í fyrra en þau voru 932 árið 2016 og 947 árið 2015. „Stærsti hlutinn af þessum málum koma upp í öðrum málum. Kannski í akstri undir áhrifum eða í ofbeldismálum sem við förum inn í eða heimilisofbeldi eða þess háttar,“ segir Jónas Orri. Lögreglumál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á talsvert meira magn kókaíni í fyrra miðað við síðustu ár og var meira af því í umferð en oft áður. Kókaín er eitt dýrasta fíkniefnið á markaðnum og telur sérfræðingur hjá lögreglunni að efnahagsástand hafi áhrif á þróunina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á talsvert meira magn af hörðum fíkniefnum árið 2017 miðað við síðustu ár. Samkvæmt bráðabirgðartölum lögreglunnar var hald lagt á meira magn af amfetamíni, ecstasy og kókaíni. Mesta aukningin er á haldlögðu kókaíni en árið 2017 lagði lögreglan hald á 1.809 grömm en aðeins 621 grömm árið 2016. Árið 2016 lagði lögreglan hald á 8.801 grömm af amfetamíni en í fyrra var lagt hald á 11.926 grömm. Þá var hald lagt á 4.345 grömm af ecstasy í fyrra en aðeins 1.814 grömm árið 2016.Fíkniefni ríka mannsins Þá hefur fjöldi haldlagninga einnig aukist talsvert en árið 2014 lagði lögreglan að meðaltali hald á kókaín tíu sinnum í mánuði. Árið 2017 voru haldlagningarnar hins vegar orðnar tuttugu á mánuði að meðaltali. Kókaín hefur haft það orð á sér að vera fíkniefni ríka mannsins sökum þess hversu dýrt það er en eftir því sem fréttastofa kemst næst er algengt að grammið sé selt á allt að 15 þúsund krónur. Jónas Orri Jónasson, sérfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að svipuð þróun hafi sést síðast á árunum fyrir hrun. „Við tókum líka eftir sömu þróun í kring um 2006 og 2007. Þegar kaupmáttur þjóðarinnar eykst þá breytist kannski aðeins neyslumynstrið í því hvaða fíkniefnum fólk er að neyta í samfélaginu,“ segir Jónas Orri. Skráðum brotum hefur einnig fjölgað hjá lögreglunni en árið 2017 voru 153 teknir fyrir sölu og dreifingu fíkniefna en þeir voru 120 árið 2016 og 133 árið þar á undan 1.191 mál er varða vörslu og meðferð fíkniefna voru skráð hjá lögreglu í fyrra en þau voru 932 árið 2016 og 947 árið 2015. „Stærsti hlutinn af þessum málum koma upp í öðrum málum. Kannski í akstri undir áhrifum eða í ofbeldismálum sem við förum inn í eða heimilisofbeldi eða þess háttar,“ segir Jónas Orri.
Lögreglumál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira