Aukin eftirspurn eftir kókaíni rakin til góðæris Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. janúar 2018 18:54 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á talsvert meira magn kókaíni í fyrra miðað við síðustu ár og var meira af því í umferð en oft áður. Kókaín er eitt dýrasta fíkniefnið á markaðnum og telur sérfræðingur hjá lögreglunni að efnahagsástand hafi áhrif á þróunina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á talsvert meira magn af hörðum fíkniefnum árið 2017 miðað við síðustu ár. Samkvæmt bráðabirgðartölum lögreglunnar var hald lagt á meira magn af amfetamíni, ecstasy og kókaíni. Mesta aukningin er á haldlögðu kókaíni en árið 2017 lagði lögreglan hald á 1.809 grömm en aðeins 621 grömm árið 2016. Árið 2016 lagði lögreglan hald á 8.801 grömm af amfetamíni en í fyrra var lagt hald á 11.926 grömm. Þá var hald lagt á 4.345 grömm af ecstasy í fyrra en aðeins 1.814 grömm árið 2016.Fíkniefni ríka mannsins Þá hefur fjöldi haldlagninga einnig aukist talsvert en árið 2014 lagði lögreglan að meðaltali hald á kókaín tíu sinnum í mánuði. Árið 2017 voru haldlagningarnar hins vegar orðnar tuttugu á mánuði að meðaltali. Kókaín hefur haft það orð á sér að vera fíkniefni ríka mannsins sökum þess hversu dýrt það er en eftir því sem fréttastofa kemst næst er algengt að grammið sé selt á allt að 15 þúsund krónur. Jónas Orri Jónasson, sérfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að svipuð þróun hafi sést síðast á árunum fyrir hrun. „Við tókum líka eftir sömu þróun í kring um 2006 og 2007. Þegar kaupmáttur þjóðarinnar eykst þá breytist kannski aðeins neyslumynstrið í því hvaða fíkniefnum fólk er að neyta í samfélaginu,“ segir Jónas Orri. Skráðum brotum hefur einnig fjölgað hjá lögreglunni en árið 2017 voru 153 teknir fyrir sölu og dreifingu fíkniefna en þeir voru 120 árið 2016 og 133 árið þar á undan 1.191 mál er varða vörslu og meðferð fíkniefna voru skráð hjá lögreglu í fyrra en þau voru 932 árið 2016 og 947 árið 2015. „Stærsti hlutinn af þessum málum koma upp í öðrum málum. Kannski í akstri undir áhrifum eða í ofbeldismálum sem við förum inn í eða heimilisofbeldi eða þess háttar,“ segir Jónas Orri. Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á talsvert meira magn kókaíni í fyrra miðað við síðustu ár og var meira af því í umferð en oft áður. Kókaín er eitt dýrasta fíkniefnið á markaðnum og telur sérfræðingur hjá lögreglunni að efnahagsástand hafi áhrif á þróunina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á talsvert meira magn af hörðum fíkniefnum árið 2017 miðað við síðustu ár. Samkvæmt bráðabirgðartölum lögreglunnar var hald lagt á meira magn af amfetamíni, ecstasy og kókaíni. Mesta aukningin er á haldlögðu kókaíni en árið 2017 lagði lögreglan hald á 1.809 grömm en aðeins 621 grömm árið 2016. Árið 2016 lagði lögreglan hald á 8.801 grömm af amfetamíni en í fyrra var lagt hald á 11.926 grömm. Þá var hald lagt á 4.345 grömm af ecstasy í fyrra en aðeins 1.814 grömm árið 2016.Fíkniefni ríka mannsins Þá hefur fjöldi haldlagninga einnig aukist talsvert en árið 2014 lagði lögreglan að meðaltali hald á kókaín tíu sinnum í mánuði. Árið 2017 voru haldlagningarnar hins vegar orðnar tuttugu á mánuði að meðaltali. Kókaín hefur haft það orð á sér að vera fíkniefni ríka mannsins sökum þess hversu dýrt það er en eftir því sem fréttastofa kemst næst er algengt að grammið sé selt á allt að 15 þúsund krónur. Jónas Orri Jónasson, sérfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að svipuð þróun hafi sést síðast á árunum fyrir hrun. „Við tókum líka eftir sömu þróun í kring um 2006 og 2007. Þegar kaupmáttur þjóðarinnar eykst þá breytist kannski aðeins neyslumynstrið í því hvaða fíkniefnum fólk er að neyta í samfélaginu,“ segir Jónas Orri. Skráðum brotum hefur einnig fjölgað hjá lögreglunni en árið 2017 voru 153 teknir fyrir sölu og dreifingu fíkniefna en þeir voru 120 árið 2016 og 133 árið þar á undan 1.191 mál er varða vörslu og meðferð fíkniefna voru skráð hjá lögreglu í fyrra en þau voru 932 árið 2016 og 947 árið 2015. „Stærsti hlutinn af þessum málum koma upp í öðrum málum. Kannski í akstri undir áhrifum eða í ofbeldismálum sem við förum inn í eða heimilisofbeldi eða þess háttar,“ segir Jónas Orri.
Lögreglumál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira