Ólympíuhafi mætti Nassar í dómsal: „Þú ert svo sjúkur“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. janúar 2018 22:44 Aly Raisman er tvöfaldur ólympíumeistari í fimleikum. Vísir/Getty Fimleikakonan Aly Raisman varð í gær 73. þolandi læknisins Larry Nassar til að lesa yfirlýsingu í dómsal fyrir framan Nassar. Hann hefur játað í sjö ákæruliðum þar sem hann er sakaður um kynferðisofbeldi og hefur játað að misnota stúlkur undir því yfirskini að veita þeim læknisaðstoð. Í yfirlýsingu sinni á föstudag sagði Raisman, sem hefur þrisvar unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum fyrir hönd Bandaríkjanna, að Ólympíunefnd Bandaríkjanna og Fimleikasambandið hafi brugðist henni. „Þeir hafa ekki hikað við að græða á minni velgengni,“ sagði Raisman. „En höfðu þeir samband þegar ég steig fram? Nei.“ Snerist hugur um að flytja yfirlýsingu Raisman hafði áður tilkynnt að hún hygðist ekki vera viðstödd réttarhöldin yfir Nassar en sagði að henni hefði snúist hugur eftir að hafa fylgst með réttarhöldunum. „Larry, þú áttar þig á því að þessi hópur kvenna sem þú misnotaðir yfir langan tíma eru nú afl. Og þú ert ekkert,“ sagði Raisman. „Nú hefur dæmið snúist við Larry. Við erum hér. Við höfum raddir okkar. Og við erum ekki að fara neitt. Nú er komið að þér að hlusta á mig.“ Afplánar 60 ára fangelsisdóm Nassar hefur verið sakaður um að brjóta á meira en 150 ólögráða stúlkum þegar hann vann fyrir Fimleikasamband Bandaríkjanna. Í desember árið 2018 var Nassar handtekinn af alríkislögreglunni eftir að meira en 37 þúsund skrár af barnaníðsefni fundust í tölvu hans, sem og myndbönd þar sem hann sást brjóta á ólögráða stúlkum. Nassar afplánar nú 60 ára fangelsisdóm vegna málsins og á yfir höfði sér enn lengri dóm ef hann verður sakfelldur fyrir að brjóta á skjólstæðingum sínum hjá Fimleikasambandinu. „Ímyndaðu þér hvernig að er að vera saklaus táningur í ókunnugu landi, heyra bankað á hurðina og það ert þú,“ sagði Raisman. „Ég vil ekki að þú sért þar, en ég hef ekkert val. [...] Liggjandi á maganum með þig á rúminu þar sem þú sagðir að óviðeigandi snerting þín myndi lækna sársauka minn. [...] Þú ert svo sjúkur að ég get ekki lýst hversu reið ég er þegar ég hugsa um þig.“ Yfirlýsingu Raisman má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. MeToo Mál Larry Nassar Bandaríkin Fimleikar Tengdar fréttir Ólympíumeistarinn tjáir sig um Nassar: Ég hélt ég myndi deyja McKayla Maroney er ein af hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. 19. janúar 2018 09:30 Nassar misnotaði líka frægustu fimleikakonu heims Fjórfaldur Ólympíumeistari frá því í Ríó 2016 og frægasta fimleikakona samtímans, Simone Biles, hefur nú bæst í hóp þeirra sem saka lækni bandaríska fimleikalandsliðsins um misnotkum og kynferðisbrot. 16. janúar 2018 08:30 Fimleikalæknirinn dæmdur í 60 ára fangelsi fyrir barnaníðsefni Maðurinn sem braut kynferðislega á skærustu fimleikastjörnum Bandaríkjanna fer á bak við lás og slá. 8. desember 2017 09:00 „Litlar stelpur verða að sterkum konum sem snúa aftur og rústa þínum heimi“ Kyle Stephens ein af fórnarlömbum læknisins Larry Nassar flutti áhrifamikla ræðu yfir Nassar í réttarsal í gær. 17. janúar 2018 09:00 Fimleikasambandið greiddi gullverðlaunahafa fyrir að þegja um kynferðisbrot Gullverðlaunahafinn frá ÓL, McKayla Maroney, er farin í mál við bandaríska fimleikasambandið þar sem það gekk langt til þess að fela að læknir landsliðsins, Larry Nassar, hefði misnotað hana kynferðislega. 21. desember 2017 13:00 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Sjá meira
Fimleikakonan Aly Raisman varð í gær 73. þolandi læknisins Larry Nassar til að lesa yfirlýsingu í dómsal fyrir framan Nassar. Hann hefur játað í sjö ákæruliðum þar sem hann er sakaður um kynferðisofbeldi og hefur játað að misnota stúlkur undir því yfirskini að veita þeim læknisaðstoð. Í yfirlýsingu sinni á föstudag sagði Raisman, sem hefur þrisvar unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikum fyrir hönd Bandaríkjanna, að Ólympíunefnd Bandaríkjanna og Fimleikasambandið hafi brugðist henni. „Þeir hafa ekki hikað við að græða á minni velgengni,“ sagði Raisman. „En höfðu þeir samband þegar ég steig fram? Nei.“ Snerist hugur um að flytja yfirlýsingu Raisman hafði áður tilkynnt að hún hygðist ekki vera viðstödd réttarhöldin yfir Nassar en sagði að henni hefði snúist hugur eftir að hafa fylgst með réttarhöldunum. „Larry, þú áttar þig á því að þessi hópur kvenna sem þú misnotaðir yfir langan tíma eru nú afl. Og þú ert ekkert,“ sagði Raisman. „Nú hefur dæmið snúist við Larry. Við erum hér. Við höfum raddir okkar. Og við erum ekki að fara neitt. Nú er komið að þér að hlusta á mig.“ Afplánar 60 ára fangelsisdóm Nassar hefur verið sakaður um að brjóta á meira en 150 ólögráða stúlkum þegar hann vann fyrir Fimleikasamband Bandaríkjanna. Í desember árið 2018 var Nassar handtekinn af alríkislögreglunni eftir að meira en 37 þúsund skrár af barnaníðsefni fundust í tölvu hans, sem og myndbönd þar sem hann sást brjóta á ólögráða stúlkum. Nassar afplánar nú 60 ára fangelsisdóm vegna málsins og á yfir höfði sér enn lengri dóm ef hann verður sakfelldur fyrir að brjóta á skjólstæðingum sínum hjá Fimleikasambandinu. „Ímyndaðu þér hvernig að er að vera saklaus táningur í ókunnugu landi, heyra bankað á hurðina og það ert þú,“ sagði Raisman. „Ég vil ekki að þú sért þar, en ég hef ekkert val. [...] Liggjandi á maganum með þig á rúminu þar sem þú sagðir að óviðeigandi snerting þín myndi lækna sársauka minn. [...] Þú ert svo sjúkur að ég get ekki lýst hversu reið ég er þegar ég hugsa um þig.“ Yfirlýsingu Raisman má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
MeToo Mál Larry Nassar Bandaríkin Fimleikar Tengdar fréttir Ólympíumeistarinn tjáir sig um Nassar: Ég hélt ég myndi deyja McKayla Maroney er ein af hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. 19. janúar 2018 09:30 Nassar misnotaði líka frægustu fimleikakonu heims Fjórfaldur Ólympíumeistari frá því í Ríó 2016 og frægasta fimleikakona samtímans, Simone Biles, hefur nú bæst í hóp þeirra sem saka lækni bandaríska fimleikalandsliðsins um misnotkum og kynferðisbrot. 16. janúar 2018 08:30 Fimleikalæknirinn dæmdur í 60 ára fangelsi fyrir barnaníðsefni Maðurinn sem braut kynferðislega á skærustu fimleikastjörnum Bandaríkjanna fer á bak við lás og slá. 8. desember 2017 09:00 „Litlar stelpur verða að sterkum konum sem snúa aftur og rústa þínum heimi“ Kyle Stephens ein af fórnarlömbum læknisins Larry Nassar flutti áhrifamikla ræðu yfir Nassar í réttarsal í gær. 17. janúar 2018 09:00 Fimleikasambandið greiddi gullverðlaunahafa fyrir að þegja um kynferðisbrot Gullverðlaunahafinn frá ÓL, McKayla Maroney, er farin í mál við bandaríska fimleikasambandið þar sem það gekk langt til þess að fela að læknir landsliðsins, Larry Nassar, hefði misnotað hana kynferðislega. 21. desember 2017 13:00 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Sjá meira
Ólympíumeistarinn tjáir sig um Nassar: Ég hélt ég myndi deyja McKayla Maroney er ein af hundrað konum sem eiga það sameiginlegt að vera fórnarlamb bandaríska læknisins Larry Nassar. 19. janúar 2018 09:30
Nassar misnotaði líka frægustu fimleikakonu heims Fjórfaldur Ólympíumeistari frá því í Ríó 2016 og frægasta fimleikakona samtímans, Simone Biles, hefur nú bæst í hóp þeirra sem saka lækni bandaríska fimleikalandsliðsins um misnotkum og kynferðisbrot. 16. janúar 2018 08:30
Fimleikalæknirinn dæmdur í 60 ára fangelsi fyrir barnaníðsefni Maðurinn sem braut kynferðislega á skærustu fimleikastjörnum Bandaríkjanna fer á bak við lás og slá. 8. desember 2017 09:00
„Litlar stelpur verða að sterkum konum sem snúa aftur og rústa þínum heimi“ Kyle Stephens ein af fórnarlömbum læknisins Larry Nassar flutti áhrifamikla ræðu yfir Nassar í réttarsal í gær. 17. janúar 2018 09:00
Fimleikasambandið greiddi gullverðlaunahafa fyrir að þegja um kynferðisbrot Gullverðlaunahafinn frá ÓL, McKayla Maroney, er farin í mál við bandaríska fimleikasambandið þar sem það gekk langt til þess að fela að læknir landsliðsins, Larry Nassar, hefði misnotað hana kynferðislega. 21. desember 2017 13:00