Uppeldisaðferðin RIE hefur slegið í gegn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. janúar 2018 20:00 Uppeldisaðferðin RIE eða virðingarríkt tengslauppeldi hefur slegið í gegn meðal foreldra á Íslandi undanfarna mánuði en hún gengur meðal annars út á frjálsan leik barna. Í dag var opnaður ævintýraleikvöllur undir áhrifum hennar en þangað mætti fjöldi barna sem léku sér við efnivið á borð við spítur, pappakassa og klósettrúllur. RIE, Respectful Parenting, eða virðingarríkt tengslauppeldi er uppeldisaðferð sem hefur hlotið mikla athygli síðustu ár. Hugmyndafræðin byggir á virðingu og trausti í uppeldi en samkvæmt henni eiga foreldrar til að mynda frá fyrsta degi að tala eðlilega við börnin og sleppa öllu leikriti. Þá er einn þáttur hennar er frjáls leikur barna en RIE foreldrafélagið var með svokallaðan ævintýraleikvöll í dag sem var innblásin af hugmyndafræðinni. Þannig er börnum boðið upp á alls kyns efnivið sem þau leika sér með á eigin forsendum, svo sem pappakassa,efnisbúta, plastbox, spítur, potta og teip. „Þetta er opin efniviður sem hefur enga fyrirfram ákveðið hlutverk og þá þurfa krakkarnir að ákveða hvernig þau ætla að láta þennan efniverð einhvernvegin verða að einhverju,“ segir Kristín Maríella, sem hefur orðið einskonar talskona RIE á Íslandi, en hún heldur úti bloggsíðu um hugmyndafræðina. Kristín segir að að þeir sem tileinki sér RIE reyni að forðast of flókin leikföng. „Af því þá erum við að ala upp krakka sem eru vanir því að það sé endalaust verið að skemmta þeim í staðinn fyrir að þau séu að skemmta sjálfum sér,“ segir Kristín. Erfitt er að segja hversu margir foreldrar á Íslandi nota þessa uppeldisaðferð en mörg þúsund foreldrar eru virkir meðlimir í Facebook-hópnum Rie á Íslandi. Kristín segist hafa fundið fyrir gríðarlega aukum áhuga síðasta árið. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Uppeldisaðferðin RIE eða virðingarríkt tengslauppeldi hefur slegið í gegn meðal foreldra á Íslandi undanfarna mánuði en hún gengur meðal annars út á frjálsan leik barna. Í dag var opnaður ævintýraleikvöllur undir áhrifum hennar en þangað mætti fjöldi barna sem léku sér við efnivið á borð við spítur, pappakassa og klósettrúllur. RIE, Respectful Parenting, eða virðingarríkt tengslauppeldi er uppeldisaðferð sem hefur hlotið mikla athygli síðustu ár. Hugmyndafræðin byggir á virðingu og trausti í uppeldi en samkvæmt henni eiga foreldrar til að mynda frá fyrsta degi að tala eðlilega við börnin og sleppa öllu leikriti. Þá er einn þáttur hennar er frjáls leikur barna en RIE foreldrafélagið var með svokallaðan ævintýraleikvöll í dag sem var innblásin af hugmyndafræðinni. Þannig er börnum boðið upp á alls kyns efnivið sem þau leika sér með á eigin forsendum, svo sem pappakassa,efnisbúta, plastbox, spítur, potta og teip. „Þetta er opin efniviður sem hefur enga fyrirfram ákveðið hlutverk og þá þurfa krakkarnir að ákveða hvernig þau ætla að láta þennan efniverð einhvernvegin verða að einhverju,“ segir Kristín Maríella, sem hefur orðið einskonar talskona RIE á Íslandi, en hún heldur úti bloggsíðu um hugmyndafræðina. Kristín segir að að þeir sem tileinki sér RIE reyni að forðast of flókin leikföng. „Af því þá erum við að ala upp krakka sem eru vanir því að það sé endalaust verið að skemmta þeim í staðinn fyrir að þau séu að skemmta sjálfum sér,“ segir Kristín. Erfitt er að segja hversu margir foreldrar á Íslandi nota þessa uppeldisaðferð en mörg þúsund foreldrar eru virkir meðlimir í Facebook-hópnum Rie á Íslandi. Kristín segist hafa fundið fyrir gríðarlega aukum áhuga síðasta árið.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira