Formúla 1 hættir að nota skiltastelpur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. febrúar 2018 07:00 Aðalhlutverk skiltastelpnanna er að auglýsa styrktaraðila Formúlunnar Vísir/Getty Fáklæddar fyrirsætur munu ekki lengur vera látnar ganga um með skilti í Formúlu 1 kappökstrum. Stelpurnar hafa gengt því hlutverki að halda uppi skilti með númeri hvers keppanda og taka á móti ökuþórunum sem komast á verðlaunapall. Markaðsstjóri Formúlu 1, Sean Bratches, sagði breytinguna vera hluti af framtíðarsýn íþróttarinnar. „Þrátt fyrir að skiltastelpur hafi verið hluti af Formúlu 1 í áratugi þá finnst okkur að þessi hefð sé ekki í takt við þau gildi sem við viljum tileinka okkur né við nútímasamfélag,“ sagði Bratches. Í könnun sem BBC Sport gerði í desember vildi meira en helmingur þáttakenda að skiltastelpurnar yrðu áfram hluti af Formúlunni. Margar stúlknanna eru þó ósáttar við þessa ákvörðun. „Ég er í miklu uppnámi og bíður í raun við því að F1 hafi látið undan þrýstingi minnihlutans,“ sagðo Charlotte Gash sem var skiltastelpa í hlutastarfi. „Ég veit að við eigum að vera þarna til þess að líta vel út þegar við erum úti á brautinni, en ég var aðallega í því að tala við stuðningsmennina og var í raun auglýsing fyrir styrktaraðilana. Við elskum vinnuna okkar og viljum ekki að hún sé tekin af okkur.“ Caroline Hall, fyrrum skiltastelpa, tekur undir með Gash. „Mér finnst sorglegt að þeir hafi farið í svo afdrifaríka ákvörðun svo fljótt. Þeir hefðu getað nútímavætt hlutverkið fyrst í stað þess að taka það alveg út.“ Formúla Tengdar fréttir Konur fylgja karlkyns keppendum í pílu ekki lengur upp á svið Ákveðið hefur verið að konur hætti að labba með körlum upp á svið. 27. janúar 2018 13:30 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Sjá meira
Fáklæddar fyrirsætur munu ekki lengur vera látnar ganga um með skilti í Formúlu 1 kappökstrum. Stelpurnar hafa gengt því hlutverki að halda uppi skilti með númeri hvers keppanda og taka á móti ökuþórunum sem komast á verðlaunapall. Markaðsstjóri Formúlu 1, Sean Bratches, sagði breytinguna vera hluti af framtíðarsýn íþróttarinnar. „Þrátt fyrir að skiltastelpur hafi verið hluti af Formúlu 1 í áratugi þá finnst okkur að þessi hefð sé ekki í takt við þau gildi sem við viljum tileinka okkur né við nútímasamfélag,“ sagði Bratches. Í könnun sem BBC Sport gerði í desember vildi meira en helmingur þáttakenda að skiltastelpurnar yrðu áfram hluti af Formúlunni. Margar stúlknanna eru þó ósáttar við þessa ákvörðun. „Ég er í miklu uppnámi og bíður í raun við því að F1 hafi látið undan þrýstingi minnihlutans,“ sagðo Charlotte Gash sem var skiltastelpa í hlutastarfi. „Ég veit að við eigum að vera þarna til þess að líta vel út þegar við erum úti á brautinni, en ég var aðallega í því að tala við stuðningsmennina og var í raun auglýsing fyrir styrktaraðilana. Við elskum vinnuna okkar og viljum ekki að hún sé tekin af okkur.“ Caroline Hall, fyrrum skiltastelpa, tekur undir með Gash. „Mér finnst sorglegt að þeir hafi farið í svo afdrifaríka ákvörðun svo fljótt. Þeir hefðu getað nútímavætt hlutverkið fyrst í stað þess að taka það alveg út.“
Formúla Tengdar fréttir Konur fylgja karlkyns keppendum í pílu ekki lengur upp á svið Ákveðið hefur verið að konur hætti að labba með körlum upp á svið. 27. janúar 2018 13:30 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Sjá meira
Konur fylgja karlkyns keppendum í pílu ekki lengur upp á svið Ákveðið hefur verið að konur hætti að labba með körlum upp á svið. 27. janúar 2018 13:30