Samkvæmt réttarmeinafræðingi í Los Angeles missti Butler stjórn á Range Rover bifreið sinni í nótt, aðfaranótt miðvikudags, með þeim afleiðingum að bifreiðin skall á vegg og velti yfir á toppinn.
Butler spilaði fyrir lið Miami Heat og þrátt fyrir að hafa ekki náð að verða að stórstjörnu þá átti hann 13 ár í NBA deildinni og var þekktur fyrir að vera mjög duglegur leikmaður.
Eiginkona Butler var söngkona sem tók meðal annars þátt í einni af fyrstu þáttaröðum bandaríska Idolsins þar sem hún lenti í 12. sæti.
Félagar hans hafa sent samúðarkveðjur sínar í dag, þar á meðan Dwayne Wade, en þeir spiluðu saman í Miami.
Come on man. Damn. The world just lost a great dude. RIP Rasual “Bop” Butler! https://t.co/tufRq2H3AI
— DWade (@DwyaneWade) January 31, 2018
We are deeply saddened by the passing of Rasual Butler and his wife, Leah LaBelle. Our sincere condolences, thoughts and prayers go out to the family and many friends of Rasual and Leah. They will be missed. pic.twitter.com/djezmpHd5h
— Miami HEAT (@MiamiHEAT) January 31, 2018