Helmut Spahn er yfirmaður öryggismála FIFA og hann fullvissar fólk um að það geti átt von á öryggri fótboltaveislu í Rússlandi frá 14. júní til 15. júní.
Íslenska fótboltalandsliðið er á leiðinni á sína fyrstu heimsmeistarakeppni en nú þegar Ísland mætir til leiks þá hefur hryðjuverkaógnin aldrei verið meiri.
„Öryggisráðstafanir verða eins og á flugvelli eða jafnvel enn meiri,“ sagði Helmut Spahn á SPOBIS Sports Economy ráðstefnunni í Düsseldorf.
WM: WM 2018: Sicherheitsmaßnahmen "höher als am Flughafen" https://t.co/kHDm5DgNd6
— Helmut Spahn (@spahnicss) January 30, 2018
„Við munum reyna að bjóða upp á eins miklar öryggisráðstafanir og við getum en um leið með eins litlum hömlum og hægt er,“ sagði Spahn. Það má engu að síður búast víða við töfum enda þurfa öryggisverðirnir að fara í gegnum marga bakpoka áður en þeir hleypa fólkinu inn á leikvangana.
Helmut Spahn talaði ennfremur um það að mest krefjandi verkefni fyrir hann og hans deild innan FIFA sé eftirlit með því sem er í gangi á sasmfélagsmiðlunum. Netöryggi og hryðjuverkaógnunin eru einnig mjög mikilvæg málefni fyrir FIFA að mati Spahn.