Tíu árum síðar berast enn tilkynningar um tjón vegna Suðurlandsskjálftans Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. janúar 2018 06:00 Tjónið í Suðurlandsskjálftanum í maí 2008 er metið á 15 milljarða króna á verðlagi dagsins í dag. Skjálftinn var 6,3 að stærð. vísir/stefán Viðlagatryggingu Íslands berast enn einstaka tilkynningar um tjón vegna Suðurlandsskjálftans í maí 2008, einkum vegna skemmda sem af einhverjum ástæðum hafa ekki verið sýnilegar eigendum. „Dæmi um slík tjón eru skemmdir á fráveitulögnum undir gólfplötum fasteigna. Frestur til að tilkynna tjón sem ætla má að tjónþola hafi verið kunnugt um er hins vegar liðinn. Stofnunin tekur við tilkynningum og lætur meta tjón ef skilyrði um fresti og fyrningu eru uppfyllt. Í árslok 2018 fyrnast öll tjónamál vegna jarðskjálftans,“ segir Jón Örvar Bjarnason, byggingarverkfræðingur hjá Viðlagatryggingu. Jón Örvar leggur áherslu á að mikilvægt sé að eigendur fasteigna og innbúa hugi vel að vátryggingarvernd gagnvart náttúruhamförum og vekur jafnframt athygli á að allar húseignir á Íslandi séu vátryggðar gegn náttúruhamförum, þar sem um lögboðna skyldutryggingu er að ræða. Til að innbú sé vátryggt þarf það hins vegar að vera brunatryggt hjá vátryggingafélagi. „Sérfræðingur í áhættumati hjá okkur telur að um 70-80 prósent af heimilum á Íslandi séu með brunatryggingu á innbúum og þar með vátryggð hjá stofnuninni gegn náttúruhamförum. Því má gera ráð fyrir því að nærri fimmta hvert heimili í landinu sé án bruna- og náttúruhamfaratrygginga og geti því ekki búist við að fá tjón sitt bætt vegna slíkra atburða,“ segir Jón Örvar. Í vor verða 10 ár liðin frá Suðurlandsskjálftanum 29. maí 2008 sem var af stærðinni 6,3. Upptök skjálftans voru í Ölfusi, milli Hveragerðis og Selfoss. Mikið tjón varð á fasteignum og lausafé á svæðinu og einnig varð töluvert tjón á veitukerfum Árborgar og Hveragerðisbæjar. Alls voru metin um 5.000 tjón. Heildartjón, að meðtöldum matskostnaði, nam um 10 milljörðum króna og samsvarar það rúmum 15 milljörðum króna á verðlagi dagsins í dag. Eldgos og jarðhræringar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira
Viðlagatryggingu Íslands berast enn einstaka tilkynningar um tjón vegna Suðurlandsskjálftans í maí 2008, einkum vegna skemmda sem af einhverjum ástæðum hafa ekki verið sýnilegar eigendum. „Dæmi um slík tjón eru skemmdir á fráveitulögnum undir gólfplötum fasteigna. Frestur til að tilkynna tjón sem ætla má að tjónþola hafi verið kunnugt um er hins vegar liðinn. Stofnunin tekur við tilkynningum og lætur meta tjón ef skilyrði um fresti og fyrningu eru uppfyllt. Í árslok 2018 fyrnast öll tjónamál vegna jarðskjálftans,“ segir Jón Örvar Bjarnason, byggingarverkfræðingur hjá Viðlagatryggingu. Jón Örvar leggur áherslu á að mikilvægt sé að eigendur fasteigna og innbúa hugi vel að vátryggingarvernd gagnvart náttúruhamförum og vekur jafnframt athygli á að allar húseignir á Íslandi séu vátryggðar gegn náttúruhamförum, þar sem um lögboðna skyldutryggingu er að ræða. Til að innbú sé vátryggt þarf það hins vegar að vera brunatryggt hjá vátryggingafélagi. „Sérfræðingur í áhættumati hjá okkur telur að um 70-80 prósent af heimilum á Íslandi séu með brunatryggingu á innbúum og þar með vátryggð hjá stofnuninni gegn náttúruhamförum. Því má gera ráð fyrir því að nærri fimmta hvert heimili í landinu sé án bruna- og náttúruhamfaratrygginga og geti því ekki búist við að fá tjón sitt bætt vegna slíkra atburða,“ segir Jón Örvar. Í vor verða 10 ár liðin frá Suðurlandsskjálftanum 29. maí 2008 sem var af stærðinni 6,3. Upptök skjálftans voru í Ölfusi, milli Hveragerðis og Selfoss. Mikið tjón varð á fasteignum og lausafé á svæðinu og einnig varð töluvert tjón á veitukerfum Árborgar og Hveragerðisbæjar. Alls voru metin um 5.000 tjón. Heildartjón, að meðtöldum matskostnaði, nam um 10 milljörðum króna og samsvarar það rúmum 15 milljörðum króna á verðlagi dagsins í dag.
Eldgos og jarðhræringar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira