86 manns sagt upp hjá Odda Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2018 13:40 Framleiðslu verður hætt í verksmiðjunum Plastprenti og Kassagerðinni. Vísir/anton 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að á sama tíma standi til að efla prentverk og öskjuframleiðslu fyrirtækisins. „Breytingunum er ætlað að tryggja framtíð Odda á íslenskum markaði með því að styrkja og efla félagið til langs tíma á grunni áratuga þekkingu á umbúðum og prentverki. Breytingarnar hafa í för með sér að á næstu mánuðum verður framleiðslu hætt í verksmiðjunum Plastprenti og Kassagerðinni og þess í stað lögð áhersla á að efla miðlæga starfsemi Odda í innflutningi umbúðalausna, prent- og öskjuframleiðslu og sölu og þjónustu við viðskiptavini. Við lögun starfseminnar að breyttum aðstæðum leggjast af 83 störf við framleiðslu og afleidd störf og fækkað verður um þrjá í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Stjórn og stjórnendum Odda þykir leitt að sjá á eftir því góða og reynslumikla starfsfólki sem nú skilur við fyrirtækið vegna þess og lögð verður áhersla á að veita því stuðning og aðstoð við næstu skref með virðingu fyrir hverjum einstaklingi í huga. Undanfarin ár hefur orðið hröð neikvæð þróun á starfsumhverfi íslenskra framleiðslufyrirtækja, sem m.a. má rekja til þess að sterkt gengi íslensku krónunnar og launahækkanir langt umfram það sem þekkist í samkeppnislöndum hafa veikt mjög samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu. Oddi hefur ekki farið varhluta af þeirri þróun og mikið umbótastarf hefur þegar verið unnið innan fyrirtækisins til að bregðast við breyttum aðstæðum,“ segir í tilkynningunni.Þungur rekstur Haft er eftir Kristjáni Geir Gunnarssyni, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Odda, að starfsumhverfi fyrirtækja eins og Odda sem séu í beinni samkeppni við erlenda framleiðslu hafi verið að þyngjast jafnt og þétt undanfarin ár. „Það er auðvitað ekki eini áhrifavaldurinn en hefur mikið að segja um niðurstöðuna og við teljum okkur þurfa að bregðast skýrt við breyttum aðstæðum í rekstrinum núna til að tryggja viðskiptavinum okkar áfram þau gæði og þjónustu sem Oddi stendur fyrir. Þetta er grundvallarbreyting á starfsemi fyrirtækisins og það er vissulega áhugaverð vinna fram undan við að byggja upp nýjan Odda. Á þessari stundu leggjum við hins vegar höfuðáherslu á að aðstoða okkar góða starfsfólk sem skilur við Odda í kjölfar breytinganna eins og við getum. Það er algert forgangsmál í okkar huga,“ segir Kristján Geir. Vistaskipti Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að á sama tíma standi til að efla prentverk og öskjuframleiðslu fyrirtækisins. „Breytingunum er ætlað að tryggja framtíð Odda á íslenskum markaði með því að styrkja og efla félagið til langs tíma á grunni áratuga þekkingu á umbúðum og prentverki. Breytingarnar hafa í för með sér að á næstu mánuðum verður framleiðslu hætt í verksmiðjunum Plastprenti og Kassagerðinni og þess í stað lögð áhersla á að efla miðlæga starfsemi Odda í innflutningi umbúðalausna, prent- og öskjuframleiðslu og sölu og þjónustu við viðskiptavini. Við lögun starfseminnar að breyttum aðstæðum leggjast af 83 störf við framleiðslu og afleidd störf og fækkað verður um þrjá í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Stjórn og stjórnendum Odda þykir leitt að sjá á eftir því góða og reynslumikla starfsfólki sem nú skilur við fyrirtækið vegna þess og lögð verður áhersla á að veita því stuðning og aðstoð við næstu skref með virðingu fyrir hverjum einstaklingi í huga. Undanfarin ár hefur orðið hröð neikvæð þróun á starfsumhverfi íslenskra framleiðslufyrirtækja, sem m.a. má rekja til þess að sterkt gengi íslensku krónunnar og launahækkanir langt umfram það sem þekkist í samkeppnislöndum hafa veikt mjög samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu. Oddi hefur ekki farið varhluta af þeirri þróun og mikið umbótastarf hefur þegar verið unnið innan fyrirtækisins til að bregðast við breyttum aðstæðum,“ segir í tilkynningunni.Þungur rekstur Haft er eftir Kristjáni Geir Gunnarssyni, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Odda, að starfsumhverfi fyrirtækja eins og Odda sem séu í beinni samkeppni við erlenda framleiðslu hafi verið að þyngjast jafnt og þétt undanfarin ár. „Það er auðvitað ekki eini áhrifavaldurinn en hefur mikið að segja um niðurstöðuna og við teljum okkur þurfa að bregðast skýrt við breyttum aðstæðum í rekstrinum núna til að tryggja viðskiptavinum okkar áfram þau gæði og þjónustu sem Oddi stendur fyrir. Þetta er grundvallarbreyting á starfsemi fyrirtækisins og það er vissulega áhugaverð vinna fram undan við að byggja upp nýjan Odda. Á þessari stundu leggjum við hins vegar höfuðáherslu á að aðstoða okkar góða starfsfólk sem skilur við Odda í kjölfar breytinganna eins og við getum. Það er algert forgangsmál í okkar huga,“ segir Kristján Geir.
Vistaskipti Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira