Íslendingar mest til vandræða og hundsa björgunarsveitirnar Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. janúar 2018 06:00 Frá 2014 hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg séð um að vakta lokunarpósta, innanbæjar og utan. vísir/vilhelm Dæmi eru um að ökumenn sýni björgunarsveitarmönnum ókurteisi og hundsi ráðleggingar þeirra þegar björgunarsveitarmenn vakta lokunarpósta fyrir Vegagerðina eða lögreglu. Frá 2014 hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg séð um að vakta lokunarpósta, bæði á vegum utan höfuðborgarinnar og í þéttbýli. „Já, já. Það eru nokkur tilfelli þar sem fólk telur sig hafa átt rétt á að fara leiðar sinnar,“ segir Guðbrandur Örn Arnarsson, sem er yfir aðgerðamálum hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Hann segir atvik af þessu tagi þó sem betur fer ekki vera algeng. Bæði eru dæmi slík atvik þegar þjóðvegum er lokað vegna ófærðar en líka þegar götum innanbæjar er lokað vegna tónleika eða íþróttaviðburða. „Þá geta menn orðið pirraðir yfir því að þurfa að ganga nokkur hundruð metra heim til sín.“ Guðbrandur segir að hvort sem um er að ræða lokunarpósta þar sem fólki er ráðlagt að fara ekki áfram eða lokunarpósta þar sem það varðar hreinlega við lög að fara áfram geti björgunarsveitarmenn ekki beitt valdi til þess að koma í veg fyrir að fólk reyni að komast leiðar sinnar. „Ef fólk ætlar að fara í gegn þá erum við ekki að standa í valdbeitingu enda höfum við ekki heimild til þess,“ segir hann. Guðbrandur segir að björgunarsveitarmenn veigri sér ekki við að sinna þessari þjónustu þrátt fyrir þetta. „Við ræðum þessa hluti og þetta hefur ekki verið vandamál. Það er mörlandinn sjálfur sem er mest til vandræða þegar að þessu kemur. En þetta eru örfá tilvik.“ Hann segir líka að björgunarsveitarmenn komi til aðstoðar þegar ökumenn lenda í vandræðum eftir að hafa hundsað ábendingar um lokanir. „Það hefur alveg komið fyrir og það er þá þegar menn eru komnir í mjög mikil vandræði. Það eru þá yfirleitt jeppakarlar sem telja sig komast eitthvað lengra en þeir eiga að gera,“ segir Guðbrandur sem segir að götum og vegum sé aldrei lokað að ástæðulausu. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sjá meira
Dæmi eru um að ökumenn sýni björgunarsveitarmönnum ókurteisi og hundsi ráðleggingar þeirra þegar björgunarsveitarmenn vakta lokunarpósta fyrir Vegagerðina eða lögreglu. Frá 2014 hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg séð um að vakta lokunarpósta, bæði á vegum utan höfuðborgarinnar og í þéttbýli. „Já, já. Það eru nokkur tilfelli þar sem fólk telur sig hafa átt rétt á að fara leiðar sinnar,“ segir Guðbrandur Örn Arnarsson, sem er yfir aðgerðamálum hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Hann segir atvik af þessu tagi þó sem betur fer ekki vera algeng. Bæði eru dæmi slík atvik þegar þjóðvegum er lokað vegna ófærðar en líka þegar götum innanbæjar er lokað vegna tónleika eða íþróttaviðburða. „Þá geta menn orðið pirraðir yfir því að þurfa að ganga nokkur hundruð metra heim til sín.“ Guðbrandur segir að hvort sem um er að ræða lokunarpósta þar sem fólki er ráðlagt að fara ekki áfram eða lokunarpósta þar sem það varðar hreinlega við lög að fara áfram geti björgunarsveitarmenn ekki beitt valdi til þess að koma í veg fyrir að fólk reyni að komast leiðar sinnar. „Ef fólk ætlar að fara í gegn þá erum við ekki að standa í valdbeitingu enda höfum við ekki heimild til þess,“ segir hann. Guðbrandur segir að björgunarsveitarmenn veigri sér ekki við að sinna þessari þjónustu þrátt fyrir þetta. „Við ræðum þessa hluti og þetta hefur ekki verið vandamál. Það er mörlandinn sjálfur sem er mest til vandræða þegar að þessu kemur. En þetta eru örfá tilvik.“ Hann segir líka að björgunarsveitarmenn komi til aðstoðar þegar ökumenn lenda í vandræðum eftir að hafa hundsað ábendingar um lokanir. „Það hefur alveg komið fyrir og það er þá þegar menn eru komnir í mjög mikil vandræði. Það eru þá yfirleitt jeppakarlar sem telja sig komast eitthvað lengra en þeir eiga að gera,“ segir Guðbrandur sem segir að götum og vegum sé aldrei lokað að ástæðulausu.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sjá meira