Stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur í Öræfajökli reið yfir í morgun Birgir Olgeirsson skrifar 9. febrúar 2018 14:14 Öræfajökull minnti á sig í morgun. vísir/gunnþóra Skjálfti að stærð 3,6 mældist í Öræfajökli klukkan 05:05 í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvásérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands en þar segir að um 10 eftirskjálftar mældust í kjölfarið. Jarðskjálftinn fannst á Hofi í Öræfasveit en flestir í Öræfasveit sváfu meðan hann reið yfir. Jarðskjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur í Öræfajökli, en fyrsti jarðskjálftamælirinn var settur upp við Kvísker árið 1976. Skjálftinn mældist í öskjunni, um einn kílómetra suðaustur af miðju ísketilsins sem myndaðist í upphafi nóvembermánaðar á síðasta ári. Nokkur óvissa er í dýptarákvörðun skjálftans, en hann virðist vera á um tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. Öræfajökull hefur sýnt merki um aukna virkni í rúmt ár. Sér í lagi jókst virknin sl. haust. Tveir aðrir jarðskjálftar stærri en 3 hafa mælst síðan þá (M3,5 þann 3. október 2017 og M3,1 þann 18. janúar 2018). Engar markverðar breytingar hafa sést undanfarnar vikur í öðrum vöktunargögnum þ.m.t. aflögunargögnum, vatnamælingum og gasmælingum. Yfirlitsflug, til að mæla yfirborðsbreytingar á jöklinum, verður við fyrsta tækifæri. Mikilvægt er að fylgjast áfram með aflögun á jökulyfirborði þar sem hún getur endurspeglað breytingar í jarðhitakerfinu. Auk þess eru gervitunglamyndir notaðar við eftirlit á aflögun jökulsins, en engar merkjanlegar breytingar hafa sést þetta árið (síðasta gervatunglamyndin er frá lokum janúar). Viðvörunarlitur fyrir flug er áfram gulur fyrir Öræfajökul. Veðurstofan vaktar allan sólahringinn og bregst við, mælist merkjanlegar breytingar á virkni. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sigketillinn víkkað og sprungumynstrið orðið greinilegra í Öræfajökli NASA gerði undanþágu vegna Öræfajökuls. 10. desember 2017 20:05 Öræfajökull er err eye-va yo-coo-kill í bandarísku sjónvarpi Andrei Menshenin, blaðamaður búsettur á Íslandi, kenndi sjónvarpsáhorfendum bandaríska sjónvarpsrisans ABC hvernig eigi að bera fram Öræfajökul. 5. desember 2017 12:00 Þung áhersla verður lögð á að byggt verði upp öflugt mæla- og öryggisnet við Öræfajökul Viðvera lögreglu í Öræfasveit er mikilvæg til að tryggja hraða og örugga rýmingu af svæðinu. 29. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Skjálfti að stærð 3,6 mældist í Öræfajökli klukkan 05:05 í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvásérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands en þar segir að um 10 eftirskjálftar mældust í kjölfarið. Jarðskjálftinn fannst á Hofi í Öræfasveit en flestir í Öræfasveit sváfu meðan hann reið yfir. Jarðskjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur í Öræfajökli, en fyrsti jarðskjálftamælirinn var settur upp við Kvísker árið 1976. Skjálftinn mældist í öskjunni, um einn kílómetra suðaustur af miðju ísketilsins sem myndaðist í upphafi nóvembermánaðar á síðasta ári. Nokkur óvissa er í dýptarákvörðun skjálftans, en hann virðist vera á um tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. Öræfajökull hefur sýnt merki um aukna virkni í rúmt ár. Sér í lagi jókst virknin sl. haust. Tveir aðrir jarðskjálftar stærri en 3 hafa mælst síðan þá (M3,5 þann 3. október 2017 og M3,1 þann 18. janúar 2018). Engar markverðar breytingar hafa sést undanfarnar vikur í öðrum vöktunargögnum þ.m.t. aflögunargögnum, vatnamælingum og gasmælingum. Yfirlitsflug, til að mæla yfirborðsbreytingar á jöklinum, verður við fyrsta tækifæri. Mikilvægt er að fylgjast áfram með aflögun á jökulyfirborði þar sem hún getur endurspeglað breytingar í jarðhitakerfinu. Auk þess eru gervitunglamyndir notaðar við eftirlit á aflögun jökulsins, en engar merkjanlegar breytingar hafa sést þetta árið (síðasta gervatunglamyndin er frá lokum janúar). Viðvörunarlitur fyrir flug er áfram gulur fyrir Öræfajökul. Veðurstofan vaktar allan sólahringinn og bregst við, mælist merkjanlegar breytingar á virkni.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sigketillinn víkkað og sprungumynstrið orðið greinilegra í Öræfajökli NASA gerði undanþágu vegna Öræfajökuls. 10. desember 2017 20:05 Öræfajökull er err eye-va yo-coo-kill í bandarísku sjónvarpi Andrei Menshenin, blaðamaður búsettur á Íslandi, kenndi sjónvarpsáhorfendum bandaríska sjónvarpsrisans ABC hvernig eigi að bera fram Öræfajökul. 5. desember 2017 12:00 Þung áhersla verður lögð á að byggt verði upp öflugt mæla- og öryggisnet við Öræfajökul Viðvera lögreglu í Öræfasveit er mikilvæg til að tryggja hraða og örugga rýmingu af svæðinu. 29. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Sjá meira
Sigketillinn víkkað og sprungumynstrið orðið greinilegra í Öræfajökli NASA gerði undanþágu vegna Öræfajökuls. 10. desember 2017 20:05
Öræfajökull er err eye-va yo-coo-kill í bandarísku sjónvarpi Andrei Menshenin, blaðamaður búsettur á Íslandi, kenndi sjónvarpsáhorfendum bandaríska sjónvarpsrisans ABC hvernig eigi að bera fram Öræfajökul. 5. desember 2017 12:00
Þung áhersla verður lögð á að byggt verði upp öflugt mæla- og öryggisnet við Öræfajökul Viðvera lögreglu í Öræfasveit er mikilvæg til að tryggja hraða og örugga rýmingu af svæðinu. 29. nóvember 2017 06:00