4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. febrúar 2018 16:25 Endurgreiðslur vegna aksturskostnaðar þingmanna hafa farið lækkandi undanfarin ár. vísir/ERNIR Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. Sá þingmaður sem keyrði mest keyrði tæplega 48 þúsund kílómetra á síðasta ári og fékk hann 4,6 milljónir endurgreiddar. Þetta kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata um aksturskostnað alþingismanna. Ekki fást upplýsingar um hvaða þingmenn aki mest en í svarinu segir að litið sé svo á að „aksturinn tengist starfi alþingismanna fyrir umbjóðendur, varði samband þeirra við kjósendur og sé því þeirra mál eins og ýmislegur annar kostnaður við starf þingmanna.“ Því verði upplýsingarnar ekki gerðar persónugreinanlegar. Þá segir einnig að aksturskostnaður sé mjög mismunandi eftir því í hvaða kjördæmi þeir séu kosnir. Þá sé hann einnig mjög mismunandi eftir því hvort þingmenn aki frá heimili sínu utan Reykjavíkur og nágrennis, svokallaðir „heimanakstursmenn“ sem aðeins fái hluta húsnæðiskostnaðar endurgreiddan. Í svarinu segir að ferðakostnaður þingmanna sé breytilegur eftir því hvort um akstur eigin bifreiða sé að ræða, akstur á bílaleigubílum eða hvort notast sé við flugferðir. Þá segir einnig að leitast hafi verið við að haga ferðakostnaði á sem hagkvæmastan hátt og þingmenn hvattir til að nota flugferðir og bílaleigubíla fremur en eigin bíla sé því komið við. Þetta hafi skilað sér í því að endurgreiðsla vegna aksturskostnaðar hafi lækkað á undanförnum árum en endurgreiðslur á árinu 2013 voru tæplega 60 milljónir. Sem fyrr segir ók sá alþingismaður sem ók mest alls 47.664 kílómetra á síðasta ári, eða um 130 kílómetra á dag að meðaltali. Fékk hann 4,6 milljónir endurgreiddar, eða um 335 þúsund krónur á mánuði að meðaltali. Sá sem næst kemur ók 35 þúsund kílómetra og fékk 3,4 milljónir endurgreiddarSvar við fyrirspurninni og sundurliðaða lista yfir endurgreiðslur má sjá hér. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. Sá þingmaður sem keyrði mest keyrði tæplega 48 þúsund kílómetra á síðasta ári og fékk hann 4,6 milljónir endurgreiddar. Þetta kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata um aksturskostnað alþingismanna. Ekki fást upplýsingar um hvaða þingmenn aki mest en í svarinu segir að litið sé svo á að „aksturinn tengist starfi alþingismanna fyrir umbjóðendur, varði samband þeirra við kjósendur og sé því þeirra mál eins og ýmislegur annar kostnaður við starf þingmanna.“ Því verði upplýsingarnar ekki gerðar persónugreinanlegar. Þá segir einnig að aksturskostnaður sé mjög mismunandi eftir því í hvaða kjördæmi þeir séu kosnir. Þá sé hann einnig mjög mismunandi eftir því hvort þingmenn aki frá heimili sínu utan Reykjavíkur og nágrennis, svokallaðir „heimanakstursmenn“ sem aðeins fái hluta húsnæðiskostnaðar endurgreiddan. Í svarinu segir að ferðakostnaður þingmanna sé breytilegur eftir því hvort um akstur eigin bifreiða sé að ræða, akstur á bílaleigubílum eða hvort notast sé við flugferðir. Þá segir einnig að leitast hafi verið við að haga ferðakostnaði á sem hagkvæmastan hátt og þingmenn hvattir til að nota flugferðir og bílaleigubíla fremur en eigin bíla sé því komið við. Þetta hafi skilað sér í því að endurgreiðsla vegna aksturskostnaðar hafi lækkað á undanförnum árum en endurgreiðslur á árinu 2013 voru tæplega 60 milljónir. Sem fyrr segir ók sá alþingismaður sem ók mest alls 47.664 kílómetra á síðasta ári, eða um 130 kílómetra á dag að meðaltali. Fékk hann 4,6 milljónir endurgreiddar, eða um 335 þúsund krónur á mánuði að meðaltali. Sá sem næst kemur ók 35 þúsund kílómetra og fékk 3,4 milljónir endurgreiddarSvar við fyrirspurninni og sundurliðaða lista yfir endurgreiðslur má sjá hér.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira