Foreldrar gefi sér tíma með börnunum sínum og ræði við þau Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 12:15 Sigrún Aðalbjarnadóttir segir að leiðandi uppeldishættir séu heillavænlegar til að auka þroska barna. Vísir/Getty „Það er margt í samfélaginu sem kallar á það að við hugum betur að samskiptum foreldra og barna,“ segir Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Íslands. Sigrún var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í dag en hún heldur fyrirlesturinn Ræðum í stað þess að rífast, með Hrund Þórarins Ingudóttur lektors í dag. „Eins og við vitum þá vinnur fólk á Íslandi mjög mikið, bæði karlar og konur, bara einna mest í Evrópu af öllum foreldrum, um 80 prósent. Atvinnuþátttakan er mjög mikil. Þó að við eigum kannski ekki mörg börn miðað við í gamla daga þá eigum við að jafnaði flest börn á konu í Evrópu, við erum komin í fjórða sæti núna en fyrir örfáum árum vorum við í öðru sæti á eftir Tyrkjum.“Engin töfralausnSigrún segir að á fyrirlestrinum muni þær Hrund vekja athygli á heppilegum uppeldisaðferðum fyrir foreldra og alla þá sem koma að uppeldi barna. „Þetta eru uppeldisaðferðir sem hafa sýnt sig að eru heillavænlegar til að auka þroska barna,“ segir Sigrún. Þetta kallar hún leiðandi uppeldishætti. „Ég greini það frá skipandi uppeldisháttum, eftirlátum uppeldisháttum og afskiptalausum uppeldisháttum.“ Að hennar mati er mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um þessa uppeldishætti. Sigrún og Hrund hafa fundið í vinnu sinni með nemendum að þeir spyrja „af hverju vissi ég ekki um þessa uppeldishætti áður en ég varð móðir?“ og fleiri slíkra spurninga. „Auðvitað er þetta engin töfralausn, við notum oft blöndu. En þessir uppeldishættir einkennast af því að foreldrar gefa sér virkilega tíma með börnunum sínum og ræða við þau og hlusta vel eftir þeirra hugmyndum. Eru mjög hlýir, notalegir og uppörvandi.“ Sigrún segir að foreldrar sem noti þessar aðferðir setji mörk. Nefndi hún sem dæmi varðandi netnotkun. „Þeir hafa reglur en setja gjarnan reglurnar með börnunum þegar þau hafa aldur og þroska til. Ekki nóg með það, heldur þegar þeir setja þessi mörk, þá skýra þeir út fyrir barninu eða unglingnum, af hverju þeir hafa þessi mörk.“Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild og Hrund Þórarins Ingudóttir, lektor við sömu deild.HÍStyttri vinnuvika væri frábær Sigrún segist hafa verulegar áhyggjur af samræðum foreldra og barna. Þegar umræðan barst að fólki sem vinnur mikið, er jafnvel í tveimur vinnum, segir Sigrún að sumir foreldrar hefðu ekki tækifæri til að framfleyta heimilinu nema með tvöfaldri vinnu. „En veistu ég held að þorri fólks gæti hugsað aðeins um forgangsröðun.“ Að hennar mati er umræðan um styttingu vinnuvikunnar bæði þarft og áhugavert framtak. „Það væri alveg frábært.“ Á fyrirlestrinum í dag fjalla Sigrún og Hrund um uppeldishætti og hvernig stuðla má að góðum samskiptum foreldra og barna. Fyrirlesturinn Ræðum í stað þess að rífast er í dag, fimmtudaginn 8. Febrúar, frá klukkan klukkan 17 til 18.30 á Litla torgi Háskólatorgs. Rætt verður um samskipti foreldra og barna, mikilvægi samveru og samræðna og uppeldissýn foreldra og gefin góð ráð. Um er að ræða annan viðburðinn í nýrri fræðslufundaröð Háskóla Íslands sem nefnist Best fyrir börnin og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ekki verður streymt frá viðburðinum en erindi Hrundar og Sigrúnar verða aðgengileg síðar á vef Háskóla Íslands.Innslagið í Bítinu má heyra í spilaranum hér að neðan: Börn og uppeldi Tengdar fréttir Skapofsaköst barna og ungmenna eru ekki endilega frekja Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild HÍ, segir að tengsl séu á milli hegðunarvanda og kvíða. 18. janúar 2018 13:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsrækt World Class í Laugum rýmd vegna eldsvoða Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
„Það er margt í samfélaginu sem kallar á það að við hugum betur að samskiptum foreldra og barna,“ segir Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild Háskóla Íslands. Sigrún var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í dag en hún heldur fyrirlesturinn Ræðum í stað þess að rífast, með Hrund Þórarins Ingudóttur lektors í dag. „Eins og við vitum þá vinnur fólk á Íslandi mjög mikið, bæði karlar og konur, bara einna mest í Evrópu af öllum foreldrum, um 80 prósent. Atvinnuþátttakan er mjög mikil. Þó að við eigum kannski ekki mörg börn miðað við í gamla daga þá eigum við að jafnaði flest börn á konu í Evrópu, við erum komin í fjórða sæti núna en fyrir örfáum árum vorum við í öðru sæti á eftir Tyrkjum.“Engin töfralausnSigrún segir að á fyrirlestrinum muni þær Hrund vekja athygli á heppilegum uppeldisaðferðum fyrir foreldra og alla þá sem koma að uppeldi barna. „Þetta eru uppeldisaðferðir sem hafa sýnt sig að eru heillavænlegar til að auka þroska barna,“ segir Sigrún. Þetta kallar hún leiðandi uppeldishætti. „Ég greini það frá skipandi uppeldisháttum, eftirlátum uppeldisháttum og afskiptalausum uppeldisháttum.“ Að hennar mati er mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um þessa uppeldishætti. Sigrún og Hrund hafa fundið í vinnu sinni með nemendum að þeir spyrja „af hverju vissi ég ekki um þessa uppeldishætti áður en ég varð móðir?“ og fleiri slíkra spurninga. „Auðvitað er þetta engin töfralausn, við notum oft blöndu. En þessir uppeldishættir einkennast af því að foreldrar gefa sér virkilega tíma með börnunum sínum og ræða við þau og hlusta vel eftir þeirra hugmyndum. Eru mjög hlýir, notalegir og uppörvandi.“ Sigrún segir að foreldrar sem noti þessar aðferðir setji mörk. Nefndi hún sem dæmi varðandi netnotkun. „Þeir hafa reglur en setja gjarnan reglurnar með börnunum þegar þau hafa aldur og þroska til. Ekki nóg með það, heldur þegar þeir setja þessi mörk, þá skýra þeir út fyrir barninu eða unglingnum, af hverju þeir hafa þessi mörk.“Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor við Uppeldis- og menntunarfræðideild og Hrund Þórarins Ingudóttir, lektor við sömu deild.HÍStyttri vinnuvika væri frábær Sigrún segist hafa verulegar áhyggjur af samræðum foreldra og barna. Þegar umræðan barst að fólki sem vinnur mikið, er jafnvel í tveimur vinnum, segir Sigrún að sumir foreldrar hefðu ekki tækifæri til að framfleyta heimilinu nema með tvöfaldri vinnu. „En veistu ég held að þorri fólks gæti hugsað aðeins um forgangsröðun.“ Að hennar mati er umræðan um styttingu vinnuvikunnar bæði þarft og áhugavert framtak. „Það væri alveg frábært.“ Á fyrirlestrinum í dag fjalla Sigrún og Hrund um uppeldishætti og hvernig stuðla má að góðum samskiptum foreldra og barna. Fyrirlesturinn Ræðum í stað þess að rífast er í dag, fimmtudaginn 8. Febrúar, frá klukkan klukkan 17 til 18.30 á Litla torgi Háskólatorgs. Rætt verður um samskipti foreldra og barna, mikilvægi samveru og samræðna og uppeldissýn foreldra og gefin góð ráð. Um er að ræða annan viðburðinn í nýrri fræðslufundaröð Háskóla Íslands sem nefnist Best fyrir börnin og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ekki verður streymt frá viðburðinum en erindi Hrundar og Sigrúnar verða aðgengileg síðar á vef Háskóla Íslands.Innslagið í Bítinu má heyra í spilaranum hér að neðan:
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Skapofsaköst barna og ungmenna eru ekki endilega frekja Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild HÍ, segir að tengsl séu á milli hegðunarvanda og kvíða. 18. janúar 2018 13:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsrækt World Class í Laugum rýmd vegna eldsvoða Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Skapofsaköst barna og ungmenna eru ekki endilega frekja Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild HÍ, segir að tengsl séu á milli hegðunarvanda og kvíða. 18. janúar 2018 13:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent