Kolbeinn: Vongóður um HM og vill fá að spila svo hann geti gleymt því sem hann gekk í gegnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2018 09:00 Kolbeinn Sigþórsson á blaðamannafundi með íslenska landsliðinu á EM 2016. Vísir/Getty Íslenski framherjinn Kolbeinn Sigþórsson er í viðtali á heimasíðu franska liðsins Nantes og það er ekki hægt að heyra annað en að íslenski framherjinn sé orðinn mjög spenntur fyrir því að komast aftur inn á völlinn. Kolbeinn hefur verið að glíma við langvinn meiðsli og hefur sem dæmi ekki spilað með íslenska landsliðinu síðan í leiknum á móti Frökkum í átta liða úrslitum Evrópumótsins í júlí 2016. „Það gengur allt vel. Ég var í burtu í eitt og hálft ár en er nú á lokasprettinum í endurhæfingunni og þetta lítur vel út. Ég er ánægður með hvernig þetta gengur og get ekki beðið eftir því að fá að spila,“ sagði Kolbeinn í viðtali á heimasíðu Nantes.Quand @ReneKrho décore notre viking @KSigthorsson... pic.twitter.com/EKDBbqJDrO — FC Nantes (@FCNantes) February 7, 2018 „Ég var um tíma ekki viss um framtíðina eða hvort að hnéð yrði í lagi. Það var það erfiðasta. Ég einbeitti mér að því að halda trú minni á að ég kæmi til baka. Sem betur fer er það erfiðasta að baki. Ég er jákvæður. Ég vonast til að fara spila sem fyrst svo ég geti gleymt því sem ég gekk í gegnum,“ sagði Kolbeinn. Kolbeinn æfir með liðinu og hefur gert það undanfarnar tvær vikur. „Það eru engin vandamál með hnéð. Ég fór í gegnum góða styrktarþjálfun áður en ég kom til baka og ég tel mig vera tilbúinn að stíga aftur inn á fótboltavöllinn,“ sagði Kolbeinn."Les remercier quand je reviendrai sur le terrain" Le petit mot de @KSigthorsson aux supporters pic.twitter.com/shAZApZwDQ — FC Nantes (@FCNantes) February 7, 2018 „Ég er orðinn mjög hungraður í það að spila aftur og að berjast fyrir mínu sæti í liðinu. Við erum í fimmta sæti í deildinni og það gengur mjög vel. Ég er tilbúinn,“ sagði Kolbeinn en hvenær verður fyrsti leikurinn? „Um leið og þjálfarinn kallar á mig. Ef hann kallar á mig um helgina þá er ég tilbúinn. Í fullri alvöru þá vonast ég eftir því að ég spili í þessum mánuði. Ég er ekki tilbúinn í 90 mínútur en ég er klár í að hjálpa liðinu. Mitt markmið var að koma aftur í febrúar. Ég nálgast það,“ sagði Kolbeinn en er möguleiki á því að hann spili með Íslandi á HM? „Af hverju ekki? Ef hlutirnir ganga áfram vel þá vonast ég eftir því að fá að taka þátt í því ævintýri. Það er samt langur vegur fyrir mig ennþá. En ef ég kemst í form og spila reglulega þá sé ég það ganga upp. Við erum með marga öfluga sóknarmenn og það verður því ekki auðvelt að komast í liðið. Ég er samt jákvæður og vongóður,“ sagði Kolbeinn.@KSigthorsson Les premiers mots de l'attaquant islandais à retrouver très vite sur https://t.co/faMbXxmUSI ! pic.twitter.com/hCP7DaJxL3 — FC Nantes (@FCNantes) February 7, 2018 Kolbeinn lék síðast með Nantes 28. ágúst 2016. Hann fór á láni til tyrkneska félagsins Galatasaray en spilaði ekkert með liðinu vegna meiðsla. Hann fór á endanum aftur til Nantes. Þegar Kolbeinn spilaði fyrir Nantes á móti í lok ágúst 2016 þá var þjálfari liðsins René Girard. Nú er þjálfari Nantes hinsvegar Ítalinn Claudio Ranieri sem var á þessum haustmánuðum 2016 að hefja titilvörn sína með Leicester í ensku úrvalsdeildinni.@KSigthorsson Les premiers mots de l'attaquant islandais à retrouver très vite sur https://t.co/faMbXxmUSI ! pic.twitter.com/hCP7DaJxL3 — FC Nantes (@FCNantes) February 7, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira
Íslenski framherjinn Kolbeinn Sigþórsson er í viðtali á heimasíðu franska liðsins Nantes og það er ekki hægt að heyra annað en að íslenski framherjinn sé orðinn mjög spenntur fyrir því að komast aftur inn á völlinn. Kolbeinn hefur verið að glíma við langvinn meiðsli og hefur sem dæmi ekki spilað með íslenska landsliðinu síðan í leiknum á móti Frökkum í átta liða úrslitum Evrópumótsins í júlí 2016. „Það gengur allt vel. Ég var í burtu í eitt og hálft ár en er nú á lokasprettinum í endurhæfingunni og þetta lítur vel út. Ég er ánægður með hvernig þetta gengur og get ekki beðið eftir því að fá að spila,“ sagði Kolbeinn í viðtali á heimasíðu Nantes.Quand @ReneKrho décore notre viking @KSigthorsson... pic.twitter.com/EKDBbqJDrO — FC Nantes (@FCNantes) February 7, 2018 „Ég var um tíma ekki viss um framtíðina eða hvort að hnéð yrði í lagi. Það var það erfiðasta. Ég einbeitti mér að því að halda trú minni á að ég kæmi til baka. Sem betur fer er það erfiðasta að baki. Ég er jákvæður. Ég vonast til að fara spila sem fyrst svo ég geti gleymt því sem ég gekk í gegnum,“ sagði Kolbeinn. Kolbeinn æfir með liðinu og hefur gert það undanfarnar tvær vikur. „Það eru engin vandamál með hnéð. Ég fór í gegnum góða styrktarþjálfun áður en ég kom til baka og ég tel mig vera tilbúinn að stíga aftur inn á fótboltavöllinn,“ sagði Kolbeinn."Les remercier quand je reviendrai sur le terrain" Le petit mot de @KSigthorsson aux supporters pic.twitter.com/shAZApZwDQ — FC Nantes (@FCNantes) February 7, 2018 „Ég er orðinn mjög hungraður í það að spila aftur og að berjast fyrir mínu sæti í liðinu. Við erum í fimmta sæti í deildinni og það gengur mjög vel. Ég er tilbúinn,“ sagði Kolbeinn en hvenær verður fyrsti leikurinn? „Um leið og þjálfarinn kallar á mig. Ef hann kallar á mig um helgina þá er ég tilbúinn. Í fullri alvöru þá vonast ég eftir því að ég spili í þessum mánuði. Ég er ekki tilbúinn í 90 mínútur en ég er klár í að hjálpa liðinu. Mitt markmið var að koma aftur í febrúar. Ég nálgast það,“ sagði Kolbeinn en er möguleiki á því að hann spili með Íslandi á HM? „Af hverju ekki? Ef hlutirnir ganga áfram vel þá vonast ég eftir því að fá að taka þátt í því ævintýri. Það er samt langur vegur fyrir mig ennþá. En ef ég kemst í form og spila reglulega þá sé ég það ganga upp. Við erum með marga öfluga sóknarmenn og það verður því ekki auðvelt að komast í liðið. Ég er samt jákvæður og vongóður,“ sagði Kolbeinn.@KSigthorsson Les premiers mots de l'attaquant islandais à retrouver très vite sur https://t.co/faMbXxmUSI ! pic.twitter.com/hCP7DaJxL3 — FC Nantes (@FCNantes) February 7, 2018 Kolbeinn lék síðast með Nantes 28. ágúst 2016. Hann fór á láni til tyrkneska félagsins Galatasaray en spilaði ekkert með liðinu vegna meiðsla. Hann fór á endanum aftur til Nantes. Þegar Kolbeinn spilaði fyrir Nantes á móti í lok ágúst 2016 þá var þjálfari liðsins René Girard. Nú er þjálfari Nantes hinsvegar Ítalinn Claudio Ranieri sem var á þessum haustmánuðum 2016 að hefja titilvörn sína með Leicester í ensku úrvalsdeildinni.@KSigthorsson Les premiers mots de l'attaquant islandais à retrouver très vite sur https://t.co/faMbXxmUSI ! pic.twitter.com/hCP7DaJxL3 — FC Nantes (@FCNantes) February 7, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey Sjá meira